Leita í fréttum mbl.is

Grafalvarlegt mál

Þessar upplýsingar, ef réttar eru, eru grafalvarlegar og enn eitt púslið í þá mynd sem er að birtast af því sem raunverulega gerðist á síðasta ári. Hver verður ábyrgð þeirra sem vissu af stöðunni og aðhöfðust ekkert? Ofurlaun margra þeirra sem komu að máli voru réttlætt með því að ábyrgð þeirra væri svo mikil. Enn hefur ekki sýnt sig að nokkur beri minnstu ábyrgð á gríðarlegu tapi, m.a. tapi lífeyrissjóðanna. Svo er auðvitað umhugsunarefni af hverju t.d. lífeyrissjóðir voru að kaupa skuldabréf og víxla sem hlutafélag sem ekki einu sinni var almenningshlutafélag gaf út. Var slík fjárfesting fjármuna lífeyrissjóða í samræmi við þær reglur sem gilda?
mbl.is Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er búið að ræna landið og það sem meira er að sumir hverjir vilja halda áfram með óbreytt kerfi eins og ekkert hafi í skorist s.s. lífeyrissjóðakerfið og kvótakerfið.

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þetta er vægast sagt skelfilegt, ef rétt er, sem ég efast ekki hið minnsta um.

Svo virðist mér að það sé hópur fólks sem vill bola Evu Joly burt, en af hverju?

Má kannski ekki grafa of djúpt?

Hvað hræðist fólk?

Þau ellefu ár sem ég bjó í Færeyjum upplifði ég margt gott en líka margt misjafnt. Færeyingar tóku hinsvegar á málunum af skynsemi og þar var ekkert dregið undan. Ég minnist þess þegar ég kaus þar í fyrsta skipti og þjóðin þjappaði sér saman, hávaðalaust, með þeim afleiðingum að tuttugu og átta þingmenn fengu reisupassann.

Við getum lært margt af frændum okkar og m.a. litið til fiskveiðistefnu þeirra sem hefur jú skilað mjög góðum árangri.

Ég vona af heilum hug að Evu Joly takist að uppræta þessa rótgrónu spilling sem hér hefur verið allt of lengi, sama hversu lengi það tekur.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 12.6.2009 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 391675

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband