Leita í fréttum mbl.is

Réttindi sjúklinga

Í sumar eru 10 ár frá því að lög um réttindi sjúklinga gengu í gildi. Um síðustu áramót voru sex ár frá því að lög um sjúklingatryggingu urðu að veruleika. Bæði lögin voru sett til að tryggja hag sjúklinga og styrkja rétt þeirra. Það veldur mér því alltaf jafnmiklum vonbrigðum þegar til mín leita sjúklingar sem orðið hafa fyrir skakkaföllum í meðferð sem hafa ekki hugmynd um rétt sinn í þessu sambandi. 

Ég þáði því með þökkum að taka að mér þriggja tíma kennslu hjá verðandi félagsráðgjöfum um réttindi sjúklinga. Félagsráðgjafar eru ein þeirra heilbrigðisstétta sem eiga að miðla upplýsingum af þessu tagi til sjúklinga. Að því var komið í morgun að standa við þetta loforð um kennsluna. Af þeim sökum gat ég stoppað mjög stutt á daglegum frambjóðendafundi í Valhöll.

En aftur að réttindum sjúklinga. Það verður að finna leiðir til þess að tryggja að sjúklingar viti af því hvaða rétt þeir eiga sem sjúklingar, t.d. varðandi samþykki fyrir meðferð, upplýsingar um meðferð o.fl. Það verður líka að kynna betur fyrir sjúklingum lögin um sjúklingatryggingu. Lögin tryggja sjúklingum tiltekin bótarétt án tillits til sakar þegar eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustu. Það gefur hins vegar auga leið að sjúklingar láta ekki á þennan rétt sinn reyna ef þeir vita ekki af honum.

Ef eitthvað fer öðruvísi en að var stefnt við meðferð þá á það auðvitað að vera ófrávíkjanleg regla að heilbrigðisstarfsmenn sem sjúklinginn annast segi sjúklingi og aðstandendum hans af því að hann geti átt rétt til bóta skv. lögum um sjúklingatryggingu. Félagsráðgjafar gegna hér mikilvægu hlutverki en meira þarf til að koma. Það þarf að fræða alla heilbrigisstarfsmenn betur um þessa mikilvægu löggjöf og gera þeim grein fyrir því að þeir eigi að mila þessari þekkingu áfram til sjúklinganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér þótti leiðinlegt að missa af tímanum í morgun, akkúrat einn af þeim tímum yfir önnina sem ég hlakkaði hvað mest til. 

Og gleðilegt sumar Dögg... 

Kveðja Inga

Inga Lára Helgadóttir, 20.4.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband