Sunnudagur, 4. apríl 2010
Andmælareglan
Andmælareglan er einn hornsteina stjórnsýsluréttarins og var lögfest með 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Greinin er svohljóðandi:
Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft. (Leturbreyting DP.)
Í skýringum með 13. gr. segir (sjá frumvarp til stjórnsýslulaga, aðgengilegt á: http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html):
Kjarni andmælareglunnar er að ekki verði tekin ákvörðun um réttarstöðu aðila fyrr en honum hafi verið gefinn kostur á því (a) að kynna sér málsgögn og málsástæður sem ákvörðun byggist á og (b) að tjá sig um málið. Í reglunni felst að aðili máls, sem til meðferðar er hjá stjórnvaldi, á að eiga kost á því að tryggja réttindi sín og hagsmuni með því að kynna sér gögn máls og málsástæður er ákvörðun mun byggjast á, leiðrétta fram komnar upplýsingar og koma að frekari upplýsingum um málsatvik áður en stjórnvald tekur ákvörðun í máli hans.
Lagaákvæðið er auðskilið og ljóst. Ákvörðun, t.d. ákvörðun um áminningu, má ekki taka fyrr en búið er að veita þeim andmælarétt, sem hugsanleg ákvörðun snýr að. Réttur til andmæla er því ekki einvörðungu góð stjórnsýsla heldur er hann lögboðinn skv. stjórnsýslulögum.
Fyrir mörgum árum, meðan ég var lögfræðingur í ráðuneyti, lærði ég að í andmælaréttarbréfi verður orðalag að verða hlutlaust og með engum hætti má gefa til kynna í slíku bréfi að ákvörðun um áminningu liggi þegar fyrir. Það vekur því athygli að í andmælaréttarbréfi ráðherra eru engir fyrirvarar. Þvert á móti. Boðskapur ráðherra er skýr. Hann er búinn að taka ákvörðun. Fyrirsögn bréfsins er: Tilkynning um fyrirhugaða áminningu. Strax í byrjun bréfsins segir að ráðgert sé að áminna. Andmælaréttarbréf ráðherrans virðist því þjóna þeim tilgangi einum að geta sagt, eftirá, að andmælaréttar hafi verið gætt. Slíkur andmælaréttur er lögleysa og um leið afleit stjórnsýsla.
Það vekur furðu að lögleysa af þessu tagi skuli viðhöfð af hálfu ráðherra ekki síst þegar tilefni aðgerða ráðherrans er sagt vera meint brot á góðum starfsháttum í opinberu starfi.
Ráðherra ætlar að áminna forstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20. mars 2010
Gæfulausar tillögur
Vilja að gengið verði lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12. mars 2010
Smánarblettur
Páfi vissi af kynferðisbrotum prests | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. mars 2010
Þekkt vandamál
Það er þekkt vandamál að heilbrigðisstarfsmenn eru mjög tregir til að tilkynna um það sem úrskeiðis fer í meðferð á sjúklingum. Lagasetning hefur ekkert að segja. Það þekkjum við. Lögum var breytt hér á landi í lok tíunda áratugarins þar sem sett var á tilkynningaskylda. Hún virkaði ekki. Kannski er næsta skrefið að athuga nafnlausar tilkynningar eins og virðast hafa gefist vel t.d. í Danmörku. Þessar niðurstöður um að margt þurfi að skoða í heilbrigðiskerfinu norska eru í samræmi við fullyrðingar sem komu fram á fundi sem m.a. landlæknisembættið stóð fyrir fyrir nokkrum misserum þar sem almennt var fjallað um það sem úrskeiðis fer við meðferð sjúklinga. Tölur sem þar voru kynntar sýna að það fer miklu oftar eitthvað úrskeiðis en við vitum af. Einhvers konar umboðsmaður sjúklinga er kannski það sem þarf til að fylgjast með þessu.
Þora ekki að tilkynna mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. mars 2010
Ekki við öðru að búast ...
Miðað við stöðuna gat það ekki öðru vísi farið en að flestir sem færu á kjörstað krossuðu við NEI. Það liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa þegar lagt fram tilboð um nýjan samning sem er hagstæðari en sá sem fólst í þessum lögum, sem þjóðin hefur nú fellt með eftirminnilegum og afgerandi hætti. Það var því ekkert annað að gera fyrir þjóðina en að segja NEI. Skyldu oddvitar ríkisstjórnarinnar ekki vera hugsi yfir stöðu mála?
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. mars 2010
Orð að sönnu ...
Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 4. mars 2010
Kynjakvótar
Í prinsipinu er ég ekki fylgjandi kvótum af neinu tagi - en því miður hefur reynslan sýnt að jafnrétti í reynd næst ekki með fagurgala og yfirlýsingum. Vinstri stjórnin sem nú situr, fór af stað með hástemmdar yfirlýsingar um aukið jafnrétti. Í verki er ekki staðið við þær, sbr. nýjustu fréttir úr Landsbankanum, sem er 85% í ríkiseigu. Ég tel því kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja eiga rétt á sér sem tilraun til að láta á það reyna hvort það séu slíkar aðgerðir sem þurfi til.
Afstaða sjálfstæðismanna í þessu máli er mér mikil vonbrigði.
Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Skoðana- og tjáningarfrelsi
Eru þingmenn Samfylkingarinnar búnir að gleyma því að VG gekk óbundið til þessa stjórnarsamstarfs varðandi aðildarviðræður að EB? Verra er að þingmenn Samfylkingarinnar virðast búnir að gleyma því að í landinu er tjáningarfrelsi og málfrelsi, sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Tuktar þingmenn Vinstri Grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
"Hann situr hjá"
Hermann studdi Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Það er rétt ...
að það er hlutverk dómstóla en ekki banka að dæma þá sem kunna að hafa gerst brotlegir við lög í aðdraganda hrunsins.
En er það sérstakt hlutverk bankanna að umbuna sumum umfram aðra?
Vinnan aldrei unnin þannig að öllum líki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Mun hagur almennings vænkast með hlutabréfakaupum í Högum?
Arion banki hefur lengi vandræðast með Haga. Haga keyptu Baugsfeðgar útúr Baugi, korteri fyrir hrun, með ríflegri lánsfyrirgreiðslu forvera Arion banka. Lending hefur náðst. Gefa á ,,almenningi og fagfjárfestum" kost á að kaupa hlutabréf í Högum í opnu hlutafjárútboði. Stjórnendur verða hinir sömu og ,,stjórnendateymið" fær að kaupa sinn skerf.
Með fagfjárfestum er væntanlega fyrst og fremst átt við lífeyrissjóðina. Þeir töpuðu miklum fjármunum í hruninu. Eigendur lífeyrissjóðanna, almenningur í landinu, geldur fyrir með lakari lífeyri þegar þar að kemur. Sjálfsagt mun sagan ekki stöðva lífeyrissjóðina í að fjárfesta í Högum, enda almenningur í landinu sem borgar brúsann, ef illa fer.
Víkjum þá að almenningi í landinu, sem stjórn Arion banka vill að kaupi hlutabréf í Högum. Er til almenningur í landinu sem a) á fjármuni til að fjárfesta í hlutabréfum, b) treystir hlutabréfamarkaðnum á Íslandi svo vel að hann setji hugsanlegar krónur til sparnaðar í kaup á hlutabréfum?
Almenningur í landinu tók áskorun stjórnvalda við stofnun hlutabréfamarkaðar á Íslandi á tíunda áratug síðustu aldar. Almenningur setti sparnað sinn í hlutabréf í félögum á markaði, enda treysti almenningur því að þar giltu leikreglur, sem farið væri eftir. Í hruninu kom annað í ljós. Almenningur í landinu tapaði milljörðum króna á hruni bankanna. Tæpast hvetur sú reynsla almenning í landinu til að hlaupa til og kaupa hlutabréf.
Hér varð hrun, sem almenningur bar sáralitla ef nokkra ábyrgð á. Afleiðingarnar ber almenningur þó af fullum þunga með versnandi lífskjörum, stóraukinni greiðslubyrði, m.a. af íbúðalánum og sívaxandi skattheimtu. Almenningi var lofað skjaldborg, sem hvergi mótar fyrir. En nú skal bjóða almenningi upp í nýjan hlutabréfadans. Það á ekki af almenningi á Íslandi að ganga.
Hagar í Kauphöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Stundum
Flugmenn samþykkja verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 392370
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi