Laugardagur, 14. júlí 2007
Veðrið
Það er ekkert nema frábært hvað veðrið hefur leikið við okkur síðustu vikurnar. Maður man varla eftir annarri eins veðurblíðu. Og helgarnar eru líka frábærar. Oft er það svo að góða veðrið er í miðri viku og svo rignir um helgar þegar þeir sem ekki eru svo heppnir að vera í sumarfríi hafa loksins tækifæri til að njóta útiveru og góðs veður.
Ég hef síðustu fjórar vikur farið í tvígang til Englands. Í bæði skiptin var veðrið þar fremur dapurt, rigning og leiðindi á meðan bongóblíðan var hér. Enda virðist það svo að ef gott veður er hér þá er veðrið í Evrópu svona yfirleitt frekar leiðinlegt.
Sumarið 1974 er mér ógleymanlegt. Þá var ég au-pair í Genf í Sviss allt sumarið. Hafði auðvitað reiknað með glampandi sól og góðu veðri meðan á dvölinni stæði. Raunin varð önnur. Það sá varla til sólar það sumarið í Genf, rigndi eldi og brennisteini í orðsins fyllstu merkingu allan tímann sem ég var þar. Bréf komu reglulega að heiman (þetta var á þeim tíma sem fólk skrifaði ennþá sendibréf) og í þeim var ekki talað um annað en blíðuna hér á landi - enda skilst mér að veðrið það sumarið hafi slegið öll met. Af því missti ég og öllum hátíðarhöldunum í tilefni 1100 ára afmælisins. Síðan hef ég haft það sem nokkuð fast prinsip að fara sem minnst til útlanda frá byrjun júní til loka ágúst.
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 392216
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.