Leita í fréttum mbl.is

Andmćlareglan

Andmćlareglan er einn hornsteina stjórnsýsluréttarins og var lögfest međ 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Greinin er svohljóđandi:

Ađili máls skal eiga ţess kost ađ tjá sig um efni máls áđur en stjórnvald tekur ákvörđun í ţví, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstađa hans og rök fyrir henni eđa slíkt sé augljóslega óţarft. (Leturbreyting DP.)

Í skýringum međ 13. gr. segir (sjá frumvarp til stjórnsýslulaga, ađgengilegt á: http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html):

Kjarni andmćlareglunnar er ađ ekki verđi tekin ákvörđun um réttarstöđu ađila fyrr en honum hafi veriđ gefinn kostur á ţví (a) ađ kynna sér málsgögn og málsástćđur sem ákvörđun byggist á og (b) ađ tjá sig um máliđ. Í reglunni felst ađ ađili máls, sem til međferđar er hjá stjórnvaldi, á ađ eiga kost á ţví ađ tryggja réttindi sín og hagsmuni međ ţví ađ kynna sér gögn máls og málsástćđur er ákvörđun mun byggjast á, leiđrétta fram komnar upplýsingar og koma ađ frekari upplýsingum um málsatvik áđur en stjórnvald tekur ákvörđun í máli hans.

Lagaákvćđiđ er auđskiliđ og ljóst. Ákvörđun, t.d. ákvörđun um áminningu, má ekki taka fyrr en búiđ er ađ veita ţeim andmćlarétt, sem hugsanleg ákvörđun snýr ađ. Réttur til andmćla er ţví ekki einvörđungu góđ stjórnsýsla heldur er hann lögbođinn skv. stjórnsýslulögum.

Fyrir mörgum árum, međan ég var lögfrćđingur í ráđuneyti, lćrđi ég ađ í andmćlaréttarbréfi verđur orđalag ađ verđa hlutlaust og međ engum hćtti má gefa til kynna í slíku bréfi ađ ákvörđun um áminningu liggi ţegar fyrir. Ţađ vekur ţví athygli ađ í andmćlaréttarbréfi ráđherra eru engir fyrirvarar. Ţvert á móti. Bođskapur ráđherra er skýr. Hann er búinn ađ taka ákvörđun. Fyrirsögn bréfsins er: Tilkynning um fyrirhugađa áminningu. Strax í byrjun bréfsins segir ađ ráđgert sé ađ áminna.  Andmćlaréttarbréf ráđherrans virđist ţví ţjóna ţeim tilgangi einum ađ geta sagt, eftirá, ađ andmćlaréttar hafi veriđ gćtt. Slíkur andmćlaréttur er lögleysa og um leiđ afleit stjórnsýsla.

Ţađ vekur furđu ađ lögleysa af ţessu tagi skuli viđhöfđ af hálfu ráđherra ekki síst ţegar tilefni ađgerđa ráđherrans er sagt vera meint brot á góđum starfsháttum í opinberu starfi. 


mbl.is Ráđherra ćtlar ađ áminna forstjóra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Aftur og aftur fara ţessi einstökustu stjórnvöld Íslandssögunnar á skjön viđ ţađ sem viđ einfaldir teljum vera góđa stjórnsýslu og ţađ án verulegra athugasemda.  Viđ einfaldir erum sjaldan löglćrđir en á stundum ágćtlega siđfróđir.  Ţakka ţér Dögg fyrir skýrt og trúverđugt mál.  

Hrólfur Ţ Hraundal, 4.4.2010 kl. 15:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo ţegar ađgerđir stjórnvalda bakar skađabótaskyldu ţá er bara ríkissjóđur látinn borga en enginn dreginn til ábyrgđar. Ef vel vćri ađ verki stađiđ ţá vćri hér starfandi ţingnefnd sem tćki slík mál til rannsóknar og gćti á grundvelli laga um ráđherraábyrgđ nr.4, 19/02/1963, annađhvort boriđ fram vantraust á einstaka ráđherra eđa akveđiđ ađ vísa broti til Landsdóms.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 00:15

3 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Ţá er ráđherra vanhćfur til ađ áminna ţví hann er búinn ađ gefa út ađ hann ćtli ađ áminna. Svipađ og dómari segđist ćtla ađ dćma međ tilteknum hćtti áđur en máliđ er flutt.  He .........................

Sigurđur Ţórđarson, 5.4.2010 kl. 12:59

4 identicon

Gott blogg.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráđ) 5.4.2010 kl. 14:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband