Leita í fréttum mbl.is

Þjóðstjórn?

Augljóst er að allur vandræðagangurinn í kringum stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og VG er vegna EB. Flokkarnir hafa í grundvallaratriðum mismunandi afstöðu til EB. Samfylkingin vill ganga í EB og virðist hafa fáa fyrirvara í því sambandi. VG vill ekki í EB og hefur því enga fyrirvara sett gagnvart aðildarviðræðum sem þeir eru í prinsipinu á móti. Svo virtist sem VG hefði læst sig inni í því að vilja þjóðaratkvæði um það hvort ganga eigi til viðræðna við EB. Sem betur fer sýnist sá vitleysugangur, sem er ekkert nema sóun á tíma og peningum, útúr myndinni.

Þess í stað virðast stjórnarflokkarnir ræða það sem lausn að Alþingi verði falið að ákveða hvort farið verið í aðildarviðræður. Fyrir því er líklega meirihluti á Alþingi þó ekki sé það öruggt. Með slíkri leið er Samfylkingin í raun að setja allt sitt traust á stjórnarandstöðuna. Þetta hefur áður gerst á líftíma þessarar ríkisstjórnar, í Helguvíkurmálinu á lokadegi nýliðins þings. Þá náðist það mikilvæga mál iðnaðarráðherra í gegn fyrir tilstilli stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórnarflokkarnir klofnuðu, VG greiddi á móti, Samfylkingin með. Stjórnarandstaðan tryggði málinu brautargengi.

Er það forsvaranlegt að í jafnmikilvægu máli og því hvort ganga eigi til aðildarviðræðna ætli Samfylkingin að setja traust sitt á stjórnarandstöðuna? Og hvað ef stjórnarandstaðan klikkar? Hvað ætlar Samfylkingin að gera þá? Og hvað með samningsmarkmiðin? Hver á að setja þau? Stjórnarandstaðan og Samfylkingin?

Sýnir þetta mál og allur vandræðagangurinn í kringum það að í alvöru þarf að skoða þjóðstjórn? Ég man ekki betur en að formaður VG hafi bent á þörf þess strax eftir hrunið. Ég hneigist að því að hann hafi haft rétt fyrir sér. Reynslan sé að sýna það. 
mbl.is Ágreiningur ekki áhrif á aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin er eini flokkurinn sem er með staðfasta og ákveðna stefnu í ESB málum. Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var með miklum meirihluta var að þjóðaratkvæði þyrfti til að fara í viðræður. Um þetta segir þú en beinir orðum Þínum að VG: "Sem betur fer sýnist sá vitleysugangur, sem er ekkert nema sóun á tíma og peningum, útúr myndinni."

Sigurður Þórðarson, 6.5.2009 kl. 14:24

3 identicon

Sæl Dögg,

ég hugsaði einmitt nákv. sama og Arnþór hér ofar.  Bjarni hefur nefnt það nýverið að þeir/þið hefðuð alveg viljað leyfa þjóðinni að kjósa um ESB ef þeir/þið hefðuð komist í stjórn, með tvöfaldri kosn.  Sem er eins og þú segir ekkert annað en að kæfa málið án þess að viðurkenna að það sé notað til þess sé til þess.  Þó þú kallir það örðum nöfnum, niðurstaðan sú sama, fáránlegt rugl sem er ekki fólki bjóðandi.  Þess vegna hrundi nú gengi FLokksins.  Þó firrtar risaeðlur eins og BB og Styrmir vilji ekkert kannast við að það hafi verið ástæðan.

 En af hverju má ekki reka málefnapólitík?  Ef hverju er hagur þjóðar ekki hafður að leiðarljósi?  Nú myndi stjórnin leggja fyrir þingheim að kjósa um að.viðræður (þingsál.till.), myndu þá þingmenn S.flokksins segja nei?  Líka þeir fjölmörgu sem væru þá beinlínis að fara gegn sannfæringu sinni?  Af ótta við BB og Styrmi, Kjartan og einhverja eða bara til að vera á móti af því að eru í stjórnarandstöðu?

Af hverju má ekki reglan sem Sjálfst.flokkurinn setti rétt fyrir kosningar (og stjórnarandstaða þar áður) ,,auðvitað munum við styðja öll góð mál" gilda ennþá?  Af hverju þarf þetta alltaf að fara í ,,hægri" ,,vinstri" skotgrafir og að flokkunum sé beitt eins og íþróttaliðum, hvor vinnur, eða eins og skákmönnum til að máta starfandi stjórn.  Í stað þess að setja fyrst markmið:  hag þjóðarinnar.  2.hvernig verður því markm. best náð?  3.lýðræðið ræður  o. s. frv. ?

Fólk er ekki þroskaheft almennt.  Það sjá flestir hver er að gera vel og hver ekki.  Þannig mun FLokkurinn vinna atkvæði til baka.  Ekki með útúrsnúningum, blekkingum, fléttum, flokkapólitík og þessu gamla þvaðri sem var nánast orðið lögmál hér.  Það eru flestir búnir af fá upp í kok af falskleika.  T.d. fara að koma í veg fyrir aðildarviðræður til að reyna að skemma fyrir.  Þó fjölmargir þingmenn hans séu fylgjandi viðræðum.  Það væri nú ekki gæfuspor fyrir FLokkinn.

Einhvern veginn kemur t.d. Bjarni Ben mér þannig fyrir sjónir og heyrn að sennilega það síðasta sem kemur upp í hugann er að hann sé að vinna fyrir hagsmunum almennings, honum gæti ekki verið meira sama.  Hann er í þessu af öðrum ástæðum.  Hann er skólabókardæmi um mann sem segir eitt en meinar annað.  S.s. falskleikinn.

S.H. (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:11

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Það er nú ekki flóknara en svo að ég er algerlega ósammála stefnu míns flokks varðandi tvöfalda atkvæðagreiðslu og hef skýrt frá því áður.

Dögg Pálsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband