Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 10. maí 2009
Góðar óskir til góðra verka
VG og Samfylkingunni hefur nú tekist að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar. Stjórnarsáttmáli hefur verið birtur og 100 daga verkáætlun. Vonandi verður þessi 100 daga verkáætlun til þess að verkkvíðinn, sem virðist hafa hrjáð ríkisstjórnina til þessa, renni af henni og hún fari loksins að láta hendur standa fram úr ermum. Ekki veitir af. Í fljótu bragði sýnist verkáætlunin þó heldur rýr: Skipa nefndir, leggja lagafrumvörp fram. Einhvern veginn ekki margt sem hönd er á festandi.
Það eru auðvitað ákveðinn söguleg tímamót að til valda komist meirihlutastjórn stjórnmálaflokka sem skilgreindir eru til vinstri í hinu pólitíska litrófi. En þetta er það sem meirihluti kjósenda vildi. Vonandi stendur hin nýja stjórn undir væntingum þeirra kjósenda sem kusu þá stjórnmálaflokka sem að henni standa.
Góðar óskir fylgja nýrri ríkisstjórn, til allra góðra verka, ekki síst nýjum ráðherrum sem nú setjast í embætti.
![]() |
Ný ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Forsætisráðherra veigrar sér við að svara
Á blaðamannafundinum í dag voru formenn stjórnarflokkanna spurðir að því hvort stjórnarsamstarfið myndi slitna ef Alþingi samþykkir ekki þingályktunartillögu Samfylkingarinnar um að ganga til aðildarviðræðna við EB. Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar svaraði ekki spurningunni heldur sagðist telja öruggt að það væri meirihluti fyrir tillögunni á Alþingi. Auk þess færi fjölgandi þeim landsmönnum sem vildu vita hvað okkur býðst ef við göngum í EB. Sama gerðist nú í kvöldfréttum sjónvarps RÚV þegar forsætisráðherra var spurður hins sama.
Fjármálaráðherra og formaður VG svaraði sömu spurningu skýrt og skorinort: Af hálfu VG væri niðurstaðan, hver sem hún yrði, ekki stjórnarslitaástæða. Hann sagði einnig skýrt að VG væri ekki búin að skuldbinda sig til að sitja hjá við afgreiðslu þingsályktunartillögunnar. Þar myndi hver og einn þingmaður VG greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína.
Afdrif þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um aðildarviðræður eru algerlega í þoku. Fyrir liggur að VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa þá yfirlýstu stefnu að vera á móti aðild að EB. Báðir flokkar hafa einnig yfirlýsta stefnu um að þjóðin eigi að greiða atkvæði um það hvort gengið verði til viðræðna. Líklegt er að allir þingmenn VG greiði atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. Hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins geri það líka er óljósara. Það fer væntanlega m.a. eftir því hversu bundnir þeir telja sig af samþykkt landsfundar.
Samfylkingin reiðir sig þannig á Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna við afgreiðslu þessa mikilvæga máls. Það er kannski skýringin á því að nokkuð óvænt er í stjórnarsáttmálanum lofað stjórnlagaþingi, sem þessir flokkar hafa lagt allnokkra áherslu á.
![]() |
Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. maí 2009
Það þarf ekki mikið
![]() |
Ánægður með svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9. maí 2009
Þótt fyrr hefði verið
Það verður áhugavert að sjá "samstarfsgrundvöllinn" hjá VG og Samfylkingunni. Miðað við loforð um vandaða vinnu hljóta landsmenn að vænta loksins einhverra aðgerða fyrir fólk, fyrirtæki og fjölskyldurnar í landinu. Kannski verður skjaldborginni um heimilin lofað aftur?
![]() |
Ríkisstjórn í burðarliðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. maí 2009
Hanna Ingólfsdóttir Johannessen
Hönnu kynntist ég Barnaverndarnefnd Reykjavíkur eftir sveitarstjórnarkosningarnar 1982. Báðar komum við nýjar inn í nefndina þetta vorið og sátum þar saman í þrjú ár eða til 1985 þegar ég sagði af mér formennsku vegna brottfarar til útlanda. Hanna var áfram í nefndinni fjölmörg ár
Þá eins og nú var nefndin pólitískt skipuð í þeim skilningi að stjórnmálaflokkarnir sem áttu fulltrúa í borgarstjórn tilnefndu fulltrúa í nefndina. En þar sleppti pólitíkinni. Í nefndinni var gengið til verka með málefni barna að leiðarljósi. Allir flokkarnir lögðu mikinn metnað í að tilnefna hæft og að jafnaði reynslumikið fólk til starfa í nefndinni. Að jafnaði segi ég því seint verður sagt að ég hafi verið reynslumikið á þessum tíma. Aðrir nefndarmenn voru það á hinn bóginn og sýndu því aðdáunarvert umburðarlyndi að til formennsku var valinn nýútskrifaður lögfræðingur. Til mín hefur sjálfsagt verið leitað fyrir þá sök að kandidatsritgerð mín var á sviði barnaverndar og fól í sér allnokkra úttekt á störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafði ég m.a. bent á nokkur lausatök sem virtust vera á lögfræðilegri hlið starfa barnaverndarnefndar Reykjavíkur.
Á þessum vettvangi kynntist ég Hönnu og mörgum öðrum mikilhæfum einstaklingum. Það er ekki auðvelt að sitja í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Þar eru teknar ákvarðanir sem oft eru mjög sársaukafullar fyrir fjölskyldur, en nauðsynlegar, þegar hagur barna er hafður að leiðarljósi. Allar ákvarðanir nálgaðist Hanna fumlaust og í krafti þeirra reynslu sem hún hafði af margvíslegum störfum sínum á sviði mannúðarmála. Fyrir mig sem formann var ómetanlegt að hafa reynslumikla konu sem Hönnu, og aðra nefndarmenn, innanborðs, í öllum störfum nefndarinnar, en ekki síst þegar kom að erfiðum ákvörðunum.
Um svipað leyti hóf ég að starfa með Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Þar var Hanna einnig þungamiðja í starfi. Síðan höfum við Hanna bara alltaf þekkst. Þótt oft liðu mánuðir og jafnvel ár milli þess sem við hittumst þá var Hanna svo einstök kona að það var alltaf eins og við hefðum síðast hist í gær. Í prófkjörinu í mars sl. kom hún í morgunkaffi á heimili mitt þar sem ég bauð stjórnarmönnum í hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en hún sat í stjórn hverfafélagsins í vesturbæ um margra ára skeið. Mér þótti sérstaklega vænt um að hún skyldi gefa sér tíma til að sækja þennan fund sem ég boðaði til. Nokkrum dögum síðar hittumst við í Valhöll, einnig í tengslum við prófkjörið. Í samtali okkar bar margt á góma, eins og endranær. Vænt þótti mér um hversu hrifin hún sagðist hafa orðið af útsýninu úr stofunni hjá mér, þar sem Esjan blasir við í allri sinni dýrð. Síst af öllu hvarflaði að mér að þetta væri okkar síðasti fundur.
Hanna skilur eftir sig vandfyllt skarð alls staðar sem hún lét til sín taka. Sjálfstæðiskonur hafa misst einstakan og ötulan liðsmann. Mestur og stærstur er þó missir feðganna og fjölskyldunnar. Þeim sendi ég hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen.
![]() |
Útför Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. maí 2009
"Sæktu á brattann"
Söngvaseiður í Borgarleikhúsinu er yndislegur. Enda var sýningunni afburðavel tekið í gærkvöldi. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Sagan er ljúf, lögin falleg. Börnin hvert öðru frábærara í sínum hlutverkum. Og fullorðna fólkið ekki síðra. Mér fannst Jóhanna Vigdís eiginlega stela senunni sem abbadísin þó María Valgerðar Guðnadóttur væri mjög góð. Jóhannes Haukur var sjarmatröll í hlutverki kapteinsins en kannski fullungur til að vera trúverðugur sjö barna faðir?
Og einhvern veginn hittir beint í okkar aðstæður þýðing Flosa á Climb every montain: Sæktu á brattann, sigrað' í neyð, gakktu grýtta stigu, sem greiðfærustu leið ...
Er þetta ekki nákvæmlega það sem íslenska þjóðin er að gera núna?
Mæli eindregið með Söngvaseið - og taka börnin með. Ég hef aldrei verið á kvöldsýningu í leikhúsi þar sem jafnmikið var af börnum, sem öll virtust skemmta sér konunglega, þótt sum væru orðin aðeins þreytt í lokin.
![]() |
Endalaust uppklapp á Söngvaseið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. maí 2009
Er leyndin nauðsynleg?
Það er athyglisvert að fjármálaráðherra og ráðgjafi hans skuli sett í það hlutverk að verja mikla leynd yfir skýrslu Deloitte og ráðgjafafyrirtækisins Wyman um verðmat á eignum og skuldum sem færðar voru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Öðru vísi mér áður brá.
Það hafa sjálfsagt fleirum en mér þótt merkilegt af hversu miklum ákafa fjármálaráðherra varði alla þessa leynd kvöldið fyrir kjördag. Hrædd er ég um að ef fjármálaráðherra hefði á þeim tíma enn verið í stjórnarandstöðu hefði hann talað með öðrum og beinskeyttari hætti. Og gagnrýnt harðlega alla þessa leynd.
Enn eru menn á hans vegum að útskýra leyndina. Nú þannig að hugsanlega verði umrædd skýrsla aldrei birt. Alveg eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Gott væri ef sömu aðilar gætu útskýrt á mannamáli fyrir okkur kjósendum af hverju nákvæmlega þessi leynd er nauðsynleg. Ekki síst í ljósi þess að nýju bankarnir eru orðnir eign ríkisins.
![]() |
Skýrsla Wyman ekki birt meðan á viðræðum stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. maí 2009
Skýringar, takk
Hvernig má það vera að Bretar eigi í samningaviðræðum við AGS um það hvernig við greiðslum meintar skuldir okkar vegna Icesave? Í hvaða umboði er AGS að semja við Breta fyrir okkar hönd, ef rétt er? Af fréttinni má ráða að formaður Icesave samninganefndarinnar, Svavar Gestsson sendiherra og fv. ráðherra veit ekki af þessum tvíhliða viðræðum AGS og Breta.
Það er óviðkunnanlegt að lesa og heyra í fjölmiðlum að þessir aðilar séu eitthvað að véla um okkar mál. Fréttin kallar á frekari skýringar af hálfu stjórnvalda um það hvað sé eiginlega í gangi.
![]() |
Bretar að semja við IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 8. maí 2009
Sammála
Fyrirfram á ég ekki von á því að verða mjög hrifin af því sem fram mun koma í stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar. En ég verð þó að segja það að ég er algerlega sammála þeim áformum að breyta launakjörum hjá ríkinu þannig að laun forstöðumanna ríkisstofnana verði ekki hærri en laun forsætisráðherra. Raunar á hið sama að gilda í ráðuneytunum sjálfum. Enginn starfsmaður í ráðuneyti á að vera með hærri laun en ráðherrann sem þar er yfir.
![]() |
Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Enn hálfgerð hænufet
![]() |
Umtalsverð vaxtalækkun í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi