Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Mađur ađ meiri

Ţađ eiga allir leiđréttingu orđa sinna og gjörđa. Heilbrigđisráđherra er mađur ađ meiri ađ átta sig á ţví á hvađa villibraut hún var í ţessu máli og gangast viđ ţví međ ţeim hćtti sem nú liggur fyrir. Á tímabili leit út fyrir ađ ráđherra ćtlađi ađ grafa sig enn dýpra í vitleysuna. Nú hefur ráđherra séđ ađ sér, skrifađ forstjóranum bréf og tilkynnir ađ ekki sé tilefni til áminningar. Ţađ ţarf kjark til ađ gangast viđ ţví ađ hafa veriđ á villugötum. Međ bréfi sínu hefur heilbrigđisráđherra sýnt ţann kjark. Til viđbótar hefur hún vonandi einnig beđiđ hann afsökunar.
mbl.is Ekki tilefni til áminningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofurmannlegar kröfur?

Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru framúrskarandi hćfir einstaklingar, eins og viđ öll vitum. En er hćgt ađ ćtlast til ađ ţeir segi eitthvađ af viti um 2000 bls. skýrslu 4,5 klst. eftir ađ skýrslan verđur gerđ opinber? Ţeim er ćtlađ ađ lesa tćpar 500 bls. á klukkutíma. Hefđi ekki veriđ nćr ađ gefa ţeim a.m.k. sólarhring áđur en ţeir fćru ađ tjá sig?
mbl.is Kynning skýrslunnar undirbúin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ sýna í verki ...

Ég tek ofan fyrir Vilhjálmi Bjarnasyni ađ afţakka í Útsvari í kvöld gjafabréfiđ frá flugfélagi í eigu eins af útrásarvíkingunum. Međ ţví sýndi hann í verki afstöđu sína til eins eiganda ţessa fyrirtćkis, forsögu hans og meintrar ađildar hans í hruninu. Kannski viđ ćttum fleiri ađ fylgja fordćmi Vilhjálms, taka höndum saman og sýna í verki afstöđu okkar til útrásarvíkinganna međ ţví ađ hunsa eins og viđ mögulega getum fyrirtćki ţeirra?


mbl.is Afţakkađi gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ólíđandi

Ţađ kemur ekki á óvart ađ Bretar og Hollendingar haldi okkur í gíslingu hjá AGS í sína ţágu vegna Icesave. Ţađ eru hins vegar vonbrigđi ađ meintar vinaţjóđir, Norđurlöndin og Eystrasaltsríkin slái sér í hóp ţeirra sem međ alls óviđeigandi hćtti vilja kúga okkur í ţágu Breta og Hollendinga. Ţetta eru ólíđandi vinnubrögđ og ólíđandi ađ AGS skuli láta ţađ viđgangast svo mánuđum og misserum skiptir ađ komiđ sé fram međ ţessum hćtti viđ eitt ađildarríki. Er ekki orđiđ tímabćrt ađ segja upp samstarfinu viđ AGS? Getum viđ treyst ađila sem dregur međ ţessum hćtti taum sumra ađildarríkja á kostnađ annarra?
mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Andmćlareglan

Andmćlareglan er einn hornsteina stjórnsýsluréttarins og var lögfest međ 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Greinin er svohljóđandi:

Ađili máls skal eiga ţess kost ađ tjá sig um efni máls áđur en stjórnvald tekur ákvörđun í ţví, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstađa hans og rök fyrir henni eđa slíkt sé augljóslega óţarft. (Leturbreyting DP.)

Í skýringum međ 13. gr. segir (sjá frumvarp til stjórnsýslulaga, ađgengilegt á: http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html):

Kjarni andmćlareglunnar er ađ ekki verđi tekin ákvörđun um réttarstöđu ađila fyrr en honum hafi veriđ gefinn kostur á ţví (a) ađ kynna sér málsgögn og málsástćđur sem ákvörđun byggist á og (b) ađ tjá sig um máliđ. Í reglunni felst ađ ađili máls, sem til međferđar er hjá stjórnvaldi, á ađ eiga kost á ţví ađ tryggja réttindi sín og hagsmuni međ ţví ađ kynna sér gögn máls og málsástćđur er ákvörđun mun byggjast á, leiđrétta fram komnar upplýsingar og koma ađ frekari upplýsingum um málsatvik áđur en stjórnvald tekur ákvörđun í máli hans.

Lagaákvćđiđ er auđskiliđ og ljóst. Ákvörđun, t.d. ákvörđun um áminningu, má ekki taka fyrr en búiđ er ađ veita ţeim andmćlarétt, sem hugsanleg ákvörđun snýr ađ. Réttur til andmćla er ţví ekki einvörđungu góđ stjórnsýsla heldur er hann lögbođinn skv. stjórnsýslulögum.

Fyrir mörgum árum, međan ég var lögfrćđingur í ráđuneyti, lćrđi ég ađ í andmćlaréttarbréfi verđur orđalag ađ verđa hlutlaust og međ engum hćtti má gefa til kynna í slíku bréfi ađ ákvörđun um áminningu liggi ţegar fyrir. Ţađ vekur ţví athygli ađ í andmćlaréttarbréfi ráđherra eru engir fyrirvarar. Ţvert á móti. Bođskapur ráđherra er skýr. Hann er búinn ađ taka ákvörđun. Fyrirsögn bréfsins er: Tilkynning um fyrirhugađa áminningu. Strax í byrjun bréfsins segir ađ ráđgert sé ađ áminna.  Andmćlaréttarbréf ráđherrans virđist ţví ţjóna ţeim tilgangi einum ađ geta sagt, eftirá, ađ andmćlaréttar hafi veriđ gćtt. Slíkur andmćlaréttur er lögleysa og um leiđ afleit stjórnsýsla.

Ţađ vekur furđu ađ lögleysa af ţessu tagi skuli viđhöfđ af hálfu ráđherra ekki síst ţegar tilefni ađgerđa ráđherrans er sagt vera meint brot á góđum starfsháttum í opinberu starfi. 


mbl.is Ráđherra ćtlar ađ áminna forstjóra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 392369

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband