Leita í fréttum mbl.is

Virðingarvert, en hvernig?

Það er út af fyrir sig virðingarvert að nýr bankastjóri Nýja Landsbankans biði afsökunar á mistökum bankans fyrir hrunið. Bankastjórinn segir mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn nýja bankans væru ekki í feluleik. Hann segir að þeir geti ekki skorast undan því að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hann segir það einu leiðina til að ná sáttum við umhverfið að nýju.

Þá er spurningin: Hvernig ætlar Nýi Landsbankinn að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar? Hvernig ætlar bankinn að ná sáttum við umhverfið á ný? Það vantar svar við þeim áleitnu spurningum. Eftir þeim svörum hlýtur að þurfa að kalla. 


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála en mér finnst að þú eigir líka að spyrja að því Dögg hvenær ætlar Geir H Haarde og aðrir ráðherrar, núverandi og fyrrverandi að biðja þjóðina afsökunar. Fleiri ættu að reyna að fylgja fordæmi Ásmundar.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

sæl Dögg, langar að benda þér á youtube síðu Sjálfstæðisflokksins http://www.youtube.com/watch?v=fccVLliukr4 .

kveðja

Kristinn Svanur Jónsson, 18.4.2009 kl. 20:55

3 identicon

Þú og félagar þínir í Sjálfstæðisflokknum ættuð að sjá ykkur sóma í því að gera slíkt hið sama. Svo ættu þið að halda ykkur til hlés í amk. tvö kjörtímabil, fólkið er búið að fá nóg af ykka einræðistilburðum.

Ég hef trú á því að mikið af Sjáfstæðisfólki sem stundar sjálfstæðan rekstur muni nú kjósa Samfylkinguna. Það veit að þannig á það séns að sótt verði um aðild að ESB. 

Gunnlaugur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:21

4 identicon

Ekki finnst mér að Ásmundur geti beðist afsökunar á því sem illa fór, fyrir hönd þeirra sem áttu og stýrðu Landsbankanum fyrir hrunið.

Halldór (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:12

5 identicon

Það er eins og "höfuð bankans" sé ekki alveg í takt við raunveruleikann (kannski fengið sólsting í vetrarfríinu).  Á sama tíma og Ásmundur biðst afsökunar sendir bankinn út "hótanir um  innheimtuaðgerðir" (ég hef sjálfur séð nokkur dæmi um það) til fólks sem þegar hefur gengið frá breytingum á sínum "vanskilum" við bankann, sem í raun fyrri eigendur bankans komu fólki í.  Það er eins og hægri höndin viti lítið eða ekkert hvað sú vinstri gerir á þeim bæ.  Ég tæki hugsanlega mark á afsökun Ásmundar, sem mér finnst reyndar kjánaleg, ef hann yfirgæfi bankastjórastólinn.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: Heiðar Birnir

Þá loksins skildi ég þetta.  Þess vegna gat Geir Haarde ekki beðið þjóðina afsökunar og ekki viljað axla ábyrgð.  Það hefði þó í mesta lagi verið virðingarvert, en hvernig átti hann svo sem að geta gert það?

Hvernig átti Geir Haarde að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar, fyrri ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins?  Hvernig átti hann að ná sáttum við umhverfið á ný? Því gat hann aldrei svarað og því var bara ekki gert neitt, nema biðja Flokkinn afsökunar.  But mayby he should have.

Heiðar Birnir, 19.4.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Afsökunarbeiðni Ásmundar er hreint og beint kjánaleg. Hún er sett fram í andrúmslofti hugmynda um að allir beri sök nema þú sjálfur og hinir seku eigi að berja sig til blóðs og sýna iðrun. Þessi árátta sem hefur gripið um sig hér gerir lítið úr ábyrgð manna þegar skilgreind sök liggur ekki fyrir.

Hver er sekt Ásmundar? Sat hann og dottaði í einhverri bankastjórn? Var hann gerandi í atburðarásinni.  Við vitum að Ásmundur stýrði ekki bankanum inn í hrun. Hann á ekkert með að milda sekt þeirra sem það gerðu, því við eigum rétt á að þeir svari til þeirra saka sem á þá verða bornar.

Orð Ásmundar eru því innantómt kurteisishjal.

Ragnhildur Kolka, 19.4.2009 kl. 12:28

8 identicon

Ég fæ nú bara aulahroll þegar þessar afsökunarbeiðnir birtast. Skiptir voða litlu máli, og er algjörlega merkingarlaust. Fyrir utan að vera afar létt í vasa. Þetta er þvílík hræsni að manni verður óglatt.

Hrönn (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband