Leita í fréttum mbl.is

Geta fimm skipst jafnt milli kynja?

Ég bloggaði fyrr í dag um óánægju VG kvenna yfir því að karlar á þeirra vegum skuli vera þrír í ríkisstjórninni en konur tvær. Með fimm ráðherra var ekki hægt að hafa öðruvísi en ójafnt af öðru kyni. Nú eru konurnar færri. Kannski skiptist það á hinn veginn næst og karlarnir verða færri. Eiga karlarnir þá að verða jafn fúlir og konurnar virðast núna? Miðað við töluna fimm getur þetta ekki jafnara orðið.
mbl.is Karl stendur upp fyrir konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er augljóst að 5 embættum er ekki hægt að skipta jafnt milli kynja en þessum konum í VG kemur slík reiknikúnst ekkert við.  Það skal vera jafnt. 

Ef Steingrímur hefði gert tillögu um Þuríði og Álfheiði í ráðherraeimbætti þá hefðu þessi klíka innan VG látið í sér heyra líka því þær eru sko ekki réttu konurnar. 

Femínistar innan VG eru að naga sundur flokkinn og efna til ófriðar af minnsta tilefni og jafnvel engu.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: ThoR-E

Eru þessir tveir flokkar ekki að vinna saman?

Er ekki hægt að skipta 10 í tvennt ?

11 og 12 ráðherrarnir eru kona og kall .. þannig að ef vilji er fyrir jöfnu hlutfalli kynjanna að þá ættu þessir flokkar að geta komið sér saman um að skipta ráðherrunum sem eftir eru í 5 konur og 5 karla.

Annars skiptir það mig mjög litlu hvað margar konur eða hvað margir karlar eru í hvaða stöðum ... mér finnst mest áríðandi að þeir hæfustu séu ráðnir til verksins og það eru svo sannarlega ekki alltaf karlmennirnir.

ThoR-E, 13.5.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ráðherrar eru 12 - og 2 gengur upp í 12 þannig að það er lítið mál að hafa jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn. Það er jafnt hlutfall þingmanna í báðum stjórnarflokkum. 5+5 eru 10, annar flokkurinn hefði getað haft 3 kk og 2 kvk og hinn 3 kvk og 2 kk. Engin geimvísindi hér á ferð. Ofureinfalt mál en afskaplega furðulegt hvað það er erfitt að hafa systurpartinn jafnstóran bróðupartinum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 14:09

4 identicon

Katrín Anna sagði:

Ráðherrar eru 12 - og 2 gengur upp í 12 þannig að það er lítið mál að hafa jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn. Það er jafnt hlutfall þingmanna í báðum stjórnarflokkum. 5+5 eru 10, annar flokkurinn hefði getað haft 3 kk og 2 kvk og hinn 3 kvk og 2 kk.

Það er eins og það skipti engu máli hver manneskjan er né reynsla eða hæfileikar til starfans.. bara kynið.

GBB (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 14:17

5 identicon

Það er ekki hlutverk VG að leggja pressu á Samfylkinguna, og öfugt, með hvaða ráðherra þeir velji. Hvorum flokknum er það frjálst, og æskilegt, að velja þá aðila í starfið sem þeir telja hæfasta. Það er vel mögulegt að skipa ríkisstjórn hæfustu aðilanna ásamt því að halda kynjakvóta en það segir ekki að flokkarnir eigi að leggjast í deilur hver fái að hafa hærra hlutfall kvenna þar sem augljóslega ríkir stuðningur við hátt hlutfall kvenna í hvorum flokknum fyrir sig. Einn flokkurinn yrði á endanum að gefa eftir og líta hugsanlega verr út fyrir kjósendum sínum. Bull í mér eða?

Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 14:47

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Málið er að það er ekki hæfni sem ræður heldur kyn - það er karlakvóti í gangi. Það er fjarstæðukennt að halda því fram að karlar séu hæfari en konur en engu að síður hefur kynjahlutfall í ríkisstjórn einungis verið jafnt í 80 daga í allri lýðveldissögu Íslands. Það er ekki tilviljun - það byggir á karlakvóta. Sama á sér stað hér. Það er ekki hæfni sem ræður því að kynjahlutfallið er 5:7 heldur karlakvóti.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 14:58

7 identicon

Ég verð að efast um þessar fullyrðingar þar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er kvenmaður og Steingrímur J. einn helsti talsmaður kvenréttinda á Íslandi. En þó, ég er sammála þér að jafnt kynjahlutfall sé af hinu góða en þó bara á ögn frábrugðnum forsendum. Ég trúi því að geta karla og kvenna sé jöfn og hlutfallið muni jafnast af náttúrunnar hendi, þar sem getan er í raun og veru jöfn núþegar. Það sem við erum ósammála um liggur í aðferðafræðinni við að knúa fram þessa breytingu á hlutfallinu. Það má þó vel vera að mér skjátlist og að réttasta leiðin sé sú að jafna hlutfallið með valdi því eftir að það hefur haldist jafnt í ákveðinn tíma sé ekki vonandi ekki snúið til baka.

Sjáum til, við vonum að minnsta kosti það sama.

Hafðu það gott.

Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 391624

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband