Leita í fréttum mbl.is

Ađ leiđrétta eingöngu hálfa leiđ ...

Félag um foreldrajafnrétti hefur vakiđ athygli ţingmanna á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um leikskóla og grunnskóla. Frumvarpiđ hefur góđan tilgang. Ţví er ćtlađ ađ tryggja ađ forsjárlausir foreldrar fái ađgang ađ skólaupplýsingum um börn sín en eins og ţessi lög eru nú ţá eiga forsjárlausir foreldrar engan ađgang.

Ţađ sem veldur furđu viđ ţessa lagabreytingu er ţađ ađ ekki skuli gengiđ alla leiđ og ákveđiđ, ţrátt fyrir ákvćđi barnalaga, ađ forsjárlausir foreldrar eigi rétt á skriflegum upplýsingum vegna skólagöngu barna sinna í leikskóla og grunnskóla. Međ ţví yrđi forsjárlausum foreldrum a.m.k. tryggt almennilegt ađgengi ađ skólaupplýsingum. 

Međ ţví ađ vísa eingöngu til barnalaga er veriđ ađ negla inn áfram ţađ óréttlćti ađ forsjárlausir foreldrar, ađ ţví er varđar skólagöngu, fái ekki upplýsingarnar nema munnlega. Óskiljanlegt er af hverju ţingmenn hafa ekki kjark til ađ ganga hér alla leiđ.

Og svo hefđi auđvitađ veriđ allra best ef menntamálanefnd hefđi fengiđ allsherjarnefnd í liđ međ sér og lagt fram frumvarp til laga um breytingu á 52. gr. barnalaga og ţar tekiđ fram ađ ađgangur forsjárlausra foreldra gćti alltaf veriđ međ skriflegum hćtti. Orđalagiđ á slíkri lagabreytingu er til ţví ég lagđi fram á síđasta ţingi slíka breytingu fram. Ţađ hefđi ţví tekiđ ţessar nefndir örstutta stund ađ lemja slíku frumvarpi saman.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Haukur Gíslason

Ef ţetta frumvarp verđur ađ lögum ţá verđa forsjárlausir foreldrar t.d. sviptir ađgangi ađ Mentor. Ţessi "leiđrétting" er ţví arfavitlaus.

Ţađ hefđi átt ađ breyta grunnskólalögunum á ţann hátt ađ skólum vćri heimilt ađ veita forsjárlausum foreldrum skriflegar upplýsingar um börn sín.

Viđ hvađ eru menn hrćddir?

Sigurđur Haukur Gíslason, 11.3.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sćll Sigurđur Haukur. Leiđréttingin nćr ekki nógu langt. Ţađ er rétt. En réttast hefđi veriđ eins og ég bendi á ađ breyta barnalögunum ţví ţá hefđi allur ađgangur forsjárlausra foreldra veriđ tryggđur međ skriflegum hćtti. Lögum samkvćmt er stađan sú núna ađ forsjárlausir foreldrar eiga ekki í raun ađgang ađ Mentor en einstaka skólastjórar hafa ţó heimilađ ţann ađgang. Vona ađ ţú sért ekki ađ misskilja athugasemd mína Sigurđur Haukur. Ég er sammála ţér - ég er einungis ađ fara rétt lögfrćđilega í máliđ og benda á hvađ eigi helst af öllu ađ gera, sem er ađ breyta barnalögunum sjálfum. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 11.3.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Sigurđur Haukur Gíslason

Nei, nei, ég er hvorki ađ misskilja ţig né gagnrýna. Mér er sama hvor leiđin er farin svo framarlega ađ réttindi forsjárlausra foreldra séu tryggđ.

Ég hélt ţađ vćri best úr ţessu ađ breyta grunnskólalögunum fyrst ađ ţetta er á borđi menntamálanefndar en breytingar á barnalögum vćri náttúrulega ţađ albesta.

Sigurđur Haukur Gíslason, 11.3.2009 kl. 15:56

4 identicon

Ţađ er mjög mikiđ óréttlćti varđandi ţessi umgengis- og forrćđismál.  Nú á ég tvö börn frá fyrra hjónabandi og viđ erum međ sameiginlegt forrćđi, allt gott um ţađ ađ segja. 

Ţađ sem kemur mér mest á óvart er ađ ég er skv skattalögum barnlaus ţví börnin hafa lögheimili hjá móđur sinni, hún fćr barnabćtur en ég engar ţó svo ađ ég sé međ börnin 1/3 úr ári og greiđi fullt međlag.  Ţađ er ekki litiđ á ţađ sem ég greiđi s.s. međlag, íţróttir og tómstundir sem framfćrsla á börnunum sem gerir ţađ ađ verkum ađ ég fć ekki barnabćtur.

Ţetta er ađal óréttlćtiđ finnst mér og ađilar sitja ekki viđ sama borđ ţarna.  Einnig getur sá ađili sem börnin hafa lögheimili hjá flutt hvert sem er innanlands án ţess ađ ađilinn sem börnin eru ekki međ lögheimili hjá  haft eitthvađ um ţađ ađ segja.  Og ţá er ég ađ tala um ađila sem eru međ sameiginlegt forrćđi.  Mjög mikiđ óréttlćti ţarna á ferđ og mikiđ sem ţarf ađ laga til í ţessum málum.

Af hverju hafa engir stjórnmálamenn ţetta á stefnuskrá sinni.  Getur veriđ ađ ţetta sé eldfimur málaflokkur sem fólk treystir sér ekki til ađ taka til í sbr. heilbrigđismálin?

Ţórir W (IP-tala skráđ) 11.3.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sćll Ţórir. Ég hef veriđ varaţingmađur í tvö ár og lagt til breytingar á barnalögum sem taka á ţessum ţáttum sem ţú nefnir. Hér á bloggsíđunni eru tenglar á framsögurćđu mína á Alţingi ţar sem ég mćlti fyrir breytingunni. Ţađ er líka tengill á viđtal sem var í gćr á Útvarpi Sögu ţar sem ég fjalla um ţessi mál. Ég leita nú eftir stuđningi viđ ađ komast á lista hjá Sjálfstćđisflokknum í Reykjavík, ma. af ţví ađ ég vil geta haldiđ áfram ađ berjast fyrir ţessum málum. Ţannig ađ ég tel ađ ţađ sé a.m.k. einn stjórnmálamađur, ég sjálf, međ ţessi mál á stefnuskránni.  Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 11.3.2009 kl. 23:20

6 identicon

Sćl Dögg

Já ţađ er auđvitađ rétt, ég hef lesiđ á síđunni hjá ţér ţetta varđandi lögheimilismálin og ađ ţú hafir talađ fyrir breytingum á ţeim.  Ţađ er skref í rétta átt og ţađ er gott ađ vita ađ allavega einn stjórnmálamađur sé međ ţessi mál á stefnuskrá sinni. :)

En hvernig hljómgrunn hafa ţessar breytingar fengiđ á ţinginu?  Mér finnst ţetta nefnilega svo mikiđ óréttlćti ađ ţetta hlýtur ađ vera lagađ, ég bara trúi ekki öđru.  Mađur myndi jafnvel halda ađ ţetta standist ekki jafnrćđisreglu stjórnarskrár ađ mismuna fólki svona, og ţá ađ ég viđ um ţetta varđandi lögheimilin og barnabćturnar.  Ţađ eru ekki peningarnir sem eru ađalmáliđ hérna heldur viđurkenningin gagnvart lögum ađ ég eigi börnin ef ţú skilur mig.

Ţórir W (IP-tala skráđ) 12.3.2009 kl. 10:11

7 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Máliđ virtist hafa víđtćkan stuđning á ţinginu en á ţađ var ekki látiđ reyna ţví frumvarpiđ fékk aldrei afgreiđslu úr nefndinni.

Dögg Pálsdóttir, 12.3.2009 kl. 13:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 391635

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband