Leita í fréttum mbl.is

Orðlaus

Lífið er gráglettið. Hver hefði trúað því að Rússar yrðu okkar "síðasta von"? Hvar eru okkar vestrænu bandamenn? Af hverju eigum við ekkert skjól hjá þeim?
mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Studdu þeir okkur ekki alltaf í þorskastríðunum, ekki man ég betur. Þá hefur alltaf verið betra að eiga við þá varðandi sameiginlega hagsmuni við Barentshaf en "vini" okkar Norðmenn. Eiginlega er maður alveg orðlaus yfir sauðshætti íslenskra yfirvalda við að standa á hagsmunum Íslands gagnvart "vinaþjóðinni" Norðmönnum í hafréttar- og auðlindamálum, þar sem hagsmuni nema hærri upphæð til langs tíma en sá vandi sem nú er við að glíma. Utanríkisráðuneytið virðist hafa meiri áhuga á verkefnum sem skipta Ísland ekki fjárhagslegu máli eins Afganistan, ýmis Mið-Afríkuríki  að ógleymdu öryggisráðinu.

Ég hef ekkert heyrt um að hinn annars starfssami utanríkisráherra hafi nýtt krafta sína til að tryggja samningsbundin réttindi Íslands gagnvart Norðmönnum.

Hver er þin afstaða sem stjórnmálamanns í þessu?

Sigurður Þórðarson, 7.10.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Framferði Kana við okkur hefur oft á tíðum veriðlíkt og sjómanns við portkonu.

 ÞEgar gamanið er búið, er farið án þess svo mikið að veifa í kveðjuskyni.

Miðbæjaríhaldið

Frekar verið nær Evrópuþjóðum, hvað varðar kúltúr.

Bjarni Kjartansson, 7.10.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eru bara tveir borgunarmenn eftir í partýinu og það eru Norðmenn og Rússar. Bæði Bandaríkjamenn og ESB eiga í nógum vandamálum með sitt eigið efnahgaslíf. Eigi að reyna að endurstarta fyrringunni eru það aðeins Norðmenn eða Rússar sem geta "gefið á línuna". Þeir munu hinsvegar taka talsvert fyrir það. Norðmenn munu væntalega taka Drekasvæðið í veð ásamt kröfum Íslendinga við norðurskaut, meðan Rússar gætu haft áhuga á Miðnesheiðinni og Hvalfirðinum.

Valkosturinn við þetta væri að reyna að standa á eigin fótum og er hluti af þeirri lausn væntanlega að standa ekki skil á skuldum þeim sem legvatnsgreiddu strákarnir komu okkur í. Það er ólíklegt að við myndum hafa mikinn aðgang að erlendum mörkuðum eftir að hafa svikið Breska sparifjáreigendur. Hér yrði þjóðarbúið þá að fara út í sjálfsþurftarbúskap að miklu leiti og spurning hvort fólk sé tilbúið í það. 

Héðinn Björnsson, 7.10.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Héðinn, ekki gleyma Svíum.

Mér þætti vænt um Dögg að þú segðir hvað þér finnst um utanríkismál hvort utanríkisstefnan eigi að  þjóna hagsmunum Íslands? 

Eins og þetta er núna virðist utanríkisþjónustan lifa sjálfstæðu lífi, kannski sósíallífi, utan annara sviða þjóðlífsins. Hefur skuldsett örríki efni á því?

Sigurður Þórðarson, 7.10.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband