Fimmtudagur, 4. október 2007
Varasamur samanburður
Til að forðast allan misskilning þá vil ég byrja þetta blogg á því að segja að ég tel að þyngja megi dóma vegna kynferðisbrota og fullyrði að hægt og sígandi eru dómstólar að gera það, þótt mörgum finnist sú þróun gerast of hægt.
Ég leyfi mér þó að vara við því að bera saman þyngd dóma í fíkniefnamálum annars vegar og kynferðisbrotamálum hins vegar. Það er í raun eins og að bera saman epli og appelsínur. Fíkniefnabrot teljast brot gegn XVIII. kafla almennra hegningarlaga sem fjallar um brot sem hafa í för með sér almannahættu. Einkenni þeirra brota er að fórnarlambahópurinn getur orðið mjög stór. Kynferðisbrot falla undir XXII. kafla almennra hegningarlaga.
Nær væri að bera saman þyngd dóma í kynferðisbrotamálum annars vegar og brotum skv. XXIII. kafla almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp og líkamsmeiðingar. Með slíkum samanburði væri verið að bera saman refsingar við sambærilegri brotum. Ég hvet blaðamanninn til að taka saman slíkan samanburð.
Hæstiréttur nýtir ekki refsivaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
En geta ekki kynferðisbrotamenn skilið eftir sig mörg fórnarlömb? Það hefur nú verið talað um að hver kynferðisbrotamaður geti jafnvel skilið eftir sig fórnarlömb svo hundruðum skiptir.
Dísa Dóra, 4.10.2007 kl. 09:28
Það er bara alls ekkert óraunhæft að bera saman epli og appelsínur . . . hvort tveggja eru ávextir og um margt líkt.
Fiðrildi, 4.10.2007 kl. 10:16
Ein spurning, eru þessir kynferðisdómar með léttari refsingu miða við ofbeldi yfir höfuð? Er tekið léttara á þeim miða við t.d. hnífstungur eða barsmíðar? Langar að vita það til að bera saman hvort þetta eigi bara við um ofbeldi gagnvart konum og börnum? Er tekið harðara á því ef karlmaður ræðast á annan karlmann með kylfu og lemur hann illa? Eða þegar kona ræðst á karlmann með hnífi? Eða þegar konur berja konu?
Geiri.is (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:48
Áhugavert innlegg og skýrir þennan mun sem ég t.d. hef aldrei skilið. Takk fyrir það
Ragnheiður , 4.10.2007 kl. 10:55
Þrátt fyrir að brotin tilheyri sitthvorri grein hegningarlaga er samanburður alls ekki óraunhæfur. Það er grundvallarmunur á líkamsmeiðingum og kynferðisbrotum. Sumir barnaníðingar beita mörg börn ofbeldi auk þess sem sum börn eru beitt ofbeldi árum saman. Rétt eins og konur eru líka fólk og konur eru líka menn þá eru konur líka almenningur. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hveru útbreitt kynferðisofbeldi er þá eru til rannsóknir sem segja að allt upp í þriðjungur kvenna verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Hvort sem sú tala er rétt eða ekki þá er alveg ljóst að verulega stór hluti kvenna verða fyrir kynferðisofbeldi og það varðar almannahættu. Allt of mörg börn af báðum kynjum eru beitt kynferðisofbeldi og þolendur þessara glæpa eru fleiri en þolendur fíkniefnabrota. Dómsstólar endurspegla það hins vegar ekki en það segir okkur aðallega það að dómsstólar eru ekki í stakk búnir til að takast á við brot sem þessi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 15:27
Sæl Dögg, sammála þessu og vonandi fer umræðan í þenna farveg.
Vilborg G. Hansen, 4.10.2007 kl. 18:54
Það er athyglisvert að dómarar skuli keyra framúr varðandi kynferðisbrot. En samkvæmt Rómarréttinum eru brot sem sumir kalla mannhelgi, þar sem einn ræfill nauðgar eða ber annan ræfil brot sem ekki vega þungt hjá dómstólum.
Þyngra vega í dómum, þó ekki í lögum, brot gegn hagsmunum keisarans.
Rómarrétturinn lifir enn.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.10.2007 kl. 20:41
Oft skilur maður ekki hvað verið er að spá í sumum dómum
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.10.2007 kl. 23:05
Þakka þér Dögg, fyrir þetta innlegg og mjög svo þörfu og góðu ábendingu og skilgreiningu á ólíkum þáttum laganna. Það á að þyngja dóma á kynferðisafbrotamálum verulega, að mínu mati. Kynferðisafbrotamál er ekkert annað en sálarmorð þar sem þolendur eiga ævilangt ferli í sársauka- og sálaruppbyggingu.
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.