Leita í fréttum mbl.is

Hvert annað grín

Af hverju gefa hluthafar Exista þessu félagi BBR ehf. ekki bara hluti sína? 2 aurar fyrir hlutinn, sem margir hafa keypt á útboðsgenginu sem var liðlega 20, sumir á ennþá hærra verði, er eins og hver annar brandari. Það getur ekki svarað kostnaði að millifæra þessa aura til þeirra hluthafa sem verið er að leysa út.

Upphaflega ætlaði BBR ehf. að borga 4,62 kr. á hlutinn. En FME féllst á umsókn þeirra um að lækka greiðsluna niður í 2 aura. Samkvæmt heimasíðu Kauphallarinnar fóru þó síðustu viðskipti fram á 4 aurum, tvöfalt hærra verði en FME telur eðlilegt að hluthafar verði leystir út á.

Á heimasíðu Exista hf., sem hluthafar eiga að fá heila 2 aura fyrir hvern hlut, segir þetta um starfssvið og eignir Exista: 

Exista starfar á sviði trygginga, eignaleigu og fjárfestinga. Exista á að fullu tvö tryggingafélög, VÍS og Lífís, og eignaleigufyrirtækið Lýsingu. Exista á einnig 100% hlut í Skiptum, móðurfélagi Símans. Félagið á einnig hluti í nokkrum öðrum fyrirtækjum, meðal annars um helmingshlut í Öryggismiðstöðinni.

Má af þessu ráða að VÍS, Lífís, Lýsing og Skipti, móðurfélag Símans, séu nánast verðlaus félög? Ef þessar eignir eru verðlausar af hverju er aðaleigendum Exista hf. svona mikið í mun að eignast sjálfir félagið? Ég er alveg viss um að flestir þeir hluthafar sem eiga þess kost að fá 2 aura fyrir hlutinn væru alveg til í að gefa félaginu tækifæri og sjá hvort það rofi eitthvað til hjá því í framtíðinni. Hverju er að tapa hvort sem er fyrir þá? Er ekki allt að vinna fyrir hluthafana? En það er greinilegt að aðaleigendurnir vilja komast yfir félagið á hrakvirði og njóta sjálfir ávaxtanna, ef einhverjir verða.


mbl.is Exista selt á 0,02 krónur hluturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig færðu það út að menn séu að segja að VÍS, Lífís, Lýsing og Skipti séu verðlaus félög? Það er greinilega sagt að skuldir Exista séu umfram eignir, það er ekki verið að segja að eignir félagsins séu verðlausar! Það er ágæt að þú lesir almennilega hvað er skrifað áður en þú byrjar að galgopast.

Ögmundur (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 06:21

2 identicon

Takk kærlega fyrir þetta innlegg Dögg. Orð í tíma töluð. Brask Bakkabræðra endurspeglar einfaldlega sama braskið og aðrir útfararvíkingar hafa stundað hér á s.l. misserum.

Fyrir nokkru kom í fréttum að Bakkabræður ætluðu að reyna að borga skuldir Exista og þá héldu líklega margir hluthafar að félaginu yrði borgið.  En nei. Þeir keyptu sjálfir það marga hluti sem þýddi yfirtöku. Þetta er brask ekkert annað. Og þetta er eins og kafli 2 í braskinu um að komast yfir, eða eiga sjálfir í virkum félögum eins og Símanum, og hlunnfara hluthafana í leiðinni.

Held að fjárfestingar Íslendinga í íslenskum félögum sé eitt af ömurlegustu fjárfestingum sem dæmi eru um hér á landi. Það hefði verið mun skárra að fjárfesta í t.d. kínverskum félögum, þó að markaðurinn hafi hrunið. Enda held ég að margir hafi gert það.

Ég sjálf mun aldrei treysta félögum sem fjármálabraskarar eiga hlut í hér, þ.e.  fjárfesta í þeim. Af tvennu illu kysi ég Bandaríkin eða Kína.

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Takk Ögmundur nafnleysingi fyrir hárrétta ábendingu um ónákvæmt orðalag hjá mér. En punkturinn hjá mér er sá að mér finnst skrítið að hluthöfum skuli ekki gefinn kostur á að verða þolinmóðir fjárfestar í Exista, með allar þessar "verðmætu" eignir, þótt skuldir séu greinilega svona miklar að nettó er þetta nánast verðlaust. Tveir aurar á hlut - það getur ekki svarað kostnaði að millifæra greiðsluna til hluthafa. En kannski hluthafar eigi kost á því? Þarf að kanna það betur.

Dögg Pálsdóttir, 8.4.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband