Leita í fréttum mbl.is

Af hverju?

Af þessu má ráða að stjórnvöld, þ.e.Seðlabankinn og FME gerðu sér grein fyrir því strax í janúar 2008 að Icesave-reikningar Landsbankans gætu orðið íslensku þjóðinni stórhættulegir. Þá verður að spyrja: Af hverju gerðu þessi stjórnvöld ekki neitt til að koma þessum reikningum undir reglur viðkomandi landa? Af hverju gerði FME ekkert þegar Landsbankinn byrjaði Icecave-útrásina í Hollandi í maí 2008? Búið er að sýna að hollensk stjórnvöld höfðu miklar áhyggjur af þróun mála og gerðu ítrekaðar tilraunir til að aðvara íslensk stjórnvöld. Allt virðist þetta staðfesta hversu steinsofandi þeir voru sem áttu að vera glaðvakandi á vaktinni. Og hver á að bera ábyrgð á því?
mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þinn flokkur og þinn maður Davíð Oddson !!!!

Solla Bolla (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ekki ætla ég að gera lítið úr ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í hruninu en vil samt benda "Sollu Bollu" að það var Fjármálaeftirlitið FME sem átti að hafa eftirlit og stöðu til að grípa þarna inní en gerði akkúrat ekkert.

FME var undir pólitískri ábyrgð og stjórn Björgvins G. viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar sem mærði bankanna og allt það hyski gengdarlaust alveg fram að hruni og var algerlega steinsofandi.

Nú situr þessi gamli Björgvin G. ekki lengur á þingi sem betur fer, heldur er kominn annar og hann heitir nú "Nýji Björgvin G" og er meira að segja þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Ekki er ég Sjálfstæðismaður og ekki heldur Samfylkingarmaður en mér blöskrar bara svo hvað Samfylkingin er fljót að gleyma og hvernig þeir þykjast ævinlega vera sárasaklausir englar og svona eins og stjórnmálaflokkur sem stofnaður var í vetur.  

Það er mikil hræsni !

Gunnlaugur I., 5.7.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Dögg - þú ert nú lögfræðingur ekki rétt ?

Hvað segirðu um röksemdir Davíðs í greininni - ég verð nú að segja að þetta virðist stemma við skoðanir  Stefáns Más og Lárusar Blöndal, sem hafa tjáð sig áður.

Væri ekki réttast að einhver stórhuga stórnmálamaður kæmi nú fram á sjónarsviðið, berði í borðið og segði NEI TAKK við þessum Icesave skuldbindingum ??

Eða á íslenzkur almenningur að borga skuldir svokallaðra viðskiptajöfra sem eru ekkert annað en glæpalýður. 

Og hvað með ábyrgð allra endurskoðunarfyrirtækja landsins ?  Hvernig datt þessu liði í hug að skrifa upp á 1000 milljarða "goodwill" bull sem aldrei var neitt nema vindurinn einn ??

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Af hverju gerðu þeir ekkert spyrð þú að sönnu.

Ég spyr hvað á að gera við menn sem gambla með þjóð sína með þessum hætti? Hvað á að gera við menn sem veðsetja þjóð sína fyrir 1.000 milljörðum á tveim árum? Kjósa þá í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins? 

Hvað á að gera við stjórnvöld, stjórnmálamenn og embættismenn, sem heimila slíka veðsetningu með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.7.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 391615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband