Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Spennandi
![]() |
Persónukjör í kosningunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Vonandi verður þetta samþykkt
Allt sem horfir til hagræðingar í störfum Alþingis tel ég vera til mikilla bóta. Það hljómar skynsamlegt að fækka nefndum svo að þingmenn séu að jafnaði ekki nema í einni þingnefnd. Það hlýtur að leiða til betri og markvissari vinnubragða og gera allt skipulag þingstarfanna auðveldara. Ef sparnaður fylgir fækkun þingnefnda þá er það ennþá betra.
Vonandi munu fylgismenn ríkisstjórnarinnar einnig styðja þetta frumvarp þannig að það nái fram að ganga fyrir vorið.
![]() |
Frumvarp um fækkun nefnda komið fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Óeining
Það eru sérkennilegar yfirlýsingarnar frá forsvarsmönnum Samfylkingarinnar. Og misvísandi eru þær. Í gærkvöldi voru í kvöldfréttum hástemmdar ástarjátningar frá utanríkisráðherra í garð formanns VG. Nú segir fv. viðskiptaráðherra að áframhaldandi stjórn með VG komi vart til greina nema VG söðli um í afstöðu sinni til Evrópumála. Vandséð er því hvernig VG og Samfylkingin eigi að ná saman eftir kosningar, nema annar hvor flokkurinn breyti afstöðu sinni til Evrópumála.
![]() |
Ekki viljugur í stjórn með VG til frambúðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
2,5 m.kr.?
Mér finnst að aðstæður í þjóðfélaginu séu með þeim hætti að það sé nánast móðgun við almenning ef prófkjörsframbjóðendur ætla að eyða milljónum króna í sókn sinni eftir öruggi þingsæti. Vissulega var miklum fjármunum eytt í prófkjörin 2006 - en aðstæður eru allt aðrar og gerbreyttar nú.
Vel hefði mátt setja kostnaðarþakið hjá Sjálfstæðisflokknum við lægri fjárhæð en 2,5 m.kr. Það hefði t.d. verið hægt með því að takmarka og jafnvel banna auglýsingar í fjölmiðlum. En auglýsingar eru sennilega einn stærsti kostnaðarliðurinn.
Ég hef fram á föstudag að ákveða hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik í þennan slag. Geri ég það er þó næsta víst að 2,5 m. kr. verður ekki varið í þá baráttu. Þess í stað mun ég láta á það reyna hvort beint samband sé milli árangurs í prófkjöri og þeirra fjármuna sem í prófkjörsbaráttu eru settir. Kjósendur í prófkjöri ráða því.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn boðar aðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Þarft átak
GoRed verkefnið er þarft átak. Í því felst að vekja athygli kvenna á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum. Fyrir liðlega áratug stýrði ég vinnuhópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins um heilsufar kvenna. Vinnuhópurinn skilaði ítarlegu nefndaráliti. Þar kemur m.a. fram að konur hafa annað einkennamynstur en karlar þegar kemur að kransæðasjúkdómum. Einkenni kvenna eru oft vægari og óljósari. Konur sem fá kransæðastíflu skila sér verr út á vinnumarkaðinn aftur en karlar og þátttaka kvenna og árangur af endurhæfingu er lakari en hjá körlunum.
Í þessari vinnu okkar kom líka fram að vísbendingar væru um að konur byggju að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar. Þó nota konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar, þær eru sendar í fleiri rannsóknir, þær eru oftar sjúkdómsgreindar og oftar settar í meðferð auk þess sem konur fá meira af lyfjum en karlar. Þrátt fyrir þetta var það niðurstaða nefndarinnar að úrlausnir sem konur fengju hjá heilbrigðiskerfinu væru ekki sambærilegar við þær úrlausnir sem karlar fengju
Nú eru þessar niðurstöður frá því fyrir u.þ.b. áratug síðan og vonandi hefur á því árabili horfið þessi munur sem var á þjónustu við karla og konur þegar að heilbrigðisþjónustu kemur.
En GoRed átakið bendir til að enn megi gera betur.
![]() |
Landspítalinn lýstur upp í rauðum lit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Fátt sem ...
kemur á óvart í þessu. Forsætisráðherra hefur lengi verið meðal vinsælustu stjórnmálamanna og meðal þeirra stjórnmálamanna sem kjósendur bera til mest traust. Það leiðir því nánast af sjálfu sér að hún hlýtur að halda því sæti á hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar þeirrar sem hún leiðir. Það kemur heldur ekki á óvart að hinir ópólitísku fagráðherrar njóti trausts. Þau eru fagfólk og koma inn í ríkisstjórnina sem slík. Skárra væri það ef til þeirra væri ekki borið traust.
Það er kannski einna helst afstaðan til forseta Íslands sem vekur athygli. Það er greinilegt að ekki eru allir jafn sáttir við hann nú og oft áður.
![]() |
Flestir bera traust til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Eitthvað nýtt?
Bágt er að sjá hvað er nýtt í þessum breytingum heilbrigðisráðherra. Ég veit ekki betur en að fyrir margt löngu hafi verið ákveðið að læknar skyldu ætíð ávísa ódýrasta lyfinu. Ég held að þau tilmæli hafi litlu skilað. Það er um árabil búið að reyna að efla kostnaðarvitund heilbrigðisstétta, eins og heilbrigðisráðherra vill gera, með þeim árangri sem raun ber vitni.
Ef ég skil nýju reglur heilbrigðisráðherra rétt þá á eingöngu að taka þátt í lyfjakostnaði ef ódýrasta lyfinu er ávísað. Ef læknir telur nauðsynlegt að ávísa dýrara lyfi þá þarf sjúklingurinn sérstaka undanþágu til greiðsluþátttöku. Ég sé ekki betur en að þetta þýði tóm vandræði og leiðindi fyrir sjúklinga, í þeim tilvikum sem læknar telja ódýrasta lyfið ekki henta meðferð þeirra.
Í fljótu bragði er því ekki annað séð en að reglugerðin tryggi minnkaðan lyfjakostnað fyrir ýmsa hópa og þar með aukinn lyfjakostnað fyrir sjúkratryggingar. Sparnaðurinn upp á milljarð virðist hins vegar einhver brella sem óvíst er að skili nokkrum sparnaði þegar upp er staðið.
En þetta kemur í ljós þegar reglugerðin sjálf verður birt, en hún er ekki birt með fréttatilkynningunni. Hafi ég rangt fyrir mér um það það hvað heilbrigðisráðherra virðist vera að gera mun ég að sjálfsögðu leiðrétta þessa færslu.
![]() |
Lyfjaútgjöld lækka um milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Með ólíkindum
![]() |
Hver er pabbinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Örugglega hárrétt ...
hjá Vilhjálmi Bjarnasyni að það áfall sem íslenska þjóðin varð fyrir í byrjun október 2008 hratt af stað ferli sem líkja má við sorgarferli. Margir hafa tapað miklum fjármunum, ævisparnaði í sumum tilvikum. Væntingar hafa brostið. Erfitt hefur verið að sjá og upplifa hversu illa orðspor Íslands hefur farið í útlöndum. Við sem höfum alltaf verið svo stolt af því að vera Íslendingar. Dag eftir dag lesum við í alþjóðapressunni greinar þar sem gert er grín að okkur og því sem hér er að gerast á pólitískum vettvangi.
Auðvitað munum við hrista þetta af okkur. Þjóðin mun rísa upp á ný, breytt og örugglega betri. Af öllu því sem gerst hefur þarf að læra svo tryggt sé að ekkert þessu líkt geti nokkurn tímann gerst aftur.
![]() |
Aldrei of blönk til að hugsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Almenningur bíður ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi