Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Meira um öldrunarmál
Við byrjuðum gærdaginn á Stykkishólmi, á sjúkrahúsinu. Þar eru níu skilgreind hjúkrunarrými fyrir aldraða, sum í fjölbýli, því miður. Dvalar- og hjúkrunarheimilið á Stykkishólmi er barn síns tíma eins og margar öldrunarstofnanir sem við höfum heimsótt á ferð okkar. Upphaflega var húsnæðið byggt sem heimavist við skóla en var síðar breytt í dvalarheimili. Eftir því sem íbúarnir á heimilinu hafa elst, hefur hjúkrunarrýmum fjölgað. Hjúkrunarrýmisaðstaðan er þó bágborin, en allir eru þó í einbýlum, en herbergin eru mjög lítil. Snyrtingar eru fáar, þannig að margir íbúar eru um hverja og eina. Þetta er ekki í samræmi við kröfur nútímans, þar sem ætlast er til að sérsnyrting fylgi hverju herbergi. Á heimilinu eru 20 einstaklingar, 10 í dvalarrýmum og 10 í hjúkrunarrýmum.
Árið 1986 voru teknar í notkun íbúðir fyrir aldraðra á Ólafsvík og húsnæðið kallað Jaðar. Nú, tuttugu árum síðar, eru á stofnuninni 15 einstaklingar, 10 á hjúkrunarrýmum og 5 á dvalarrýmum. Aðstaðan er þokkaleg og meira í takt við nútímakröfur. Íbúðum hefur verið breytt í tvö aðskilin rými og deila tveir snyrtingu. Búið er að teikna viðbyggingu fyrir hjúkrunardeild með 12 hjúkrunarrýmum.
Á Grundarfirði er Fellaskjól, íbúðir fyrir aldraðra, teknar í notkun 1988. Stofnunin hefur leyfi fyrir 10 hjúkrunarrými og 7 dvalarrými en vegna plássleysis eru þar í notkun 8 hjúkrunarrými og 4 dvalarrými. Aðstaðan er allgóð. Allir í einbýli, með sérsnyrtingu, en hjón eru þó saman í í rými. Rými vantar þó fyrir ýmsa stoðþjónustu og er áhugi á að byggja við stofnunina, til að bæta við rými fyrir slíka þjónustu. Sveitarfélagið hefur einnig byggt samtals 15 íbúðir fyrir aldraða í námunda við Fellaskjól.
Alls staðar var sérlega vel tekið á móti okkur og ánægjulegt að sjá hve mikill metnaður er lagður í þjónustu við eldri borgara.
Ferðin var fróðleg og gagnleg - en vekur margar ágengar spurningar, m.a. um áherslur í öldrunarþjónustu. Fyrir aldarfjórðungi eða svo var ég deildarstjóri öldrunarmála í heilbrigðisráðuneytinu og fór sem slík með sömu nefnd í skoðunarferð um Vesturland. Það kom mér mest á óvart hvað lítið hefur í raun breyst á þessum aldarfjórðungi, annað en að búið er að fjölga hjúkrunarrýmum til samræmis við að öldruðum fjölgar á svæðinu. Enn virðist megináherslan í málum aldraðra vera á stofnanir og stofnanavistun. Ég hefði kosið að sjá meiri áherslu á að bæta og efla heimilishjálp og heimahjúkrun. Öflug þjónusta af slíku tagi gerir einstaklingum kleift að vera á eigin heimili sem lengst. Með því er tíminn sem aldraður einstaklingur þarf hugsanlega að dvelja á öldrunarstofnun styttur umtalsvert. Enda bendir flest til þess að óskir aldraðra eru þær að búa heima hjá sér sem lengst, með stuðningi, eftir því sem þarf. Það er umhugsunarefni að meðaldvalartími aldraðra í Danmörku á hjúkrunarstofnun er 2 ár, í Reykjavík er hann 3 ár og úti á landi er hann 3,7 ár. Þessar tölur segja mér að aldraðir séu að fara of snemma inn í hjúkrunarrými.
Ríkið greiðir tæplega 6 m.kr. á ári fyrir dvöl aldraðs einstaklings í hjúkrunarrými af því tagi sem við skoðuðum. Ég held að þeim fjármunum megi verja með mun hagkvæmari hætti í heimaþjónustu og bregðast þannig við skýrum óskum aldraðra um áherslur á þessu sviði.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.