Leita í fréttum mbl.is

Gyllt rós

Það var góð stund í hádeginu í Alþingishúsinu þegar við nokkrar Zontakonur frá Reykjavík og Hafnarfirði festum í alþingismenn gyllta rósarnælu. Þessa nælu ætlum við að selja um helgina í helstu verslunarkjörnum á Reykjavíkursvæðinu. Zontaklúbbar á Selfossi, Akureyri og Ísafirði selja í sinni heimabyggð. Allur ágóði af sölu rósarnælunnar rennur til starfsemi Stígamóta í þjónustuverkefnið "Stígamót á staðinn" og til systursamtaka Stígamóta úti á landi.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Zonta alheimsamtök kvenna í ýmsum störfum sem hafa það að leiðarljósi að bæta lagalega og stjórnmálalega stöðu kenna og auka réttindi kvenna til menntunar og betra heilbrigðis hvar sem er í heiminum (sjá hér). Zontasamtökin styðja hjálparstarf í þágu kvenna og barna bæði í heimabyggð og á alþjóðlegum vettvangi. Flest alþjóðleg verkefni Zonta eru unnin í samvinnu við UNIFEM eða UNICEF. Á Íslandi eru Zontaklúbbarnir sjö talsins, tveir í Reykjavík, einn í Hafnarfirði, einn á Selfossi, tveir á Akureyri og einn á Ísafirði.

Ég vona að sem flestir sem hitta okkur Zontakonur um helgina kaupi af okkur næluna sem er hin fallegasta og styrki um leið þarft málefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessi næla er bráðfalleg, ég ætla að reyna að "rekast" á Zontakonu til að kaupa mér eina.

Takk fyrir ábendinguna

Ragnheiður , 6.3.2008 kl. 12:47

2 identicon

Hvar hittir maður Zontakonur?

Sonja (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Dísa Dóra

Ég ætla mér sko að leita uppi Zontakonu og versla af henni amk eina nælu.

Dísa Dóra, 6.3.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband