Leita í fréttum mbl.is

Viðburðaríkur dagur

Í póstinum í dag barst mér kjörbréf til staðfestingar því að ég er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Það bætir einni línu í CV-ið. Joyful

Og nú eru línur að skýrast með ríkisstjórnina. Mér líst vel á málefnasáttmálann. Heyrði hann lesinn upp á Flokksráðsfundinum. Skipting ráðuneyta liggur fyrir. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið mikilvæga málaflokka. Sérstaklega fagna ég því að flokkurinn skuli nú loksins fá heilbrigðisráðuneytið eftir tuttugu ára fjarveru. Boðaðar breytingar á verkaskiptingu milli heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis eru athyglisverðar og margt sem mælir með því að taka lífeyristryggingahluta almannatrygginganna úr heilbrigðisráðuneytinu og flytja yfir í félagsmálaráðuneytið. Sjúkratryggingin og slysatryggingin verða væntanlega áfram í heilbrigðisráðuneytinu ef ég hef skilið þetta rétt.

Nú ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins hafa einnig verið valin.  Ég ætla ekkert að leyna því að ég hefði kosið að sjá hlut kvenna þar stærri og mér finnst að fjöldi kvenna í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins hefði a.m.k. átt að endurspegla styrk kvenna í þingflokknum. Konur eru nú þriðjungur þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ég hefði því gjarnan viljað sjá að a.m.k. tvær konur verða ráðherra. Val á ráðherrum sýnir að reglan um efsta mann í hverju kjördæmi var ekki fortakslaus. Sú staðreynd hefði átt að getað fjölgað konunum.

Samfylkingin var rétt í þessu að kynna sín ráðherraefni. Þar vekur athygli að jafnræði er milli kynjanna í ráðherraliðinu. En það kostar það að varaformaður flokksins nær því ekki að verða ráðherra sem er auðvitað bæði áberandi og eftirtektarvert. Ég minnist þess ekki að slík staða hafi áður komið upp í pólitíkinni. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa því greinilega báðir valdið vonbrigðum með vali sínu. En þeir voru sannarlega ekki öfundsverðir af þessu hlutskipti sínu.

Játa það fúslega að þetta var mín óskastjórn. Hef lengi verið þeirrar skoðunar að það væri kominn tími á stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með fyrstu skrefum nýrrar ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Inga Lára Helgadóttir, 22.5.2007 kl. 22:16

2 identicon

Til hamingju númer 1

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Þú ert vel að þessu komin Dögg.

Þú verður komin inn á þing fyrr en þú heldur.

Hlý kveðja,

Ellý

Ellý Ármannsdóttir, 23.5.2007 kl. 12:57

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er erfitt að skilja tregðu þess að konur fá aukin hlut í stjórnmálunum, svona almennt sagt. Það fóru þó 4 konur inn í stjórnina núna, ekki verra en það var en ég held að það þurfi eittvað að breytast. Bara hvað?

Sigurður Sigurðsson, 23.5.2007 kl. 16:17

5 identicon

eru karlanir í D flokknum strax farnir að stríða þér Dögg ???

http://fridjon.blog.is/blog/fridjon/entry/219301/

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband