Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Þjóðir, fjölskyldur

Með Icesave fyrirvörunum mun Alþingi tilkynna umheiminum, en fyrst og fremst kröfuhöfunum Bretum og Hollendingum, að til greiðslu af Icesave skuldbindingunni (lánunum) komi ekki nema tilteknar efnahagslegar forsendur gangi eftir.

Nú er það svo að fjöldi fjölskyldna í landinu er í ýmsu tilliti í sambærilegri stöðu og íslenska ríkið í þessu sambandi. Á þeim hvíla skuldbindingar sem ekki  er öruggt að þær standi undir. Skuldabyrðin hefur aukist verulega hjá fjölskyldum. Gengislán hvers höfuðstóll var í íslenskum krónum kannski 12 milljónir króna þegar það var tekið til húsnæðiskaupa fyrir nokkrum misserum er nú kannski 26 milljónir króna af ástæðum sem fjölskyldan með engum hætti ber ábyrgð á. Verðtryggt lán, hvers höfuðstóll var kannski 22 m.kr. þegar það var tekið til húsnæðiskaupa fyrir nokkrum misserum er nú kannski 29 m.kr. vegna verðbólgu sem fjölskyldan ber enga ábyrgð á að rauk upp. Höfuðstóll, beinharðir peningar sem fjölskyldan átti og setti í húsnæðiskaup sín fyrir nokkrum misserum er löngu brunnin upp, vegna samspils verðbólgu og gengishruns.

Ef fjölskyldur í landinu, í þeirri stöðu sem að framan er rakin, myndu nú taka sig til og setja efnahagslega fyrirvara við greiðslu sína á skuldbindingum sem á þeim hvíla. Hvernig ætli íslenskar lánastofnanir muni bregðast við slíkum fyrirvörum?  

Ríkisstjórnin lofaði því að um fjölskyldurnar í landinu yrði reist skjaldborg til að þær gætu staðið undir afleiðingum þeirra áfalla sem gengishrun og óðaverðbólga leiddi af sér. Ég veit ekki um neinn sem hefur fundið fyrir þeirri skjaldborg, enda öll orka ríkisstjórnarinnar farið í mál eins og aðildarviðræður að EB og Icesave. Nú eru þau mál að baki. Þá hlýtur að vera komið að heimilunum í landinu og aðgerðum þeim til bjargar. Í ljósi þess tillits sem ríkisstjórnin og við ætlumst til að erlendir kröfuhafar sýni okkur vegna Icesave er ekki tímabært að ríkisstjórnin og lánastofnanir fari að skoða stöðu íslenskra fjölskyldna útfrá sambærilegum forsendum og við höfum skoðað Icesave málið? Og setji einhverja efnahagslega varnagla fjölskyldum til hagsbóta?


mbl.is Fleiri fari að dæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt

hjá stelpunum að rúlla Serbunum svona upp og gott veganesti fyrir framhaldið. Þær eru svo sannarlega að standa sig og eru okkur til mikils sóma.
mbl.is Margrét Lára sá um Serbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi gengur þetta eftir

Gott er, ef satt er. Vonandi gengur þetta eftir og verkefnið verði mikilvægt innlegg í þá uppbyggingu atvinnulífs sem við þurfum á að halda. Og vonandi verða þeir sem fá atvinnu við framkvæmdirnar á byggingartímanum einhverjir þeirra fjölmörgu sem nú eru atvinnulausir. Í fréttina vantar hins vegar algerlega upplýsingar um það hversu mörg atvinnutækifæri til framtíðar skapast við gagnaverið. Það er það sem skiptir meginmáli þó fjöldi starfa á framkvæmdatímanum sé mikilvægur líka.
mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Follow the money

Það er sérlega ánægjulegt að sjá að reyna eigi að komast að því hvernig Landsbankinn notaði það fé sem kom inn í bankann með Icesave. Ég hef áður spurt hér á þessu bloggi af hverju ekki er búið að upplýsa í hvað voru notaðir tæplega 2 milljarðar evra, sem söfnuðist inn á Icesave reikninga Landsbankans eftir að hollensku Icesave reikningarnir voru stofnaðir. Það hlýtur að skipta máli að þetta upplýsist.

En það er verra að Framsókn skuli ekki hafa treyst sér að vera með. Samstaða um niðurstöðuna skiptir miklu máli nú. Við þurfum að senda umheiminum sterk skilaboð. Þau veikjast með því að Framsókn virðist ekki hafa treyst sér til að samþykkja a.m.k. þá fyrirvara sem samstaða náðist um. Má skilja það svo að þeir séu ósammála þeim fyrirvörum sem þó er samkomulag um, þó fyrir liggi að þeir vilji hafa gengið lengra í fyrirvörunum?


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Framsókn ekki með?

Það er ánægjulegt að heyra að fjórir af fimm þinglokkum skuli hafa náð samkomulagi í fjárlaganefnd. Það eru vonbrigði að Framsókn skuli ekki treysta sér að vera með í því samkomulagi.

Að afgreiddu þessu máli frá Alþingi kemur í ljós hvort það var þetta mál sem var að stoppa allt annað, næstu greiðslu frá AGS, norrænu lánin o.fl.


mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandkassi?

Hvernig má það vera að trúnaðarskjöl leka frá Alþingi? Vissulega er þess krafist að allt sé uppi á borðum en meðan mál eru í vinnslu og endanleg útgáfa liggur ekki fyrir held ég að allir skilji að slík skjöl eiga ekki og mega ekki fara á flot.

Nú ríður á að samstaða náist á Alþingi um lausn Icesave málsins. Ýmislegt benti til að samstaða væri að nást um fyrirvara sem augljóslega þarf að gera vegna ríkisábyrgðarinnar. Ef líkur á samstöðu hafa minnkað eða jafnvel orðið að engu fyrir þennan leka þá ber sá sem að honum stóð mikla ábyrgð.


mbl.is Skaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Það er hið besta mál ef stjórnarandstaðan í Noregi er farin að gagnrýna norsku stjórnina fyrir hörku í afstöðu sinni gagnvart Íslandi vegna lánsins sem þeir hafa lofað að veita okkur. Allt sem vekur aðrar þjóðir til meðvitundar um það að Bretar og Hollendingar eru að beita öllum brögðum gegn okkur er jákvætt. Því auðvitað er norska stjórnin með sínum skilyrðum að spila í liðinu með Bretum og Hollendingum, gegn okkur, þó þeir segist samt vera vinir okkar. "With friends like that, who needs enemies?"
mbl.is Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurt

Er hægt að afsaka framgöngu þingmanna Borgarahreyfingarinnar með reynsluleysi? Hvað sem býr að baki er dapurt að horfa á hversu ótrúlega fljót þessi grasrótarhreyfing var að eyða sjálfri sér. Þessi þróun og ekki síst þessi niðurstaða hefur örugglega valdið fjölmörgum vonbrigðum.
mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er

ég ein um að finnast að orðaskak milli þingmanna af þessu tagi er eiginlega orðið eitthvað sem við hvorki viljum né nennum hlusta á? Er ekki tímabært að þingmenn snúi bökum saman, hvar í flokki sem þeir standa, og fari að vinna að uppbyggingu hér? Það er hárrétt ábending að heimili og fyrirtæki eru að kikna undan afleiðingum verðbólgu og gengishruns. Haustið verður erfitt. Það þarf að fara að gera eitthvað bitastætt til að hjálpa fjölskyldum og fyrirtækjum til að komast útúr þeim ógöngum sem aðdragandi hrunsins og hrunið hefur leitt yfir þjóðina. Því fyrr sem þingið fer að einbeita sér að þeim verkum, því betra.

 


mbl.is Klappstýra hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi

næst þverpólitísk samstaða um lendingu Icesave málsins. Með því yrði málið væntanlega afgreitt frá Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Þannig væri best sýnd samstaða Íslendinga í málinu. Með slíkri afgreiðslu myndi Alþingi einnig senda ákaflega skýr skilaboð til umheimsins.
mbl.is Nefnd vinnur að breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband