Leita í fréttum mbl.is

Þetta sagði Samfylkingin 2007

Til að halda til haga hvað minnihlutinn á Alþingi sagði vorið 2007, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ætlaði að knýja fram stjórnarskrárbreytingu án samvinnu við minnihlutann á þingi, þá er rétt að birta einnig það sem formaður Samfylkingarinnar sagði um vinnubrögðin. Í öðru bloggi hef ég birt það sem þingmenn VG sögðu um þessi makalausu vinnubrögð.

 

Fv. formaður Samfylkingarinnar sagði m.a. (Ræða hennar í heild er hér).

... Í öðru lagi hljótum við að gagnrýna mjög harkalega hér í umræðum í dag hvernig þessi tillaga formanna stjórnarflokkanna er fram komin, hvernig hana bar að, þ.e. það var engin viðleitni af þeirra hálfu til að ná samstöðu þvert á stjórnmálaflokkana á þingi og að auki kemur tillagan inn í þingið á lokadögum þess þegar mjög lítið ráðrúm er til þess að fjalla um hana. ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað er þetta að segja okkur annað en að það er heitt í þessu eldhúsi!

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Merkilegt, ég hélt alltaf að það hefðu verið stjórnendur og eigendur bankanna sem fóru offorsi og enduðu með þá í þrot.

Sveinn vill örugglega meina að það hafi verið Davíð eða já kannski Árni Matt bara sem nota bene er nú hvítþveginn af bretum miðað við nýjustu innanhússkýrslu þeirra.

Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 08:06

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Carl enginn hefur verið hvítþveginn af því að "lána" 500 milljarða í jarðarför bankakerfisins. Bretar eru ekki umsagnaraðilar um neitt nema sin innri mál. Við eigum nánast enga samleið með þeim í stóru sem smáu. Við skulum halda okkur á jörðinni. Bretar hafa enn ekki aflétt hryðjuverkastimplinum af bönkunum okkar fyrrverandi.

Gísli Ingvarsson, 4.4.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Alveg er ég sammála þér þar Gísli "við skulum halda okkur á jörðinni"

Alltof margir blammera í allar áttir án þess að hafa hugmynd um hvað er raunverulega satt og hvað ekki.
Best væri að bíða niðurstöðu rannsókna á öllu hruninu áður en við förum að benda á fólk eða flokka um ábyrgðir.

Annars var mitt svar einungis kaldhæðni á Svein fyrir hans ómálefnalegu skot á eiganda þessa bloggs. Miður að sjá slíkt.

Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Takk fyrir Dögg að lofa okkur að lesa þetta, meira svona

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.4.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 391667

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband