Laugardagur, 26. apríl 2008
Meira um börn og foreldra
Það er langt síðan að mér lærðist að heimurinn er hvorki hvítur né svartur. Hann er mismunandi afbrigði af gráum lit. Alhæfingar eru því hættulegar. Samt ælta ég að hætta mér í þá færslu sem hér fer á eftir til að freista þess að fjalla almennt um börn og foreldra og af hverju foreldrar deila um börn.
Eftir að ég byrjaði í lögmennsku og fór m.a. að sinna málefnum foreldra og barna lærðist mér að það eru a.m.k. þrjár hliðar á hverju máli: hlið móðurinnar, hlið föðurins og sannleikurinn. Og það er allur gangur á því hvort sannleikurinn er nær hlið föðurins eða móðurinnar. Oftast er hann þó einhvers staðar mitt á milli.
Tilvikin og kringumstæðurnar eru nánast eins mörg og foreldrarnir eru margir. Það eru til feður sem aldrei hafa viljað vita af börnum sínum. Oftast eiga þessi börn mæður sem þá sinna þeim með prýði, þótt föðurinn vanti. Það eru til mæður sem aldrei hafa viljað vita af börnunum sínum. Oftast eiga þessi börn feður sem þá sinna þeim með prýði, þótt móðurina vanti.
Það eru til feður sem eiga enga ósk heitari en að sinna börnum sínum meira. En einhverra hluta vegna vilja mæðurnar sem börnin búa hjá ekki leyfa þeim það. Þessi tilvik eru hræðileg og börnin verða alltaf fórnarlömbin. Það eru til mæður sem eiga enga ósk heitari en að sinna börnum sínum meira. En einhverra hluta vegna vilja feðurnir sem börnin búa hjá ekki leyfa þeim það. Þessi tilvik eru hræðileg og börnin verða alltaf fórnarlömbin.
Mín reynsla er sú að bæði karlar og konur beita börnunum, beittasta vopininu, ef til deilu kemur milli foreldranna. Tilvikin þar sem mæðurnar beita börnunum eru þó fleiri, einfaldlega af því að það er algengara, enn sem komið er, að börn búi hjá mæðrum, ef foreldrar búa ekki saman.
Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju það koma upp deilur milli foreldra um börn. Ekki síst þegar um er að ræða tvo nokkurn veginn jafnhæfa einstaklinga, sem báðir bera fyrir sig að þeir hafi velferð barnanna sinna að leiðarljósi.
Ég hef í raun engin svör fundið en mér sýnist þó að oft þegar foreldrar deila um börn sín þá er það af því að foreldrarnir sjálfir hafa ekki náð að vinna úr þeim ágreiningi sem varð til þess að þau hættu að vera saman. Í staðinn fyrir að leysa þann ágreining er hann færður yfir á annað svið, ágreining um börnin.
En oftast sýnist mér að ágreiningurinn verði af því að foreldrarnir hafa einfaldlega mismunandi skoðanir á því hvað barninu er fyrir bestu.
- Móðir vill flytja með barnið sem býr hjá henni frá Reykjavík til Akureyrar vegna nýs sambands, nýrrar vinnu, skólagöngu. Faðirinn sem býr í Reykjavík vill að barnið haldi áfram í skóla í Reykjavík, telur það minnsta röskun fyrir barnið og er tilbúið til að barnið búi framvegis hjá sér. Það getur móðirin ekki hugsað sér og finnst það hræðilega ósanngjarnt af föðurnum að ætla að ná sínu fram með því að fara í forsjármál til að slíta sameiginlegu forsjánni og fá einn forsjána.
- Faðir sem er með barnið sitt aðra hvora viku, á móti móðurinni, er nýbúinn að kynnast nýrri konu og eftir örstutt kynni stendur til að nýja konan flytji inn til hans, með börnin sín þrjú. Móðir barnsins hans vill að barnið fái lengri tíma til að kynnast nýju konunni og börnunum hennar þremur og leggur til að samvistir færist niður í aðra hvora helgi frá föstudegi til sunnudags. Þetta getur faðirinn ekki hugsað sér og finnst það hræðilega ósanngjarnt af móðurinni að ætla að ná sínu fram með því að fara í forsjármál, slíta sameiginlegu forsjánni og fá ein forsjána.
Það er ekkert sjálfgefið að foreldri sem vill flytja til Akureyrar rífi barnið sitt með sér þangað. Kannski er skynsamlegra að foreldrið fari eitt til að byrja með, t.d. til að sjá hvort því sjálfu líki fyrir norðan. Það er heldur ekki sjálfgefið að foreldri sem er með barnið sitt aðra hvora viku kynni það skyndilega fyrir nýjum félaga og áður en við er snúið er sá nýi félagi fluttur inn með sín börn. Kannski er skynsamlegra að minnka umgengnina meðan sambandið er að þróast - eða jafnvel að leyfa sambandinu að þróast áður en farið er að rjúka í að búa saman.
Það er fullkomlega eðlilegt að foreldri hafi aðra skoðun á áformum hins foreldrisins og telji að barnið hafi gleymst í ákvarðanatökunni. Og þetta eru dæmi um tilvik sem gera það að verkum að venjulegir foreldrar byrja að deila um börnin sín.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 392214
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér. Sorglegt hvað börnin verða oft fórnarlömb deilna foreldra sinna. Og svo eru málin stundum þannig að það er betra fyrir barnið að aðeins annað foreldrið sé með forsjá og hitt jafnvel aðeins með takmarkaða umgengni, jafnvel þó að barnið yrði þá fórnarlamb þess að missa af tengslum við annað foreldrið. Þannig er það til dæmis þegar annað foreldrið er ofbeldisfullt gagnvart fjölskyldu sinni og er þannig tvímælalaust að meiða barnið, líkamlega eða andlega. Þessi mál eru sjaldan einföld.
Thelma Ásdísardóttir, 26.4.2008 kl. 21:42
Takk fyrir góðan og jafnvægisstilltan pistil. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hversu mikilvægt er að koma þessum málum í gæfuríkan farveg með breyttri löggjöf. Miklar þakkir og minn stuðning áttu allan Dögg. Hreint ekki smáar hamfarir og leiðindi hef ég séð í sálarkyrnum fólks sem berst fyrir börnunum sínum eftir skilnað. Sérstaklega feðra. En það er nú svo algengt að manni bregður ekki lengur. Þó er enn sárara að sjá móður “missa” börn sín því hún missir eiginlega líf sitt. Menn verða bara að átta sig á því að við skilnað hverfur ekki foreldraábyrgðin og það er ekki sómasamlegt að hrinda fyrrum maka út úr samfél við börnin.
Ég held að kenna þurfi fólki, aðallega unglingum auðvitað, betur á samskipti kynjanna, um ást og virðingu milli karls og konu. Og samfélagið þarf að taka sér tak í að heiðra fjölskylduna og hjónabandið. Því þar er bresturinn í okkar ágæta samfélagi sem að mörgu leiti skilur ekki fyrirbærið lengur.
Guðmundur Pálsson, 26.4.2008 kl. 22:40
Ættir ekki að voga þér að koma nálægt barnamálum. Margir sem eru þér reiðir vegna fyrri reynslu. Með þessari reglugerð ert þú að gefa mörgum karlmönnum sem stunda meiðingar veiðileyfi á sínar fyrrverandi. Þar með eru þær fastar í gildru uns barnið nær 18 ára aldri. Er það hagur barna að horfa upp á feður sína leggja hendur á mæður þeirra, vegna þess að lagabókstafurinn er þeim í vil? Það er ekki að ástæðulausu að konur fara fram á nálgunarbann á þessa menn! Burt með þetta frumvarp. Kveðja Hanna.
Jón V Viðarsson, 27.4.2008 kl. 00:28
Sæl Dögg,
Um leið og ég tek undir flest sem kemur fram í greininni þinni hér að ofan hef ég margar og alvarlegar athugasemdir við frumvarpið þitt. Eins og svo oft leitar maður í eigin reynsluheim til viðmiðunnar og því færðu hér smá útdrátt af minni reynslu.
Ég hef gegnið í gegnum fleiri en eina forræðisdeilu og í einni þeirra gekk deilan og öll samskipti við föðurinn út á það að hann vildi gera mér eins erfitt fyrir og hann mörulega gat hvort sem það kom niður á barninu eða ekki. Þegar ég las frumvarpið þitt fékk ég algert tak fyrir hjartað því ef hann hefði haft allan þann rétt sem þar er gert ráð fyrir hefði áreitið getað orðið munalvarlegra og haft enn meiri varanleg áhrif á mig og barnið sjálf (ég er með fullt forræði yfir barninu í dag og samskiptin við föðurinn eru mjög góð).
Þau atriði sem ég á erfiðast með að kingja eru tvö:
1. í fyrsta lagi, að það foreldri sem barnið hefur ekki heimilisfestu hjá geti stjórnað óheft hvort og hvert foreldri með heimilisfestu flytur lögheimili. Þetta takmarkar möguleika til náms, atvinnu og lífsgæða þess foreldris sem barnið hefur heimilisfestu hjá.
Foreldri gæti lent í að hafa ekki atvinnu eða gætu ekki stundað nám þar sem það væri með lögheimili en fengi ekki "samþykki" fyrir að flytja og væri þannig þvingað á "kerfið". Hverjir eru hagsmunir barnsins hér? (Að sjálfsögðu yrði þetta MUN efiðara fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni þannig að þarna er ákveðin innbyggð mismunun.)
2. í öðru lagi hef ég áhyggjur af þessari áráttu að vilja helst að börn séu 7 af hverjum 14 dögum hjá hvoru foreldri.
Um leið og foreldrin búa þarna við fullkomið jafnrétti, sem er gott, þá hef ég persónulega einungis séð þetta takast einu sinn og þá þegar foreldrar bjuggu mjög nálægt hvort öðru en meira að segja það að búa í návígi gerir þetta ekki endilega að góðri lausn fyrir börnin.
Í Svíþjóð eru börn í sumum tilfellum farin að sækja 2 skóla, eiga heima í 2 hverfum o.s.frv. þetta fyrirkomlag getur hreinlega hamlað félagsþroska og einangrað börn.
Það er mín skoðun að alveg eins og í uppeldi þarf að vera á hreinu hver ramminn er svo að fólk komi fram eins og það sé fullorðið, (skilnaðir og forræðisdeilur draga því miður oft fram það versta í fólki), það verður ekki gert með því að gera foreldra háða hvort öðru.
Með von um að gerðar verði breytingar á þessu frumvarpi sem hamla misnotkun og taki meira tillit til þarfa barnsins.
kv,
Björk
Björk (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 10:25
Góður pistill Dögg.
Aðalatriðið hlýtur alltaf að vera að foreldrar hugi að hagsmunum barna sinna í slíkum ákvörðunum og sýni um leið hinu foreldrinu og sjónarmiðum þess skilning. Það sem mér hefur stundum þótt vanta í þessa umræðu er að foreldrar hafa líka (flestir), þörf til að vera hluti af lífi barnanna sinna. Hvað feður varðar þá hefur þessi réttur ekki verið jafn samþykktur og þegar við tölum um mæður. Samfélagið fordæmir jafnvel mæður sem eiga börn sem búa meira hjá feðrum sínum. Sjálfur hef ég reynslu af slíku. Dóttir mín bjó hjá um tíma eftir að við mamma hennar skildum og fyrir því voru eðlilegar og heilbrigðar ástæður. Við komumst einfaldlega að samkomulagi um að það væri henni fyrir bestu og það hentaði okkur öllum að fyrirkomulagið væri með þeim hætti á þeim tíma. Ég fékk ofsalegt hrós frá fólki fyrir að vera þessi duglegi einstæði pabbi en um leið fékk ég spurningar á borð við; "hvað er að mömmu hennar?". Fólki datt hreinlega ekki í hug að fyrir veru dóttur minnar hjá væru eðlilegar ástæður sem snérust á engan hátt um hæfi okkar foreldranna. Ég er líka viss um að hún hefur fengið svipað viðmót útí samfélaginu á þessum tíma, þ.e. gagnrýni fyrir að "sinna ekki" móðurhlutverkinu. Ég tek það fram að hún er fyrirmyndar móðir og sinnir því hlutverki sínu af mikilli alúð.
Ég nefni þetta sem eitt dæmi í viðbót um hvað þessi mál geta verið margbreytileg og langt því frá þannig að foreldrar sem skilja flokkist á þeirri stundu í hæfa eða óhæfa foreldrið. Slíkur hugsunagangur er fyrst og fremst afleiðing fordóma í samfélaginu, sem beinast ekki síst að hlutverki mæðra.
Um leið og maður viðurkennir þörf sína til að vera með börnunum sínum og vera foreldri í raun, þá viðurkennir maður um leið rétt hins foreldrisins til að hafa sömu þarfir og tilfinningar. Ef það er gert þá verða svona mál mun einfaldari viðureignar og ólíklegra að til átaka komi. Það verður hins vegar að mega tala um þessi mál á þessum nótum og allt tal um að karlar séu í eðli sínu vondir og vilji bara meiða mæður barna sinna er ekki sæmandi í þannig umræðu. Það virðist þó vera stór hópur sem finnur hjá sér mjög ríka þörf til að tjá sig á þeim nótum, sbr. Jón Viðar, hér að ofan (sem þó er einn þessara nafnlausu bloggara sem virðast ekki treysta sér til að láta ábyrgð fylgja orðum sínum)
Gunnar Axel Axelsson, 27.4.2008 kl. 10:47
Sæl aftur bæði Dögg og Gunnar Axel,
Við erum greinilega öll sammála um mikilvægi þess að tryggja rétt barna og foreldra til eðlilegra samvista og samskipta.
Mér langar samt sem áður benda á að þegar verið er að setja upp svona lög er fyrst og fremst verið að hugsa til þeirra mála sem enda fyrir dómstólum. Þ.e.a.s. mál þar sem foreldrar geta ekki komið sér saman og oft á tíðum er annað eða bæði foreldri ALLS EKKI með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi.
Tilgangur laganna hlýtur því m.a. að vera að vernda barnið fyrir foreldrunum sem eru þá of upptekin í eigin baráttu til að taka tillit til þarfa barnsins.
Ég get ekki séð hagsmunum barnsins betur borgið í þessu frumvarpi en því gamla, einungis að þar er verið að opna leiðir fyrir óprúttna einstaklinga til að "hefna sín" á f.v. maka.
kv,
Björk
Björk (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:10
En hvað segir þú þá með núverandi löggjöf Björk, telur þú hana ekki opna fyrir það að fyrrverandi makar, þ.e. þeir sem hafa lögheimil barnanna hjá sér, geti einmitt beitt hinn aðilan og þar með barnið misrétti?
Ef þú værir í þeirri stöðu að faðir barnanna þinna, sem deildi forsjá barnanna með þér, myndi taka uppá því að flytja í annan landshluta með börnin þín, án þess að ræða það við þig eða gefa sjónarmiðum þínum minnsta gaum, finndist þér það bara eitthvað sem hann ætti að hafa rétt á að gera?
Kæra Björk. Ég skil vel hvað þú ert að fara með gagnrýni þinni á þetta frumvarp og eflaust munu einhverjir nýta sér smugu í þessari löggjöf til að gera eitthvað sem er siðlaust og ljótt, en meginmarkmið laga sem þessara getur ekki verið að koma í veg fyrir slíkt, heldur á megininntak þeirra að snúast um rétt íslenskra barna.
Mér heyrist líka að gagnrýnin snúi einkum að tveimur meginbreytingum, þ.e. annars vegar að breytingum sem lúta að rétti "hins" forsjáraðilans til að hafa eitthvað um það að segja hvort lögheimili er flutt á milli landshluta og hins vegar varðandi heimild dómara ti lað dæma sameiginlega forsjá. Í hvorugu tilfellinu er gert ráð fyrir að þessar heimildir séu til þess að gefa einhverjum heimild til að ráðskast með líf annarra og hefta samband foreldra og barna, heldur þvert á móti til að koma í veg fyrir að slíkt gerist.
Hvað tvö lögheimil varðar þá er það mjög brýnt mál. Við sem eigum börn og förum sameiginlega með forsjá þeirra þurfum að búa við fáránlegt kerfi sem gerir í raun ekki ráð fyrir því að barnið eigi tvö heimili og það sem slíku fylgir. Við gerum bara ráð fyrir að annað foreldrið þurfi að halda heimili en hlutverk hins foreldrisins sé fyrst og síðast að greiða lögbundnar meðlagsgreiðslur. Þannig virka lögin og kerfið en samfélagið gerir allt aðrar og eðlilegri kröfur til beggja foreldra. Kerfið og samfélagið ganga þar í sitthvora áttina og það vita allir sem til þekkja að afleiðingar þess koma niður á börnunum fyrst of fremst.
Við búum sem betur fer ekki við réttarfar þar sem lagabókstafurinn er hið eina gilda viðmið, heldur horfum við til þeirra markmiða sem löggjöfinni er ætlað að ná. Þau markmið koma skýrt fram í greinargerð með umræddu frumvarpi. Það er á grundvelli þess fyrst og fremst sem lögin eru túlkuð og framkvæmd.
Gunnar Axel Axelsson, 27.4.2008 kl. 13:02
Er ekki bara verið að koma meðlagsgreiðslum frá Ríkinu með þessu. Sveitafélöginn eru orðin það skuldsett að nú á að fara að læðast bakdirameginn með svona frumvarp og nota börnin sem skálkaskjól. Hvað með barnabæturnar á að skipta þeim í tvennt. Nú kanski verða engar barnabætur þegar upp er staðið.
Jón V Viðarsson, 27.4.2008 kl. 13:11
Góður pistill hjá þér. Mér finnst einnig flott hjá þér að opna umræðu um þessi mál því þessi mál eru alltof lítið rædd enda mjög persónuleg. Það er einmitt um þessi mál þar sem að skoðanir okkar myndast af því við hvora hliðina við situm.
Halla Rut , 27.4.2008 kl. 17:20
Sæl Dögg. Við hjá félagi ábyrgra foreldra á Akureyri höfum oft velt fyrir okkur umgengnistálmunum og afleiðingum þeirra. Nú höfum við mörg dæmi hjá okkur um umgengnistálmanir. Við fórum svo að velta fyrir okkur ástæðunni.
1. Í nánast öllum tilfellum þar sem móðir/faðir hefur tálmað umgengni á okkar félagsmönnum hefur það foreldri sem tálmar lent fyrir einhverskonar ofbeldi í æsku. Það er mjög hugsanlegt að foreldri sem tálmar skynji sem svo að það sé að "vernda barnið" fyrir því að lenda í svipaðri reynslu.
2. Annað atriði sem við höfum skoðað eru feður sem ekki umgangast börn sín og sýna barninu enga viðleytni. Það eru í flestöllum tilfellum menn sem aðeins hafa alist upp hjá móður og hafa sjálfir haft lítið af föður sínum vitað. Því er það þeim eðlilegt að barn þeirra alist upp eingöngu hjá móður. (þó eru til menn sem einfaldlega hafa engann áhuga á börnum yfirleitt)
Þetta veldur nokkurskonar keðjuverkunaráhrifum. Það sem ég tala hér um að ofan sýnir að foreldrar sem hafa lent í erfiðri lífsreynslu í æsku þurfa mikla fræðslu um þessi mál svo þessi keðjuverkunaráhrif bitni ekki á börnum framtíðarinnar. Börnin okkar eru jú framtíðin.
Gaman væri ef yfirvöld færu í umfangsmiklar rannsóknir á þessu máli og myndu jafnframt fara að kynna sér P.A.S syndrome en það er líklega enn einn vinkillinn sem veldur umgengnis og forsjárdeilum.
Kveðja
Jóhann Kristjánsson
Formaður félags ábyrgra foreldra á Akureyri
Jóhann Kristjánsson, 27.4.2008 kl. 19:30
Svo ég svari Jóni Viðari aðeins hér að ofan þá er ég algerlega á Móti barnabótum. Það kerfi er misnotað ansi mikið nú þegar. Betra væri að Börn fengju frítt til tannlæknis og verulega ódýrt leikskólapláss og svo framvegis. Hinsvegar finnst mér að foreldrar í fjárhagsörðugleikum gætu sérstaklega sótt um slíkar bætur.
Jóhann Kristjánsson, 27.4.2008 kl. 19:37
Í Danmörk er frír tannlæknakostnaður til 18 ára aldurs að meðtöldum tannréttingum. Þar eru einnig greiddar út barnabætur sem eru mun hærri en hér. Það er bara skammarlegt hjá þér Jóhann Kistjánsson að tala um að afnema barnabætur. Hér borgar Tryggingastofnun 100.000 kr upp í tannréttingar en ekki hina miljónina sem vantar uppá. Við skulum bara halda okkur á jörðinni.
Jón V Viðarsson, 27.4.2008 kl. 23:47
Ég talaði aldrei um að afnema barnabætur með öllu. Svo var ég ekki heldur einungis að tala um tannlæknakostnað. Ég nefndi t,d leikskólaplássin. Getum einnig bætt þarna inn tómstundum ýmisskonar t,d íþróttaiðkun.
En svo má kannski nefna eitt. Þegar kemur að meðlagsgreiðslum þá er ekkert tillit tekið til skulda meðlagsgreiðenda.
Tökum sem dæmi umgengnisforeldri sem er á lágum launum og á svo kannski um 30.000 kr eftirstandandi fyrir utan meðlagsskuld svo þegar búið er að borga meðlagið er eftir kr 10.240 .
Segjum sem svo að lögheimilisforeldrið búi á Egilsstöðum og umgengnisforeldrið í reykjavík. þá er ljóst að umgengnisforeldrið hefur ekki nóg á milli handanna til að sækja barnið og skila því þó svo umgengnisréttur sé alltaf til staðar.
Svo er það stóri punkturinn í málinu , segjum sem svo að lögheimilisforeldrið sé hærra launað en umgengnisforeldrið .Og þrátt fyrir að umgengnisforeldrið eigi enga peninga eftir til að geta framfylgt umgengnisrétti barnsins þá fær lögheimilisforeldrið barnabætur ofan á meðlagið og ef lögheimilisforeldrið er ekki í sambúð fær það hærri barnabætur en ella og að auki niðurgreitt leikskólapláss. Það má einnig geta þess að það er alþekkt að á íslandi eru mjög oft fráskildir lögheimilisforeldrar í sambúð sem ekki skrá sambúðina til þess eins að svíkja út hærri fjárhæð úr barnabótakerfinu.
Er ekki eitthvað rotið við þetta Viðar?
Jóhann Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 01:11
Mig langar að skoða þessi mál frá nokkrum sjónarhornum. Ég hélt að til væri í lögum ákvæði um að ef tekjur meðlagsgreiðanda færu ofar ákveðnum tekjuviðmiðunum væri skylda lögð á hann að bæta við meðlagsfjárhæðina með barninu. Er ekki eitthvað minnst á þetta í hjúskaparlögum?
En hver segir að framlag til barns, umframgreiðslan, þurfi endilega að vera peningar til þess foreldris sem barnið býr hjá? Það eru margar leiðir til að koma slíku verðgildi til skila og ekki má gleyma því að meðlagsgreiðandi vill styrkja tengsl sín við barnið og koma á móts við væntingar þess til sín og hvað er þá til betra en góðar gjafir innan skynsamlegra marka?
Að vera ábyrgur foreldri er líka að sinna sínum ungengisrétti við barnið/börnin eftir skilnað. Sem dæmi er sjálfsagt að meðlagsgreiðandi hafi barnið hjá sér aðra hverja helgi, verði með því þrjár vikur í sumarfríi, hjá því hluta úr jólum og í páskafríinu og allt fer þetta eftir ef foreldrar sýna þá ábyrgð að tryggja velferð barnsins.
Þegar barnið býr hins vegar erlendis eða mjög langt frá heimili meðlagsgreiðanda getur reynst þrautinni þyngra að uppfylla þessi skilyrði þó viljinn sé til staðar. Um slíkar aðstæður, þegar foreldri og barni er ókleift að hittast, eru til ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að, að stjórnvöld komi þar inn í aðstæður.
Hvað um þann kostnað sem sá er heldur barninu heimili á þá eftir að greiða fyrir húsnæði, mat, fatnað og tómstundir barnsins
Í fyrsta lagi: Eru það ekki forréttindi að fá að hafa barnið hjá sér eftir skilnað og vera sá aðilinn sem fær óskerta nærveru við að ala það upp?
Í öðru lagi: Þarf sá sem heldur barninu heimili ekkert á húsaskjóli að halda nema þá aðeins að barnið sé til staðar?
Auðvitað er það eðlilegt að báðir aðilar leggi sama af mörkum til velfarnaðar barnsins, án þess að sérstaklega sé litið til húsnæðis eða tómstunda því báðir foreldrar, eftir skilnað, verða að uppfylla þessi skilyrði og því ekki hægt að setja þennan þátt öðru hvoru foreldri til kostnaðar og hinu þá til tekna.
Ég tel að láglaunastefnan sem rekin er í landinu og áhrif jaðarskatta eigi stóran þátt í þeim vanskilum sem meðlagsgreiðendur standa frammi fyrir í dag.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:23
Algjörlega sammála þér Baldvin Nielsen. Það má nefna að Danska ríkið greiðir 30% til baka til meðlagsgreiðanda og er því bætt á skattkortið svo persónuafsláttur er hærri ef ég man rétt. Fólk er allstaðar að reyna að svindla á kerfinu svo það er nú ekki hægt að miða neitt við það. Ef ég man rétt þá átti nú að vera starfandi nefnd sem átti að finna út leyðir til að gera hjónabandið arðbærara. Ég veit nú ekki hvort sú nefnd er enn að störfum. En á meðan ekki er til betri lausn á þessu vandamáli heldur en nú er, þá ætti alls ekki að leggja fram þetta frumvarp í þessari mynd.
Jón V Viðarsson, 28.4.2008 kl. 02:49
Sæll Baldvin. Varðandi fyrstu spurninguna er svarið nei. Það er ekki lögð sérstök skylda á meðlagsgreiðandann í þeim skilningi. Hinsvegar getur lögheimilisforeldrið farið fram á hjá sýslumaður úrskurði um aukið meðlag uppfylli foreldrið ákveðin launatengd skilyrði sjá töflu hér--> http://fafak.org/index.php?option=com_content&task=view&id=19&Itemid=27
Varðandi spurningu númer 2 þá er það í nánast öllum tilfellum að lögheimilisforeldri sem fer sýslumanna leiðina og krefur hitt foreldrið um meðlagsgreiðslur. Það hefur einmitt verið vandamál að fólk hefur gert þetta í gegnum einskonar "gjafir" fyrst. En svo þegar og ef til deilna kemur hefur lögheimilisforeldri jafnan farið framá meðlag aftur í tímann. Ég tel það einnig stórann þátt í skuldum meðlagsgreiðenda. Þess vegna er mikilvægt að fólk gangi frá þessum málum strax við sambúðarslit.
Jón Viðar. Frumvarp er sett fram á þingi til umræðu einmitt til þess að fínpússa það svo það henti inn í kerfið. þó svo frumvarpið sé svona núna er það ekkert endilega endanleg mynd á þeim lögum sem hugsanlega verður breytt. Enda eru umsagnaraðilar þeir sem koma með ábendingar og athugasemdir til að auðvelda þá vinnu.
Jóhann Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 09:51
Bara enn og aftur þá er þetta frumvarp eins og ég sé það eingöngu ættlað þess að draga úr kostnaði ríkis og sveitarfélaga. Dögg Pálsdóttir fær örugglega rós í hnappagatið fyrir þetta frumvarp frá sínum flokki. Vona bara að ríkissjórnin verði búin að segja af sér áður en þetta verður tekið til skoðunnar.
Jón V Viðarsson, 28.4.2008 kl. 20:50
Þakka góða umræðu um þessa bloggfærslu mína. Ekki veit ég hvernig hægt er að fá það út að með frumvarpinu eigi að draga úr kostnaði ríkis og sveitarfélaga. Það kemur hvergi fram í frumvarpinu að það sé tilgangur þess. Ég ítreka aftur að ég frábið mér fullyrðingar um það að með frumvarpinu sé verið að auðvelda ofbeldisfullum foreldrum að ná höggstað á hinu foreldrinu. Það er einfaldlega rangt. Bkv. Dögg
Dögg Pálsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:47
Sæl öll sömul
Það er hægt frábyðja sér að ekki sé ætlan með frumvarpi að verið sé að auðvelda kúgurum og ofbeldissinnuðu foreldri að koma í veg fyrir að hitt foreldrið ætti sér nokkurt líf. Að koma höggstað á er pent orð en það er ekki það sem fólk hefur verið að ræða um. Ofbeldi er mun alvarlegri hlutur en að koma höggstað á. Raunveruleikinn er sá að þessir foreldrar sem svona illa eru gerðir hafa nýtt sé allar smugur til misnotkunar í núverandi lögum og munu gera það áfram. Skýr lög vantar um úrræði og rétt barna til vaxtar og þroska ef annað foreldrið notar skilnaðferli og umgengisrétt til að ráðast að hinu foreldrinu og börnum sínum. Það eru margir foreldrar sem gera það hér óáreyttir í áraraðir. Alla möguleika hafa Sýslumannsembætti og barnaverndarnefndir haft til að taka á þessum foreldrum en gera það ekki .Heldur eru lögin túlkuð eftir hentuleika hverju sinni og rætt um rétt barnsins. Rétt barnsins til hvers? Réttur barnsins þarf að vera skýr í þessum tilvikum og hann vantar að segja í lög. Það á ekkert að vera til sem heitir réttur foreldra til að brjóta niður börn sín en hann er til nú þegar og orðinn mjög sterkur. Réttur barns til að alast upp við eðlileg og þroskandi vaxtaskilirði ætti að vera rétthærri og betur borgið en réttur viðsjálverðs foreldris til umgengnis.Umgengi sem engum tilgangi þjónar öðrum en að brjóta niður barnið og foreldri þess. Á þessu þarf að taka en að kalla þetta " höggstað foreldris" segir mér það um afstöðu Daggar Pálsdóttur að henni þyki léttvægt mál að eitt foreldri stundi einhliða aðfarir að hinu og börnum þeirra. Það er nefnilega þannig ástatt í sumum málum.
Annars hvet ég alla foreldra sem til þess eru færir til að virða líf hvors annars og barnanna eftir skilnað því á þann hátt farnast öllum best.
Guðrún Anna Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:45
Eitt þeitti mér gaman að vita og það er af hveju við þurfum alltaf að færa okkur nær hinum norðurlöndunum. Hvers vegna erum við alltaf svona langt á eftir með góðar hugmyndir. Er það vegna þess að við erum alveg hugmynda snauð, eða er fólk ekki að vinna vinnuna sína. Hvers vegna taka hin norðurlöndin ekki mið af okkar lögum. Bara þetta lýsir því best kvað stjórnkerfi okkar er úrelt og gallað en samt höldum við alltaf að við séum að gera allt rétt, bara lýsandi dæmi. Best væri að ríkisstjórnin segði af sér og sett yrði á neiðarstjórn sem væri samsett af háskólanemendum sem væru að læra stjórnmálafræði. Hin norðurlöndin kæmu svo með ábendingar til þeirra þar til þjóðarskútan væri kominn á réttan kjöl. Fyrst og fremst er að koma öllum málum sem viðkemur börnum og foreldrum í samt lag hérna. Við skulum taka Danmörk til fyrirmyndar, þeir vinna stuttan vinnudag og geta þess vegna verið meira með börnum sínum. Það verður að taka það með í reykninginn hvað Íslendingar hafa orðið lítinn tíma yfir höfuð til þess að sinna börnum sínum. Ofvirkni færist í aukana, allir vita kvað Rítalín er, tannskemdir, veggjakrot skilnaðir, drikkja og svona má lengi telja. En hver er orsökin, Jú þið sem hafið innleitt þessa óreyðu.
Jón V Viðarsson, 1.5.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.