Föstudagur, 5. október 2007
Spilin á borðið
Umfjöllun um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy í nýtt fyrirtæki, Reykjavík Energy Invest vekur óþægilega tilfinningu um að ekki sé allt á borðinu. Af hverju fengu tveir nafngreindir einstaklingar að kaupa í upphaflega Reykjavík Energy Invest og annar tryggði sér stjórnarformennsku í kjölfarið? Og keypti hann upphaflega á genginu 1 eða á hvaða gengi fékk hann að kaupa? Þetta gerðist í byrjun síðasta mánaðar (sjá hér).
Ef ég er að skilja rétt frétt Morgunblaðsins í dag þá fá sumir að kaupa í nýja félaginu á genginu 1,28 á meðan aðrir mega kaupa í því á genginu 2,77. Ef þetta er rétt þá er augljóst að þeir sem fá að kaupa á 1,28 eru að fá gefins talsverða peninga miðað við gengið sem hinir eru að kaupa á. Og þá auðvitað gef ég mér að fyrirtækið muni ganga vel og gengið á því hækka.
Ég hélt að tími ákvarðana af þessu tagi væri liðinn. Ég skil vel að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé ekki alveg sáttur. Ég tek undir með leiðarahöfundi Morgunblaðsins í dag. Það verður að leggja öll spilin á borðið í þessu máli.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á fund Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Sæl Dögg, spáðu í það hvað Bjarni Ármannsson og Guðmundur Þóroddsson munu græða þegar upp er staðið. Bjarni fékk að kaupa fyrstur, gærddi hálfan milljarð.
Hvað munu hinir eiginlega gærða mikið?
Hvernig á að líta á þetta? Er ekki verið að verðlauna menn full mikið?
Kolbrún Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 20:42
Sæl. Ég bendi á nýjustu skoðun mína um þetta mál.
Kveðja,
Sveinn Hjörtur , 5.10.2007 kl. 21:50
Eindregið haltu þessu til haga.
pbk
Páll Bragi Kristjónsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:13
Hæfir menn, kosta sitt. Hversu mikið, þeir eiga að kosta, verður endalaust hægt að deila um. Að öðru leyti finnst mér einkennilegt hvað mörgum er uppsigað við þennan gjörning, þ.e. samstarf/sameiningu REI og GGE, og ádeilu á eignarhald. Er ekki betra að opinberu orkuveiturnar eigi í þessu fyrirtæki, frekar en ekki ? Hvert haldið þið að verkfræðingarnir, og allir aðrir starfsmenn orkuveitnanna með sérþekkingu fari, ef að eignatengslin verða slitin. Auðvitað til einkafyrirtækisins, sem væntanlega mun geta borgað betur, og verður þá í þeirri aðstöðu að selja opinberu orkuveitunum (sem verða lamaðar eftir atgervisflóttann) alla sérfræðiþjónustuna. Einkafyrirtækið mun rukka neytendur orku á Íslandi um það sem því hentar. Þá fáum við að sjá alvöru orkureikning, um hver mánaðarmót.
Njörður Lárusson, 5.10.2007 kl. 23:26
Það finnst mér furðulegast að Júlíus Vífill sagði í dag í útvarpinu að borgarstjórinn nyti fyllsta trausts borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Maður fyllist ógeði á þessari lágkúru allri. Svona var einu sinni kallað svindl og svínarí.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.10.2007 kl. 01:14
Ég hef verið að spá í þetta með lögmæti fundarins í Orkuveitunni þar sem ákvörðunin var tekin. Ef ég skil rétt málið þá ákvað fundarstjórinn að þar sem allir stjórnarmenn væru viðstaddir fundinn og hefðu ekki gert athugasemdir við fundarboðun væri fundurinn löglegur. Spurningin hjá mér er þá varðandi hvað lá fyrir í fundarboðuninni að taka ætti fyrir á fundinum. Ef það var klárt þá hefði Svandís Svavars átt að mótmæla strax í upphafi fundar eða hvað?
Guðrún S Hilmisdóttir, 6.10.2007 kl. 08:20
Mér virðist sem hér sé nýtt kvótamál í uppsiglingu, ef menn gæta ekki að sér.
Júlíus Valsson, 6.10.2007 kl. 11:41
Mér finnst það miður Dögg að þú skulir aldrei blanda þér í athugasemdirnar sem þú færð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.10.2007 kl. 12:27
Það er óþefur af þessu máli.
Og svo vegna athugasemdar B.Á. í sjónvarpinu, um að einhverjir 3 hefðu gert fyrirtækið verðmæt með vinnu sinni, og væru þess vegna verðugir meiri kaupréttar, þá hafa þessir einstaklingar sennilega verið á sínu kaupi, í samræmi við menntun og störf, svo ég held að þeir eigi bara að sitja við sama borð og aðrir sem þarna eru.
Ef á annað borð, það eigi nokkrir að fá að kaupa á lægra gengi en markaðsgengi.
Þeir eru bara að sópa að sér eign almennings. Ég kann ekki við að skrifa það sem ég er að hugsa núna. En það er allavega refsiverður gjörningur.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 15:55
Sæl Dögg - ég skrifaði einmitt grein um pólitíska spillingu í Framsóknarflokknum í moggann í vor - þar sem ég tel upp nokkrar framkvæmdir í þeirra stjórnartíð sem eru í takt við orkuveitumálið núna - enda kom ekkert af þessu mér á óvart fyrst Framsókn er með í borgarstjórn - birti greinina inná blogginu mínu líka:
http://asagreta.blog.is/blog/asagreta/entry/325900/
Ása (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.