Leita í fréttum mbl.is

Íslenskudeildin í Manitoba-háskóla

Í gćr, mánudag, var frídagur í annars ţéttri dagskrá okkur hér á Íslendingaslóđum. Viđ tókum okkur til, nokkur í hópnum, og ţáđum bođ dr. Birnu Bjarnadóttur yfirmanns íslenskudeildarinnar (Acting Head and Chair, Icelandic Studies) í Manitoba-háskóla um ađ heimsćkja deildina. Ţađ var fróđleg og skemmtileg heimsókn og dreifđi ađeins huganum, sem er er auđvitađ heima, viđ ţađ sem ţar er ađ gerast.

Viđ skođuđum m.a. Elisabeth Dafoe bókasafn skólans, en ţar er mikiđ safn íslenskra bóka, í ađgreindum húsakynnum sem voru endurgerđ í tengslum viđ hátíđahöldin áriđ 2000. Í safninu eru kringum 27 ţús. bindi og er ţađ raunar nćst stćrsta íslenska bókasafniđ í N-Ameríku og hiđ stćrsta í Kanada. Í húsakynnum íslenska safnsins er einnig ágćt listsýningaađstađa og ţar er nú sýning á teiknimyndum Vestur-Íslendingsins Charlie Thorson (Karl Gústav Stefánsson), en hann vann lengi hjá Disney kvikmyndaverinu og skóp margar ţekktar teiknimyndahetjur, m.a. Mjallhvíti og dvergana sjö og "Bugs-Bunny". Fyrirmynd Mjallhvítar mun hafa veriđ íslensk kona.

Íslenskudeildin í háskólanum, sem Birna veitir forstöđu, býđur nám í íslensku og íslenskum bókmenntum, bćđi í grunnámi og framhaldsnámi. Á annađ hundrađ nemendur stunda nám viđ deildina. Deildin var sett á laggirnar 1951 og mun vera eina íslenskudeildin viđ háskóla utan Íslands (sjá nánar hér).

Eftirmiđdeginum var svo einfaldlega variđ á hótelinu - í tölvunni - ađ fylgjast međ atburđum dagsins heima. 

Á morgun er heimsókn í áfrýjunardómstól hér - en ţar er einn dómaranna Vestur-Íslendingur. Meira um ţađ seinna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband