Leita í fréttum mbl.is

En bíðum nú við ...

Í fjölmiðlum hafa birst viðtöl við breska lögmenn þar sem þeir hafa lýst því yfir að þessi beiting hryðjuverkalaganna hafi mjög hugsanlega verið ólögmæt. Fáum við ekki að sjá þetta lögfræðiálit?
mbl.is Vonlaust dómsmál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þar sem þú ert varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hljóta að vera hæg heimatökin fyrir þig að fá þetta "ítarlega lögfræðiálit" sem Geir vitnar til.

Þú getur svo birt þína skoðun á álitinu hér á blogginu þínu. Ég bíð spenntur.

Sigurður Haukur Gíslason, 6.1.2009 kl. 16:04

2 identicon

Sögðu þessir popp-lögfræðingar þetta ekki í viðtali án þess að skoða gögnin? Það er auðvelt að horfa á yfirborðið og dæma það, en ég er hrædd um að það sé eitthvað gruggugt í gangi sem gerir það að verkum að ríkisstjórn Íslands hreinlega geti ekki kært. Eins og tildæmis endalausar klaufavillur, aðgerðarleysi, að hlusta ekki á rök, að gera lítið úr sérfræðingum sem vöruðu við þessu, hroki, áhugaleysi, osfvs.

linda (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:11

3 identicon

Það hvarflaði nú aldrei að mér að við hefðun neitt ,,case" í þessu máli.

 ,,Við" (þ.e. fulltrúar okkar ráðherra og seðlabankastjóri) lýstu yfir að ,,við" ætluðum ekki að standa við skuldbyndingar okkar, ætluðum ekki að greiða skuld okkar við breska sparifjáreigendur sem höfðu treyst ,,okkur" fyrir peningum sínum.

Þetta er algerlega ófært og ég reikna með að við hefðum ekki brugðist betur við en bretar ef t.d. rúmenar eða eistar hefðu tekið sparifé okkar og sólundað því og neita svo að borga til baka. Eða hvað?

Löggjöfin til að frysta eigur ísl. banka í UK er víst ekki hryðjuverkalöggjöf, a.m.k. ekki eingöngu heldur nær yfir ýmsa fleiri þætti. M.ö.o. er það ekki túlkun breskra stjórnvalda að þau hafi lýst okkur hryðjuverkamenn í venjulegum skilningi hugtaksins.

Því miður er staðan þessi að við verðum að greiða okkar skuldir. Og þetta eru okkar skuldir vegna þess að bankarnir hafa greinilega ekki verið einkavæddir að fullu, alla vega er ábyrgðin á okkur og það er skrítin einkavæðing.

Við munum ekkert mál vinna í þessu, því miður. Hvorki í UK né fyrir alþjóðadómstólum.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Heidi Strand

Þeir og Geir haardera og við biðum.

Heidi Strand, 6.1.2009 kl. 16:22

5 identicon

Hér má sjá þessi lög ... Því miður er ekkert í þessu máli okkur í hag lagalega. Auðvitað voru bretar kvikindislegir við okkur en ... við berum ábyrgðina.

http://www.opsi.gov.uk/si/si2008/uksi_20082668_en_1

http://www.opsi.gov.uk/Acts/acts2001/ukpga_20010024_en_1

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þeir sem borga hafa rétt á að vita hvað þeir eru að borga fyrir. Komið með þessa skýrslu!

Villi Asgeirsson, 6.1.2009 kl. 21:54

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nákvæmlega það sem ég hugsaði Dögg.

Hvar eru nú ræðurnar sem ómuðu fyrir jólin og hljóðuðu svona: "Allt upp á borðið"?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.1.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Lögfræðiálit er nú bara álit og oftast ekkert meira að marka, en álit venjulegs borgara. Þessi Bretsku lög hafa verið véfengd fyrir dómstólum, sem komust að því að beiting "frystingar" stendst ekki Stjórnarskrá Bretlands. Þar áttu í hlut Mújahedar, það er að segja raunverulegir hryðjuverkamenn, ekki sakleysingar eins og Íslendingar.

Hvernig Ríkisstjórnin kemst upp með að meðhöndla málið með þessum hætti er ofvaxið mínum skilningi. Ef þjóðin er sammála um eitthvað, þá er það krafan um þennan málarekstur. Vitfirring virðist hafa tekið öll völd í landinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband