Leita í fréttum mbl.is

Óafsakanleg mistök

Á www.visir.is í dag er frétt um það að allar sjúkraskrárupplýsingar heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík fyrir tiltekið tímabil hafi glatast. Ástæðan: ranglega uppsettur tölvubúnaður og engin öryggisafrit.

Mistök af þessu tagi eru algerlega óafsakanleg og þau geta komið sjúklingum illa með margvíslegum hætti. Meðferð sjúklinga getur orðið ómarkvissari því eyða skapast í meðferðarsöguna. Auk þess getur sönnunarstaða sjúklinga vegna einhvers sem úrskeiðis hefur farið orðið lakari þó vænta megi að dómstólar myndu ekki láta sjúklinga gjalda þess í slíkum tilvikum.

Eins og staða mála er nú eru engin lagaákvæði til um færslu rafrænna sjúkraskráa. Vorið 2008 lauk störfum nefnd sem ég stýrði, sem samdi yfirgripsmikið frumvarp um sjúkraskrár. Þar eru margvísleg og mikilvæg ákvæði sett um sjúkraskrár, ekki síst um rafrænar sjúkraskrár, en frumvarpið gerir ráð fyrir að það sé framtíðin að sjúkraskrár verði rafrænar. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá Alþingi. Þessi frétt um mistökin á Dalvík gerir það enn brýnna að frumvarpið nái fram að ganga fyrir kosningar í vor. Vonandi tekst það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Þvílíkur bjánaskapur

Júlíus Valsson, 12.3.2009 kl. 08:58

2 Smámynd: Júlíus Valsson

..."Back up or back out"

Júlíus Valsson, 12.3.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 391636

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband