Leita í fréttum mbl.is

Reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af

Þingstörfum lauk í kvöld og þar með þriggja vikna törn sem varaþingmaður. Þetta er búinn að vera ánægjulegur tími, áhugaverður og umfram allt ótrúlega annasamur. Ég er stolt af því að hafa staðið vaktina með félögum mínum í þingflokki Sjálfstæðisflokknum um stjórnarskrána. Jafnframt verð ég að segja að það olli mér vonbrigðum að ekki skyldi tekið í útrétta sáttarhönd okkar og samþykkt a.m.k. breytingin á 79. gr. stjórnarskrárinnar. Það er greinilegt að meirihlutinn telur hagsmunum sínum betur borgið með að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig fór heldur en að ná samkomulagi. Um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í stjórnarskrármálinu þarf ekkert annað að segja en að vísa í orð þeirra sjálfra frá árinu 2007 - sem ég hef þegar birt hér á bloggi mínu. Við hefðum ekki getað lýst því betur hversu ámælisverð vinnubrögð af þessu tagi eru.

Mér þótti það sérlega ánægjulegt að taka í gær þátt í 2. umræðu um frumvarp til laga um sjúkraskrár. Ég  var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið fyrir heilbrigðisráðherra. Það var þess vegna sérstök upplifun að taka þátt í þingmeðferð málsins, geta haft áhrif á breytingatillögu sem þingnefnd var búin að gera og sem var ekki, að mínu mati, skynsamleg, og greiða síðan atkvæði með frumvarpinu og gera það að lögum. Þar með fylgdi ég þessu frumvarpi alla leið.

Ég segi líkt og Gunnar Svavarsson gerði í kvöld, takk fyrir mig. Varaþingmannsferli mínum er lokið. Ég fékk tækifæri til að setjast í Alþingi í þrígang, haustið 2007, vorið 2008 og svo núna í þrjár vikur. Þetta er reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Fyrir þetta tækifæri er ég þakklát.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já takk fyrir að standa vörð um stjórnarskrá Íslands.

Gylfi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 22:59

2 identicon

Tek undir með Gylfa, takk fyrir að standa vörð um stjórnarskrána og þitt framlag í öðrum mikilvægum málum.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:35

3 identicon

Við skulum átta okkur á því að þið voruð ekki að standa vörð um stjórnarskrána fyrir þjóðina heldur ákveðna hagsmunaaðila. Það að hindra að ákvæði eins og að auðlindir ættu að vera í þjóðareign komist í stjórnarskrána jaðrar á við landráð. Það að leggjast það lágt niður að beita málþófi þegar lýðræðislegur meirihluti á þingi (og greinilega akkurat núna með meiri hluta stuðnings þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum).

Það að spila ykkur sem hetjur er ekki einu sinni broslegt. Tek það fram áður en þið byrjið með smjörklípurnar að ég mun ekki kjósa núverandi stjórnarflokka og dettur það ekki í hug.

Tilburðir þingmanna sjálfstæðisflokksins í þessu máli minna mig meira á einræði en nokkurn tímann lýðræði

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Ég er hræddur um að þessi góða reynsla þín sé of dýru verði keypt því þetta andóf ykkar Sjálfstæðismann var ykkur og umbjóðendum ykkar til skammar og þjóðin öll á eftir að þurfa að taka út enn meiri óverðskuldaða refsingu og tap vegna gjörða ykkar. en það er gott að þú telur þig hafa hagnast eitthvað á þessari reynslu. það er jú víst þannig sem þið hugsið svo framalega sem þið hagnist þá skiptir ekki máli hver tapar.

Tjörvi Dýrfjörð, 18.4.2009 kl. 00:47

5 identicon

Til hamingju með sigur ykkar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins á þjóðinni, þetta er skömm okkar hinna. Hafið þið skömm fyrir.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 08:03

6 identicon

Af hverju mega auðlindir Íslands ekki vera í þjóðareign??

JC (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:09

7 identicon

Já og hvað er að því að þjóðin sem þið eigið að vera að vinna fyrir semji fyrir ykkur starfslýsingu?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband