Leita í fréttum mbl.is

Það sem vefst

fyrir mér í þessu máli er að skv. fréttum er um að ræða skuld vegna láns sem umræddir aðilar eiga að hafa fengið hjá bankanum við kaup þeirra á Landsbankanum á sínum tíma. Einhvern veginn minnir mig að meginástæðan fyrir því að þessir aðilar fengu að kaupa Landsbankann, en ekki aðrir áhugasamir, hafi verið sú að þeir komu með peninga frá útlöndum og það var talið svo hagstætt. Nú er sagt að þeir hafi tekið lán fyrir a.m.k. hluta kaupverðsins. Var það þá vitleysa eftir allt saman að kaupverðið væri staðgreitt með erlendum fjármunum?
mbl.is Öryggi starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur

mun krefjast hins sama fyrir sína hönd, verði orðið við óskum umræddra aðila um helmings niðurfellingu skulda. Fái almenningur ekki sömu fyrirgreiðslu, þá getur allt gerst.
mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Af þessu má ráða að stjórnvöld, þ.e.Seðlabankinn og FME gerðu sér grein fyrir því strax í janúar 2008 að Icesave-reikningar Landsbankans gætu orðið íslensku þjóðinni stórhættulegir. Þá verður að spyrja: Af hverju gerðu þessi stjórnvöld ekki neitt til að koma þessum reikningum undir reglur viðkomandi landa? Af hverju gerði FME ekkert þegar Landsbankinn byrjaði Icecave-útrásina í Hollandi í maí 2008? Búið er að sýna að hollensk stjórnvöld höfðu miklar áhyggjur af þróun mála og gerðu ítrekaðar tilraunir til að aðvara íslensk stjórnvöld. Allt virðist þetta staðfesta hversu steinsofandi þeir voru sem áttu að vera glaðvakandi á vaktinni. Og hver á að bera ábyrgð á því?
mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa til vandamál

Það er erfitt að skilja af hverju slitastjórnin kaus að taka þessa afstöðu ef flötur var á því að leysa málið með þá væntanlega lögjöfnun. Einhvern veginn hefði maður haldið að slitastjórnin ætti að reyna að leysa vandamál fremur en að búa þau til. Og ekki sýnir þessi afstaða mikinn skilning á stöðu starfsmanna sem gengið hafa útfrá því sem vísu, eins og flestir launamenn gera, að laun greiðist um mánaðarmót.
mbl.is Launalausir vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýringa þörf

Hvað getur verið svo merkilegt í fundargerðum frá samningafundum vegna Icesave-málsins að það réttlæti alla þessa leynd?


mbl.is Fá ekki Icesave-gögnin í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það svo

að það sem AGS vill, það verður? Það kemur í ljós í dag þegar næsta ákvörðun um vexti verður tilkynnt.
mbl.is AGS vill ekki stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert óvænt í þessu

Það er ekki við öðru að búast en að fylgi við ríkisstjórnarflokkana dvíni og það hratt. Ekkert af því sem ríkisstjórnin er að gera er mjög til vinsælda fallið.

Fróðlegt verður að sjá hvort Samfylkingin missi kjarkinn aftur því það gerði hún svo sannarlega í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum eftir hrunið þegar fylgið fór að reitast af henni í skoðanakönnunum.

Þegar upp kom sú staða að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar naut ekki lengur fylgis meirihluta kjósenda í skoðanakönnunum töldu VG algerlega ljóst að boða yrði til kosninga. Hvað ætli að Samfylking og VG telji rétt að gera nú þegar stjórnin sem þeir telja að kjósendur hafi beðið um í kosningunum virðist ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þeirra? 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunirnir

Hagsmunir Evrópusambandslandanna af því að innlánatryggingatilskipunin væri túlkuð með þeim hætti sem þau vildu voru miklir. Löndin ákváðu að knýja fram, með illu eða góðu, sína túlkun. Í þeirri viðleitni var greinilega öllum meðölum beitt. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir okkur hvernig þessi lönd, þ.á m. Norðurlöndin, sem við höfum talið til okkar vinaþjóða, snerust gegn okkur að þessu leyti. Það er líka áleitin spurning hvort þessa stöðu, þ.e. hversu mikilvæg hin "rétta" túlkun var þessum ríkjum, hefði ekki einhvern veginn mátt nýta í okkar þágu, því ekki er að sjá að það hafi með neinum hætti verið gert.

Umrætt minnisblað er hluti gagna sem nú hafa verið birt í tengslum við frumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Af skjalayfirlitinu má sjá að birt eru fjölmörg áhugaverð skjöl sem mögulega munu varpa skýrara ljósi á alla þessa atburðarrás. Það er þakkarvert að almenningi skuli nú loksins treyst til að sjá skjölin, en auðvitað hefði átt að vera búið að birta þau fyrir löngu.

Í frétt á visir.is kemur fram að 24 skjöl séu eingöngu sýnd þingmönnum af því að viðsemjendur okkar samþykki ekki að almenningi séu sýnd þau gögn. Geta viðsemjendur okkar ákveðið hvaða gögn almenningur á Íslandi fær að sjá og hvaða gögn almenningur fær ekki að sjá þegar þessi sami almenningur er sá sem mun bera ríkisábyrgðina á endanum? Einhvern veginn skilur maður ekki hvernig íslensk stjórnvöld geta fallist á kröfur af þessu tagi.


mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkn spyr hvorki um stétt né stöðu ...

Þetta er þörf herferð á vegum Styrktarsjóðs Susie Rutar. Herferðinni er beint gegn þeim misskilningi að gagnvart fíkninni séu einhverjir óhultir. Staðreyndin er sú að fíkn spyr hvorki um stétt né stöðu, ætt né uppruna. Það geta allir orðið fíkninni að bráð. Það veit enginn hver flækist næstur í hryllingsvef fíknarinnar. Þess vegna er best að prufa aldrei ólögleg fíkniefni.
mbl.is Ég verð ekki fíkill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Það er dýrt, það er skítt, það er óréttlátt ..."

sagði fjármálaráðherra um þá staðreynd að við þurfum að hans mati að efna Icesave-skuldbindingarnar. Athyglisverð var vangavelta fjármálaráðherra um það hvort við sem þjóð yrðum ekki að horfast í augu við það að við bærum ábyrgð vegna athafna eða athafnaleysis stjórnvalda og eftirlitsstofnana. Ég gat ekki öðruvísi skilið orð fjármálaráðherra en svo að þar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hefðu brugðist í eftirliti sínu með Icesave útrás Landsbankans þá yrði íslenska þjóðin að gjalda fyrir þau mistök.

Þetta er vissulega ábending sem erfitt er að andmæla, ekki síst eftir lestur samantektar Morgunblaðsins sunnudaginn fyrir viku á atburðarrásinni í Icesave-málinu í Hollandi. Sú samantekt sýndi svo ekki verður um villst að frá fyrsta degi stofnunar Landsbankans á Icesave reikningum í Hollandi í maí 2008 höfðu þarlend eftirlitsyfirvöld og stjórnvöld miklar áhyggjur af þróun mála. Aftur og aftur snéru þessu sömu stjórnvöld og eftirlitsyfirvöld í Hollandi sér til systurstofnana á Íslandi og fengu alltaf sömu viðbrögðin. Það væri ekkert að óttast, þetta kæmi þeim ekki við. Síðast í september 2008 reyndu hollensk stjórnvöld að vekja athygli á áhyggjum sínum. Hér var sem fyrr skellt skollaeyrum við þessum ábendingum.

Það sem maður veltir fyrir sér er það að Landsbankinn, frá maí til september 2008 safnaði 1,6 milljörðum evra inn á reikninga í Hollandi, að sögn fjármálaráðherra - í samantekt Morgunblaðsins minnir mig að fjárhæðin hafi verið sögð 1,9 milljarðar evra. Landsbankinn fékk þetta í beinhörðum peningum. Hefur af einhverra hálfu verið kortlagt hvert þessir peningar fóru? Hverjum lánaði Landsbanki Íslands þessa miklu fjármuni því ekki voru þeir til staðar þegar bankinn hrundi, ef maður hefur rétt skilið. Sömu spurningar má spyrja um alla milljarðana í pundum sem lagðir voru á Icesave reikningana í Bretlandi. Er búið að kortleggja hverjir fengu þá lánaða? Ef það er svo klárt að við eigum að greiða þetta eigum við þá ekki rétt á því að vita fyrir hverja við erum að greiða? Við hljótum að þurfa að greiða af því að lánin sem þessi peningar voru notuð í eru ekki talin munu skila sér tilbaka nema í mjög litlum mæli.

Einar Már hélt hnyttna ræðu á fundinum en hún var meira á tilfinninganótum en málefnalegum, þó salurinn tæki vel undir. 

Ræða Helga Áss Grétarssonar úr Indefence hópnum var áhugaverð og hann og aðrir Indefence fulltrúar vörpuðu fram spurningum sem við hljótum að eiga rétt á svörum við. Ábending þeirra um að hafna ríkisábyrgð á þessum samningi og leita strax eftir viðræðum um nýjan samning er allrar skoðunar verð og þarflaust að semja við okkur sjálf um það að það sé ekki kostur í stöðunni, eins og  fjármálaráðherra virðist telja.

Ábending Elviru Mendez sérfræðings í Evrópurétti um það hvernig mætti hugsanlega koma deilunni undir Evrópudómstólinn hlýtur að vera eitthvað sem skoða þarf nánar.

Lélegust fundust mér svör aðstoðarmanns fjármálaráðherra þegar hann var spurður út í 9. gr. laganna um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta um heimild til að greiða út í íslenskum krónum. Það voru ekki trúverðug svör sem um það komu.

 


mbl.is Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verk að vinna ...

Þessi svör sýna að ráðherrarnir hafa verk að vinna til að jafna sem mest hlutfall kynjanna í stjórnendastöðum innan sinna ráðuneyta og undirstofnana. Það var svosem fyrirfram vitað.
mbl.is Konur í minnihluta stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjördæmamál?

Er ekki miklu nærtækari skýring á þessu? Vaðlaheiðagöng eru í kjördæmi samgönguráðherrans en það er tvöföldun Suðurlandsvegar ekki.
mbl.is Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband