Leita í fréttum mbl.is

Aðgangur að fjölmiðlum: ókeypis og aðkeyptur

Upplýsingar um að ég hafi þegið boð INN sjónvarpsstöðvarinnar og Útvarps Sögu um viðtöl á þessum stöðvum, gegn greiðslu, sýnast hafa leitt af sér fréttafærslur á netinu. Báðar stöðvarnar hafa auglýst opinberlega að hægt væri að kaupa sér viðtalstíma með þessum hætti. Ég og fleiri frambjóðendur þáðum það boð og vegna reglna um upplýsingar um kostnað við prófkjörber okkur að gefa þann kostnað upp, eins og ég hef nú gert.

Hvað annað eigum við, sem ekki erum í ókeypis áskrift að reglulegum viðtölum t.d. í Silfri Egils og jafnvel í Kastljósinu að gera í prófkjörsslag? Það er þakkarvert að þessir ágætu fjölmiðlar skuli hafa gefið prófkjörsframbjóðendum kost á kynningu með þessum hætti. Sjálfsagt er að fram komi hverju sinni hverjir standa straum að slíkri kynningu.

Útaf þessari umræðu þá skora ég á RÚV að upplýsa hvaða alþingismenn hafa verið viðmælendur í Silfri Egils frá því að þátturinn fluttist yfir á RÚV og er þar með kostaður af skattgreiðendum. Í leiðinni mætti birta hvaða þingmenn hafa komið fram í Kastljósinu t.d. síðustu 12 eða 18 mánuði. Nauðsynlegt er að fá þessar upplýsingar sundurliðaðar eftir mánuðum svo sjá megi hversu reglulega einstakir alþingismenn hafa komið fram í þessum viðtalsþáttum.

Ekki kæmi á óvart ef þessar upplýsingar sýndu að allmargir af þeim sem árangri náðu  í prófkjörunum núna hafa komið oftar fram í þessum þáttum en ýmsir aðrir.  

Nú eru tímar gagnsæis. Upplýsingarnar upp á borðið.


mbl.is ÍNN selur útsendingartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband