Leita í fréttum mbl.is

Sat hjá

VG, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hrósuðu sér mjög af samþykkt þessa frumvarps. Eftir að kynna mér gögnin tók ég þá afstöðu að sitja hjá. Öll gögn benda til þess að með því að gera kaup á vændi refsiverð fari þessi starfsemi neðanjarðar og eymd þeirra kvenna sem eru í vændi aukist til muna. Nánast útilokað er að sanna kaup á vændi þannig að þeir sem sakfelldir eru, eru sárafáir. Ég held að það sé einhver alvarlegur misskilningur í málinu hjá þeim sem halda að með þessari breytingu hafi einhver sérstök tímamót orðið.
mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Rétt er það að nóg er eftir þó þetta sé orðið að lögum. Reynslan sýnir hins vegar að það er ekki rétt hjá þér að vændi fari frekar neðanjarðar. Þvert á móti sýnir reynslan að lögleiðing vændis stækkar vandamálið og gerir enn verra. Þetta er í raun ekkert svo flókið. Um leið og vændi er skilgreint sem ein tegund ofbeldis þá blasir við að löggjafinn eigi að gefa það skýrt til kynna með lagasetningu. Það að sárafáir muni verða sakfelldir er ekki lögunum að kenna heldur því að viðhorfin eru enn á þá lund að það sér réttur karla að kaupa sér konur - og aðgerðir og aðgerðarleysi lögreglu og dómsvalds mun endarspeglast í því. 

Ef þú prófar þessa röksemdarfærslu á önnur lög, hver verður þá niðurstaðan? T.d. er bannað að kaupa vændi af börnum. Vitað er að slíkt tíðkast hér á landi en aldrei hefur verið ákært í því. Af hverju er því ekki haldið fram að slíkt vændi færist bara neðanjarðar ef það er ólöglegt? Mansal er líka ólöglegt en aldrei hefur verið ákært í því. Af hverju heldur fólk því ekki fram að mansal aukist og fari neðanjarðar ef það er ólöglegt? Er eitthvað skárra að leyfa kaup á vændi, hvort sem er af fullorðnum eða börnum og hafa mansal löglegt - sýnilegt upp á borðum - frjálsa verslun? Er skaðinn eitthvað minni fyrir því? Er skaðinn minni fyrir manneskju sem seld er mansali ef það er löglegt heldur en ef það er ólöglegt? 

Þessi röksemdarfærsla gengur ekki upp en hefur því miður verið notuð lengi af þeim sem vilja hafa vændi löglegt - og því miður hafa margir keypt þau rök. Mín spá er sú að með tíð og tíma munir þú sjá eftir að hafa setið hjá. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.4.2009 kl. 23:12

2 identicon

Ég er í góðu sambandi og hef ekki keypt mér mellu. Enn það kemur mér ekkert við hvað þú eða aðrir gera. Enn svona er Vg. banna banna og skipta sér af öllu og hafandi vit fyrir okkur hinum. Þetta lið þarna var nú ekki hrifið af því að við fengjum bjórinn á sínum tima td! Svo vildu þau ekki að nicotin tyggjó færi í búðir og sjoppur,þau éldu að þá færu allir að tyggja þetta á landinu!

óli (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæl Dögg, 

Þau rök, sem þú tekur hér til, hefðu orðið til þess að ég hefði gert nákvæmlega það sama og þú -setið hjá. 

Það er erfitt að sjá annað en að þessi breyting skapi meiri hættu en hún kemur í veg fyrir.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gætuð þið rökstutt þetta betur? Árið 2003 var kaup á vændi af yngri en 18 ára gert refsivert. Lögin voru sett til að uppfylla alþjóðasáttmála sem Ísland er aðili að. Eruð þið í alvörunni að segja að lögin skapi meiri hættu fyrir börn en ef þau væru ekki til staðar? Ef það er ekki það sem þið eruð að segja - hver er þá munurinn á því að börnin eru ekki í meiri hættu en fullorðin eru það???

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.4.2009 kl. 23:28

5 identicon

Fyndið að heyra hversu furðuleg rök meðmælendur þessa frumvarps koma með.

Að halda því fram að það sé eitthvað sambærilegt að banna vændi þegar þú ert undir 18 ára og banna vændi almennt er bara mjög furðuleg speki. Katrín Anna ætti að skammast sín.

Þá er alveg eins hægt að spurja af hverju verið sé að setja lög um hvers vegna þrítugum karlmanni sé bannað að sænga hjá 13 ára stúlku.

Svona rök duga ekki. Svarið við þessu er einfalt. Krökkum undir 18 ára, því þeir einstaklingar eru jú skilgreindir krakkar eru ekki sjálfráða einstaklingar og þar með er þeim ekki treystandi til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þess vegna er þeim bannað að stunda vændi eins og þeim er bannað að stunda kynlíf.

Katrín Anna, við skulum passa okkur að fara ekki villur vegar í þessari umræðu.

Annars rakst ég á mjög áhugaverða grein sem ég tel að sé mjög vel skrifuð. Þú ættir að kíkja á hana:

http://www.tyr.is/2009/03/23/v%C3%A6ndi-og-nektardanssta%C3%B0ir/

Kv. Sigurður

Sigurður (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:40

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rök Daggar eru góð og gild og verað síst af öllu vefengd með afkáralegum samanburði á mökum fullorðinnar manneskju við barn og hins vegar mökum tveggja fullorðinna einstaklinga.   Mér þykir dapurlegt ef fólk sem leggur þetta tvennt að jöfnu situr í ríkisstjórn. 

Sigurður Þórðarson, 17.4.2009 kl. 23:46

7 identicon

Hvað með lög almennt gegn hinu og þessu? Skv. þessum rökum, ættum við ekki að afnema lög sem banna áfengiskaup undir tvítugu? Unga fólkið reddar þessu hvort sem er, neðanjarðar.

Hvenær og hvenær ekki er hægt að segja að betra sé að sleppa því að setja lög gegn einhverju sem er augljóslega rangt, að því að "öll gögn" sýna að það geri hlutina verri. Mér þætti áhugavert að heyra lögmann taka annað dæmi um þetta.

Þórdís (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigurður þú þarft að lesa spurninguna betur - þú ert að svara allt annarri spurningu. Þín rök með aðgreiningu á milli barna og fullorðinna gætu virkað sem svar fyrir manneskju sem er hlynnt vændi - fullorðinna (og ég myndi þá koma með önnur mótrök gegn því).

Hins vegar þegar manneskja er ekki hlynnt vændi og lítur á það sem skaðlegt en telur að lögin færi þetta neðanjarðar og setji manneskjur í vændi í aukna hættu... þ.e. að lögin auki beinlínis vandann - þá fer málið að horfa öðruvísi við. Ef lögin auka vandann - af hverju á það bara við um fullorðna en ekki börn? Þeirri spurningu er ósvarað. Svar óskast ennþá. 

Varðandi greinina hans Egils Arnars þá stenst hún ekki. Þó að vændi verði áfram til staðar eftir lagasetningu þá er það ekki næg ástæða til að það eigi að vera löglegt - ekki frekar en að morð eigi að vera lögleg af því að þau tíðkist þrátt fyrir lög eða að best fari á því að lögleiða þjófnað því hann er stundaður hvort sem er... Egill segir "Allt kynferðislegt ofbeldi skal vera bannað og allir geta verið sammála um það." Vændi er ein tegund kynferðisofbeldis - þess vegna á það að vera refsivert að kaupa vændi. Egill dettur í þá gryfju (eða réttlætingu) að segja að vændi sé skaðlaust. Staðreyndin er sú að vændi er langt í frá skaðlaust - afleiðingarnar fyrir þau sem eru í vændi eru eins og við annað kynferðisofbeldi (og oft líka afleiðing af því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi). Listinn yfir skaðsemi vændis er mun lengri þó ég láti þetta nægja í bili. Mæli svo með því að þú kynnir þér málflutning Stígamótakvenna - þeirra sem hafa unnið með fólki sem hefur verið í vændi. Þeirra orð eru mun marktækari heldur en ungra karlmanna sem vilja halda í valdastöðu sína í samfélaginu - á kostnað kvenna. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.4.2009 kl. 23:55

9 identicon

Ég vona svo innilega að þú sért ekki stolt af því að sitja hjá, að þú sért ekki að kommentera við þetta á þeim forsendum. 

Það að setja frumvarpið í lög þýðir að við erum að taka ábyrgð sem samfélag að það megi ekki kaupa neyð annarar manneskju. Einfalt, en einhvern vegin er alltaf hægt að horfa eitthvað annað. Setja upp einhverjar væntanlegar útkomur eða afleiðingar sem engin rök eru fyrir og sem raunveruleikinn hefur afsannað.

Það er auðvelt að sitja í fílabeinsturni og dæsa yfir þessu, eflaust eruð þið hvítt, millistéttafólk. í góðri stöðu og eruð mjög sátt við það samfélagskerfi sem þið lifið í, vegna þess að það hentar ykkur. Allt sem raskar ykkar veruleika er litið hornauga og reynt að breiða yfir staðreyndir vegna þess að þær eru óþægilegar. Það er óþægilegt að kynferðisofbeldi viðgangist á Íslandi, það er óþægilegt að það þurfi að setja um það lög. Það er óþægilegt að talað sé um sambærilegar lagasetningar, sem fjalla um sama málið=kynferðisofbeldi. 

Ég tek ofan fyrir þeim stjórnmálamönnum sem þorðu að samþykkja vændislögin. Það gefur konum fyrirheit um að þær búi í samfélagi sem vill vernda þær, þó að kynferðisbrotalögin séu enn skaðræðislög sem næsta skref er að breyta. 

Kv. Anna Bentína

Anna Bentína (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sæl Dögg. Það er hægt að heimfæra þessi rök þín upp á allt sem er bannað ef því er að skipta.

Víðir Benediktsson, 18.4.2009 kl. 00:14

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæta Katrín, þú ritar langan texta og ert kannski mikið niðri fyrir en ég skil hvorki upp né niður í því það er sem þú vilt koma á framfæri?  Fólki er misvel gefið að tjá sig í rituðu máli en þú bætir það upp með bleiku lit sem væntanlega merkir að þú sért femínisti.

Etthvað ertu samt að reyna að gefa í skyn. Þú skrifar: "Þín rök (mín) með aðgreiningu á milli barna og fullorðinna gætu virkað sem svar fyrir manneskju sem er hlynnt vændi - "

Að gefnu tilefni skal það upplýst hér að ég hef ekki enn keypt kynlífsþjónustu barns eða fullorðins einstaklings og hef ekki í hyggju að breyta því, hvorki í bráð né lengd.

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 01:07

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hafði ekki hugsað mér að gera aðra aths. hér við, en staldra við hugtakið "vændi barna".   Hvað í ósköpunum á fólk við með slíku ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 02:59

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég þekkti mann sem hefur reglulega keypt vændi af börnum og ekki orðið meint af.  Engin hefur kært hann eða böggað fyrir þá iðju.  Þess vegna blæs ég á þá fullyrðingu Katrínar Önnu að nýju lögin gegn vændi bætu stöðu þessara launþega(barna). 

Ætti ekki frekar nú á síðustu og verstu að gera kaup og sölu sem flestra á vændi löglegt.  Mætti hugsa sér að reisa íslenska hagkerfið úr rústum Jóns Ásgeirs og Davíðs Oddssonar með vændi.  Við gætum öll selt okkur útlendingum fyrir smá gjaldeyri. 

Hvort vill Katrín Anna selja sjálfa sig og fjölskyldu eða landið og miðinn? 

Björn Heiðdal, 18.4.2009 kl. 05:02

14 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Katrin Anna

Ég get ekki skilið hvernig þú getur sett allt vændi undir sama hatt og kallað það kynferðislegt ofbeldi. Ég get verið sammála þér um að það vændi sem verður til við þvingun er ofbeldi. Bý sjálfur í danmörku þar sem vændi er löglegt og get séð að hér fynnst vændi sem afleiðing af þvingun sérstaklega þegar konur frá rússlandi og eistrasalts löndunum eiga í hlut. Ég vil þó leifa mér að fullyrða að stæðstur hluti vændis hér er af fúsum og frjálsum vilja. Hér hefur verið fjöldinn allur af þáttum í sjónvarpinu þar sem talað er við þessar konur og get ég ekki séð annað en að þessar konur eru eins og kverjir aðrir launþegar bara með mun hærri laun. Ég get ekki séð þessa fyrirhyggjusemi fyrir fullorðnu fólki, ef þetta lið vil selja líkama sinn konur eða menn svo verði þeim að góðu. Við getum dregið annað mál inn í þetta sem er svinger en þessir klúbbar spretta upp eins og gorkúlur hér í danmörku. Er þetta líka kynferðislegt ofbeldi, ef svarið er já er búið að kriminalisere þúsundir af fólki. Ég get ekki séð þann stóra mun á svinger og hóru eini munurinn er þessi þúsund kall sem fer á milli. Ég vil taka fram að ég hef ekki nýtt mér þjónustu þessara kvenna og mun ekki gera í framtíðinni.

Hörður Valdimarsson, 18.4.2009 kl. 06:33

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Hildur Helga okkur ber öllum að vernda börn. Það er mikið níðingsverk þegar fullorðin manneskja beitir aflsmunar gegn barni til að skaða það varanlega. Þá heggur sá er hlífa skyldi.

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 08:01

16 identicon

Hvaða bull er þetta, kona? Veit ekki betur en að þetta sé neðanjarðarstarfsemi nú þegar. Með sömu rökum ættu kaup á fíkniefnum ekki að vera refsiverð.

Steinar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:35

17 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég held Dögg að þú sért aðeins farin að rugla saman hlutverkum hérna. Hlutverk þitt sem Alþingismanns er að taka þátt í því að setja lög sem þú telur vera samfélaginu til góða. Það er ekki þinn hausverkur á því stigi að hafa áhyggjur af því hvernig mun ganga að fylgja lögunum. Þú hugsar bara fyrir þig, eru þessi lög góð fyrir samfélagið og svo væri eðlilegt að þú hugsaðir sem svo að framkvæmdavaldinu væri treystandi til að fylgja eftir framkvæmd laganna.

Ef þú hinsvegar telur að framkvæmdarvaldið sé yfir höfuð ekki í stakk búið til að leysa sín verkefni er það eitthvað sem þú ættir að vekja máls á inni á Alþingi, en þó ekki í tengslum við neinar sérstakar lagasetningar.

Ég skil vel að þú, sem ert lögfræðingur, eigir pínu erfitt með að skilja þarna á milli því venjulega (sem lögfræðingur) ertu að vinna með framkvæmdavaldinu, en ég skora á þig að reyna að halda þessu tvennu aðskildu ef þú ferð aftur inn á þing :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 18.4.2009 kl. 09:41

18 identicon

Aumingja Íslenska þjóðin!
Búin að reka af sér ríkisstjórn braskara og bankaræningja.
Í staðinn fær hún ríkisstjórn "Talibana feminista" og jafnréttisfasista.
Nú verður bráðum farið að höggva hendur og fætur af fólki sem, ekki getur fylgt kreddum vinstri grænu Talibanpáfanna.
Það er ekki hægt að kjósa Vinstri Græna á meðan veruleikafirrt feministapakkið tröllríður flokknum.
Fram með potta og pönnur.

Jón (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 10:48

19 identicon

Dögg

Þú sast hjá og ættir að skammast þín....segi ekki meir í von um að þú hlustir á þetta litla sem ég sagði/skrifaði!

Thelma Björk Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 10:54

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú langar mig að leita í smiðju til lögfræðingsins Daggar: Hvernig er það ef barn kaupir kynlífsþjónustu fullorðins einstaklings, eru þá báðir aðilar í hlutverki þolanda og jafnframt geranda eftir sitt hvorri lagagreininni?

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 10:56

21 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála þér Dögg

Ég hef heldur aldrei skilið þessa umræðu að blanda saman mannsali og vændi og nefna það í eina og sama orðinu.

Ég fylgdist með þessari umræðu um tíma í Danmörku. Þá vildu Danir ekki banna vændi með lögum. Umræðan þar gekk út á að ef vændi væri bannað með lögum þá yrði það ekki til að stöðva þessa starfsemi. Menn voru ekki að blekkja sig með því að halda því fram að með lögum væri hægt að stöðva vændi í Danmörku.

Það sem myndi gerast væri að þetta yrði að neðanjarðarstarfsemin. Það vildi starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni alls ekki að gerðist. Það vill fá þetta fólk reglulega inn á heilsugæslustöðvarnar. Eins töldu lögreglumenn að ef vændi væri bannað með lögum þá væri verið að skerða réttarstöðu þessa fólks lenti það í höndum ofbeldismanna. Það yrði erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir það að kæra líkamsmeiðingar.

Lög eins og þessi munu ekki stöðva vændi. Þeir sem það stunda eru í dag verr settir en áður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 11:07

22 identicon

Dæmi um "siðferðislög" í framkvæmd.

PUNISHMENT FOR NON-MARITAL SEX
Examples of convictions under Sharia law
http://www.religioustolerance.org/isl_adul1.htm

Draumur Talibana feministaklíkunnar í VG!

Jón (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:09

23 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sumum virðist alveg fyrirmunað að ræða kosti og galla þessarra laga á vitrænum grundvelli.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 15:12

24 identicon

Hvað með múturgreiðslur, er ekki rétta að lögleiða þær? Þá þarf þetta ekki að vera einhver "neðanjarðarstarfsemi´.

Þórdís (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 15:16

25 Smámynd: Héðinn Björnsson

Í þessu máli treysti ég dómgreind Stígamóta.

Héðinn Björnsson, 18.4.2009 kl. 16:50

26 identicon

Gísli Freyr sagði allt sem ég vildi segja hérna, og það fyrir næstum tveimur árum síðan. Sömu rök eiga enn við í dag...

Þórhallur Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 19:24

27 identicon

Það að sitja hjá er rugl. Til hvers varstu kosinn? Er hægt að sitja hjá í ákvörðun sem veldur okkur sem þegnum þessa lands kannski miklu?

Burt frá því sem ég tel rétt í þessu máli eða aðrir þá ertu bundin samkvæmt eið að fara eftir þinni sannfæringu.

Persónulega er þetta einfalt, annað hvort höfum við lög eða ekki. Vændi er slæmt fyrir okkar menningu, mansal einnig, barna vændi líka. Viljum við láta suma ákveða hvað er í lagi og hvað ekki. Kannski bara einkavæða lögin á landinu?

Bann við vændi er gott, bann við mansali hversskonar er gott, bann við einkadans er gott nema það sé almennt gert meðal almennings hér á landi og segðu mér að svo sé og þá skal ég kjósa xd.

Ingi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 19:39

28 identicon

Þessi grein er þó kannski enn betri...

Þórhallur Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 20:00

29 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þarna er ég þér innilega sammála Dögg,eigilega hefðu þú átt að vera á móti þessu að mínu mati,við vitum öll að svona bönn virka ekki og mjög erfitt að sanna þau,en það sem er verst við þetta,það færist bar neðanjarða,þá kemur hættan,við vitum öll að það er bannað að versla með eiturlyf,en það er ekkert mál að kaupa þau,nó starfsemi neðanjarðar,og að vera eiða tíma í þessa vitleysu þegar allt er hér á barmi gjaldþrota og atvinnuleysi,þvílík skömm, en að sjálfsögðu á að banna barna-vændi og ekki veit ég betur en það sé nú þegar bannað í lögum,svo þessi lög voru ekki sett til varnar barna,þau eru til,en þarna náði Dögg í stórt prik hjá mér,áfram svo Dögg.P

Jóhannes Guðnason, 18.4.2009 kl. 20:08

30 identicon

Sæl Dögg,

jú ég er alveg sammála þér að sitja hjá við afgreiðslu þessarra laga,hefðir í raun átt að segja nei . Get ekki skilið hvað fullorðið fólk er að agnúast eða skipta sér af gjörðum annarra fullorðinna einstaklinga,ef kona vill selja sig hverjum kemur það við og ef kona eða karl vill kaupa sér kynlífsþjónustu,hverjum kemur það við? Ekki mér eða neinum öðrum! Margar konur eru neyddar í vændi og ber og þarf að hjálpa þeim og það verður einfaldlega erfiðar um vik núna þar sem allt slíkt fer neðanjarðar en margar konur eru líka í vændi af fúsum og frjálsum vilja og þarna er einfaldlega bara verið að hafa lifibrauðið af þeim. Það þætti ekki góðverk að hafa lifibrauðið af neinum.En þessi lög voru svo sem alveg ítakt við flest allt annað er frá VG kemur,banna,banna,banna og banna.........

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:08

31 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef fullorðinn kona og fullorðinn maður ákveða að sofa saman og maðurinn borgar konunni er hann að misnota líkama konunnar samkvæmt nýju lögunum og fer í fangelsi ef upp um hann kemst.

Hver er tilgangur lagana? Jú, að koma þeim skilaboðum á framfæri að kona sem selur líkama sinn sé ekki sjálfráð gerða sinna og maður sem nýtir sér bágborna stöðu hennar er að misnota líkama hennar.

Varla er verið að uppræta götuvændi á horni Lækjargötu og Austurstrætis og alla melludólganna sem gera út konurnar?

Hvað með drukkna fullorðna konu á skemmtistað? Má treysta því að hún sé sjálfráð gerða sinna þegar hún "ákveður" að sofa hjá manni? Er karlmaður sem sefur hjá drukkinni konu ekki að misnota líkama hennar?

Hvar eru mörkin? Verður næst bannað að sofa hjá konu, fyrr en eftir 3 deit, jafnvel ekki fyrir hjónaband?

Hvað með karla sem ljúga að konu að þeir sé einhleypir? Eru þeir ekki að misnota líkama konunnar? Með lygum og blekkingum? Það er svo sannarlega hægt að misnota aðra án þess að borga fyrir.

Eigum við kannski að gera lygar karla refsiverðar ef þeim er beitt til að fá samþykki hennar til maka   Eigum við dæma þá í árs fangelsi sem ljúga sig inn á konu?

Það skal skýrt tekið fram að ég er á móti, vændi, lygum og blekkingum.

Benedikt Halldórsson, 19.4.2009 kl. 20:06

32 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Burtséð frá umfjöllunarefninu og þeim viðhorfum, sem fram hafa verið sett, þá er uppörvandi að sjá svo marga einstaklinga, sem hugsa á Íslandi.

Jafnvel huggun.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2009 kl. 21:02

33 identicon

Trúir fólk því í alvöru að til sé stétt kvenna sem selja sig af því að þeim finnst það þægileg og góða vinna? Ég trúi því að allar vændiskonur séu í einhvers konar neyð.

Ingibjörg Þ (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband