Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn á Hrafnistu

Í hádeginu fórum við þrír frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum á Hrafnistu í Reykjavík. Erindið var að spjalla við þá sem þar búa, kynna okkur og stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Þetta var góð heimsókn og ég átti gott spjall við fjölmarga. Ég hlustaði á ábendingar íbúanna um það sem þeir eru ánægðir með á Hrafnistu og hvað þeim finnst mega fara betur. Flestir sem ég talaði við bentu á nauðsyn þess að endurnýja húsakynnin og þá fyrst og fremst til þess að tryggja að hver og einn íbúi hefði sitt eigið baðherbergi. Nú er staðan sú á Hrafnistu að allmargir þurfa að deila baðherbergi með öðrum og finnst það miður.

Ábendingar um endurnýjun húsakynna eldri öldrunarstofnuna eru hárréttar og skv. upplýsingum fulltrúa Hrafnistu er stutt í að þessu verði breytt. Þetta verður gert með því að sameina tvö herbergi í eitt og sérbaðherbergi fylgir hverju rými. Vandinn við þetta er hins vegar sá að rýmum á stofnuninni fækkar talsvert við þessar nauðsynlegu breytingar.

Húsnæði Hrafnistu er barn síns tíma, byggt fyrir nærri því hálfri öld þegar allar kröfur til húsnæðis voru aðrar en nú. Vegna viðvarandi skorts á vistrými fyrir aldraða í Reykjavík hafa nauðsynlegar endurbætur á húsnæði eins og Hrafnistu dregist. Ástæðu hins viðvarandi skorts er að mestu leyti að rekja til þess að á 12 ára valdatíma R-listans í Reykjavík var nánast ekkert gert í húsnæðismálum aldraðra. Engar þjónustuíbúðir voru byggðar, ekkert hjúkrunarrými en undir lok síðsta kjörtímabils síns var þó loksins byrjað á hjúkrunardeild í Mörkinni.

Það hljóma því hjákátlega loforð vinstri flokkanna um að þeir ætli að leysa húsæðisvanda aldraðra í Reykjavík. Þeir höfðu 12 ár til að gera það og gerðu ekkert eins og Ásta Möller benti svo ágætlega á í grein sinni sem birtist í Fréttablaðinu í gær og hún víkur að þessu sama á astamoller.blog.is

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi var samþykkt metnaðarfull ályktun um málefni aldraðra þar sem fram kemur hvað flokkurinn vill gera í þessum málaflokki á næsta kjörtímabili. Sagan hefur sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn er líklegastur flokka til að standa við það sem hann lofar í kosningum. Það sýndi hann í skattamálum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Það mun hann sýna á næsta kjörtímabili. Þetta þurfa aldraðir og aðstandendur þeirra að hafa í huga í kosningunum 12. maí nk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband