Leita í fréttum mbl.is

Að lýsa áhyggjum

Öll höfum við áhyggjur af samdrætti í þeim geira opinberrar þjónustu sem telst til velferðarþjónustu. Aðstæður okkar eru hins vegar með þeim hætti að hjá hagræðingaraðgerðum verður ekki komist. Og það er örugglega hægt að hagræða án þess að það bitni á þjónustunni.

Mikið væri það mikil tilbreyting ef aðilar tækju sig til og gæfu út yfirlýsingar um að nú ætluðu þeir að taka höndum saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja að hagræðingin bitnaði ekkert á þjónustu í stað þess að gefa út yfirlýsingar um áhyggjur af niðurskurði.

Í þenslunni síðustu árin hafa örugglega ýmis fitulög myndast í opinbera kerfinu, velferðarkerfinu líka. Þessi fitulög má skera af án þess að þeir sem þjónustu njóta finni nokkuð fyrir því. Þeir sem þjónustuna veita vita betur en aðrir hvernig best má ná hagræðingunni fram. Aðstæður kalla á samstöðu og samhug allra. Öðru vísi vinnum við okkur ekki útúr þeim mikla vanda sem bankahrunið setti okkur í. Vilji er allt sem þarf. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki.


mbl.is Lýsa áhyggjum af niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ég er nú hræddur um að það sé lítið svigrúm í þessum geira og óhjákvæmilegt annað en að draga úr þjónustu.

Fyrir hrun var þegar mikill nidurskurður í gangi.

Björn Halldór Björnsson, 18.2.2009 kl. 10:10

2 identicon

Sæl Dögg og takk fyrir að sýna áhyggjum hjúkrunarfræðinga áhuga.

Vil samt benda á að það að lýsa áhyggjum sínum, þýðir ekki að maður firri sig ábyrgð og sé ekki tilbúinn til að leggja sitt af mörkur. Hjúkrunarfræðigar á Landspítalanum eru ekki vanir að bruðla með fé né tíma, ekki heldur í "góðæri". Hjúkrunarfræðingar hafa ekki hampað störfum sínum, en ef fleiri tæku þá sér til fyrirmyndar í sínum verkum mun okkur ganga vel að komast í gegnum verkefnin framunda.

Góðar stundir.

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:32

3 identicon

Sæl Dögg,

ég er nokkuð viss um að það hafi ekki ríkt mikið góðæri innan heilbrigðiskerfisins síðustu ár. Þrátt fyrir manneklu voru margar deildir innan spítalanna reknar þrátt fyrir mikla manneklu, þökk sé hæfileikanum "til hagræðingar af þeim sem þjónustuna veita". Þar krafðist fólk ekki mikillar umbunar fyrir vel unnin störf, nema þá helst sanngjarnra launa.

Ég tel að hjúkrunarfólk komi ekki til með að lamast af áhyggjum yfir væntanlegum niðurskurði. Nú þegar er byrjað að hagræða og tel ég að starfsfólk hafi ágætis kostnaðarvitund. Því miður eru ekki morg fitulög til að skera af, en samstaðan og viljinn er fyrir hendi.

Ég skal játa á mig biturleika að græðgi og ábyrgðarleysi nokkurra manna bitni á velferðarkerfinu okkar ágæta og þar með heilsu og hamingju fólks. Ég hef samt sem áður einsett mér að láta það ekki trufla störf mín innan heilbrigðiskerfisins.

Fríða Ólöf Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 391714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband