Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Óafsakanleg mistök

Á www.visir.is í dag er frétt um það að allar sjúkraskrárupplýsingar heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík fyrir tiltekið tímabil hafi glatast. Ástæðan: ranglega uppsettur tölvubúnaður og engin öryggisafrit.

Mistök af þessu tagi eru algerlega óafsakanleg og þau geta komið sjúklingum illa með margvíslegum hætti. Meðferð sjúklinga getur orðið ómarkvissari því eyða skapast í meðferðarsöguna. Auk þess getur sönnunarstaða sjúklinga vegna einhvers sem úrskeiðis hefur farið orðið lakari þó vænta megi að dómstólar myndu ekki láta sjúklinga gjalda þess í slíkum tilvikum.

Eins og staða mála er nú eru engin lagaákvæði til um færslu rafrænna sjúkraskráa. Vorið 2008 lauk störfum nefnd sem ég stýrði, sem samdi yfirgripsmikið frumvarp um sjúkraskrár. Þar eru margvísleg og mikilvæg ákvæði sett um sjúkraskrár, ekki síst um rafrænar sjúkraskrár, en frumvarpið gerir ráð fyrir að það sé framtíðin að sjúkraskrár verði rafrænar. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá Alþingi. Þessi frétt um mistökin á Dalvík gerir það enn brýnna að frumvarpið nái fram að ganga fyrir kosningar í vor. Vonandi tekst það.


Tíðindi

Það eru mikil tíðindi að grasrótinni í VR skuli með þessum hætti hafa tekist að knýja fram breytingu á formennskunni í félaginu. Það er án efa rétt að afskipti fv. formanns af málefnum Kaupþings í gegnum stjórnarsetu þar hafa vigtað þungt gegn honum. Fólk vill endurnýjun - alls staðar. Þetta erum við að sjá í prófkjörum. Félagsmenn VR sýna það einnig með þessari niðurstöðu. Þó vissulega sé ekki hjá því komist að benda á ákveðið áhugaleysi félagsmanna þegar skoðuð er þátttakan í kosningunni.

Góðar óskir fylgja nýkjörnum formanni VR.


mbl.is Kaupþingsmálið vó þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leiðrétta eingöngu hálfa leið ...

Félag um foreldrajafnrétti hefur vakið athygli þingmanna á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um leikskóla og grunnskóla. Frumvarpið hefur góðan tilgang. Því er ætlað að tryggja að forsjárlausir foreldrar fái aðgang að skólaupplýsingum um börn sín en eins og þessi lög eru nú þá eiga forsjárlausir foreldrar engan aðgang.

Það sem veldur furðu við þessa lagabreytingu er það að ekki skuli gengið alla leið og ákveðið, þrátt fyrir ákvæði barnalaga, að forsjárlausir foreldrar eigi rétt á skriflegum upplýsingum vegna skólagöngu barna sinna í leikskóla og grunnskóla. Með því yrði forsjárlausum foreldrum a.m.k. tryggt almennilegt aðgengi að skólaupplýsingum. 

Með því að vísa eingöngu til barnalaga er verið að negla inn áfram það óréttlæti að forsjárlausir foreldrar, að því er varðar skólagöngu, fái ekki upplýsingarnar nema munnlega. Óskiljanlegt er af hverju þingmenn hafa ekki kjark til að ganga hér alla leið.

Og svo hefði auðvitað verið allra best ef menntamálanefnd hefði fengið allsherjarnefnd í lið með sér og lagt fram frumvarp til laga um breytingu á 52. gr. barnalaga og þar tekið fram að aðgangur forsjárlausra foreldra gæti alltaf verið með skriflegum hætti. Orðalagið á slíkri lagabreytingu er til því ég lagði fram á síðasta þingi slíka breytingu fram. Það hefði því tekið þessar nefndir örstutta stund að lemja slíku frumvarpi saman.


Dramatík

Óskaplega eru menn að dramatisera ekki merkilegri hluti en það hvort Jóhanna ætli að taka áskorun um að bjóða sig fram til formennsku eður ei. Er þetta ekki fulllangt gengið? Jóhanna hefur hingað til skynjað hjartslátt fólksins í kringum sig. Má ekki ætla að hún geri það áfram og einhver önnur atriði vefjist fyrir henni vegna þessarar ákvörðunar? Á hún ekki rétt á því að fá "tilfinningalegt svigrúm" eins og það var einhvern tímann kallað, til að taka sínar ákvarðanir?


mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Jóhanna annarra kosta völ?

Jóhanna á tæpast annarra kosta völ en að láta undan þrýstingi og efa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Eftir óvænta afsögn Ingibjargar Sólrúnar um síðustu helgi er Samfylkingin í forystukreppu. Við bætist að búið er að tilkynna að Jóhanna sé forsætisráðherraefni flokksins í komandi kosningum. Sú staðreynd dregur auðvitað úr áhuga metnaðarfullra Samfylkingarmanna til að gefa kost á sér til formennsku á þessum tíma. Nýr formaður hefur lítinn áhuga á því að leiða ekki flokkinn í raun þótt Ingibjörg Sólrún hafi verið til í þá fléttu af því að það hentaði hennar aðstæðum.

Einhvern veginn finnst manni liggja í augum uppi að Jóhanna muni gefa kost á sér í formennskuna, jafnvel þótt henni sé það óljúft. Komi til vinstri stjórnar á ný eftir kosningar mun hún leiða þá ríkisstjórn um hríð en síðan mun hún víkja til hliðar fyrir hverjum þeim sem kosinn verður varaformaður hjá Samfylkingunni í lok mars.


mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Á visir.is er þessi frétt. Hér kemur fram að ábending innan úr bankakerfinu hafi orðið til þess að rannsóknarnefnd Alþingis ætlar að kanna þátt fjölmiðlafólks í hruni íslensku bankanna.

Það liggur fyrir að starfsmenn banka vita mikið og jafnvel allt um hvað raunverulega gerðist innan bankakerfisins. Þessir aðilar mega og eiga að upplýsa þá aðila, sem nú rannsaka mál, um allt það sem þeim fannst á sínum tíma eða finnst nú, eftir á að hyggja, hafa verið málum blandið af því sem gerðist fyrir hrunið. Með þeim hætti einum tekst að snúa við hverjum steini.


Kemur ekki á óvart

Þessar tölur koma ekki á óvart. Fyrir hefur legið að þúsundir heimila í landinu notfærðu sér íbúðalán banka eftir að til þeirra var stofnað 2004. Verðbólguþróun og gengisþróun hefur gert það að verkum að þessi lán eru í mjög mörgum tilvikum orðin hærri en verðmæti íbúðanna sem þau hvíla á.

Ég hef áður talað fyrir því hér að gripið verði til ráðstafana um að færa höfuðstólinn aftur til einhverrar tiltekinnar dagsetningar, t.d. 1. júlí 2007 og þannig koma til móts við fjölskyldur. Vissulega tapar Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir einhverju við það. En hinn kosturinn er sá að þessir aðilar þurfi að leysa eignir til sín og selja síðan aftur, væntanlega á talsvert lægra verði hvort sem er vegna þróunar á fasteignamarkaði.


mbl.is Þúsundir heimila skulda meira en þau eiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggt er gests augað

Það er greinilegt að heimsókn Evu Joly var mikilvæg heimsókn. Hún hefur bent á mikilsverð atriði varðandi það hvernig halda beri á málum. Það er sérstakt ánægjuefni að nú skuli vera búið að leita til hennar með ráðgjöf um það hvernig halda skuli á rannsókn efnahagsbrota sem tengjast hruni fjármálakerfisins.

Það er hárrétt hjá henni að fámenni embættis sérstaks saksóknara er umhugsunarefni. Eftir á að hyggja hefði e.t.v. verið eðlilegra að styrkja efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra í staðinn fyrir að færa starfsmenn þaðan yfir til sérstaks saksóknara.

En dómsmálaráðherra hlýtur að skoða ábendingar Joly og bregðast við þeim skjótt og vel.


mbl.is Gagnrýnir fámenna rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal á Sjónvarpsstöðinni INN

Í gærkvöldi var viðtal við mig á sjónvarpsstöðinni INN í viðtalsröðinni Í prófkjöri. Hægt er að horfa á þáttinn hér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband