Leita í fréttum mbl.is

Ómaklegar alhæfingar

Ekki er það með öllu rétt hjá forseta Íslands að ekkert hæfnismat fari fram á umsækjendum um dómaraembætti. Þeir sem sækja um embætti héraðsdómara eru metnir af sérstakri nefnd. Þeir sem sækja um embætti hæstaréttardómara eru metnir af Hæstarétti. Það má vissulega ræða það hvort þetta hæfnismat eigi að vera með öðrum hætti en um hæfnismat er að ræða engu að síður.

Sjálfsagt hefur það komið fyrir hjá ráðherrum í öllum flokkum að skipa í embætti, hvort sem það eru dómaraembætti eða há embætti í stjórnsýslunni, einstaklinga með "rétt" flokksskírteini. Það er hins vegar fráleitt að halda því fram að í því felist sjálfkrafa að sá hinn sami sé jafnframt vanhæfur. 

Sú umræða sem forseti Íslands bryddar hér upp á er nauðsynleg. En umræða af þessu tagi verður að vera yfirveguð, án upphrópana og án ómaklegra alhæfinga.


mbl.is Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er það ótrúlegt að sjá fólk rembast við að réttlæta kerfis-spillingu FLokksins...

Var ráðningar hæstaréttadrómaranna Jón Steinars og Ólafs Barkar í lagi?  

Og ráðning Þorsteins Davíðssonar?  Þessir voru aldrei taldir hæfastir.  

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Menn geta svo sem alveg viðurkennt það, hvar í flokki sem þeir standa, að ráðningar fara stundum eftir flokkslínum. En ..., eins og þú bendir réttilega á, þá er ekki þar með sagt að flokksgæðingurinn sé versti kandidatinn. Hann gæti allt eins verið skást kosturinn.

Þessi umræða okkar fjallar um spillingu. Hjá okkur á Íslandi er þetta kallað "business as usual" og við teljum okkur eiga skildar góðar umsagnir erlendra álitsgjafa um gagnsæi og hreinar línur í stjórnsýslunni. Við erum bara orðin svo samdauna þessu kerfi að það hvarflar ekki að okkur að það sé þetta sem menn eiga við þegar talað er um spillingu.

Sá sem vakti máls á þessu í áramótaávarpinu, þekkir vel til fyrirgreiðslu innan stjórnkerfisins og talar af þekkingu og reynslu. Hann hafði þetta fyrir augunum, innan og utan ríkisstjórnar, í áratugi.

Flosi Kristjánsson, 2.1.2010 kl. 13:43

3 identicon

ólafur skrifaði snarpa grein í moggann fyrir mörgum mörgum árum þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið væri að skipan hæstaréttardómara. Meðal annars benti hann á að mat það sem Hæstiréttur veitti væri órökstutt kaffispjall - enda ekki til neinar leiðbeiningar eða reglur um á hverju matið ætti að byggjast eða innihalda. Þetta semsagt fyrir óralöngu og ekkert hefur breyst.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:16

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ummæli forseta voru hvorki upphrópun né ómakleg. Þau voru löngu tímabær. Þetta gildir ekki bara um dómara. Engir urðu sýslumenn áratugum saman hér á landi nema að hafa tengsl í Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2010 kl. 22:53

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hæfnismat dómara af hæstarétti hafa iðulega verið sniðgengin af ráðherrum. Það er líklega kveikjan af þessari umræðu upp á síðkastið. Þegar sjálfstæðisflokkurinn var bínn að hafa dómsmálin í 12 ár var undir lokin komið nokkuð los á fastheldnina við gæðamatið. Þá var stundum farið eftir örðum kríteríum. Mér finnst samt að ÓRG hefði mátt láta þetta kyrrt liggja en tala þeim mun meira um beint lýðræði og hvað þyrfti til að koma því áleiðis. ( ég var hálfpartinn að vona að hann segði bara af sér í beinni).

Gísli Ingvarsson, 3.1.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 389904

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband