Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hvernig

má það vera að fjárfestingastefna lífeyrissjóða landsins leyfði kaup fyrir milljarða á skuldabréfum útgefnum af félagi í einkaeigu örfárra aðila, félagi, sem ekki var skráð á markaði?
mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svifaseint kerfi

Stjórnvöld hljóta að þurfa að skoða hvort ekki verði að gera öll eftirlitskerfi skilvirkari. Við fáum fréttir af því að erlendis er hægt að vinna mál af sambærilegum toga af miklum hraða. Mál eru rannsökuð, menn kærðir og dæmdir á nokkrum mánuðum.

Nú er upplýst að FME hafi frá því fyrri hluta árs 2008 verið með þætti í starfsemi þessa umrædda tryggingafélags til skoðunar. Ári síðar er málinu vísað til sérstaks saksóknara. Er þetta málshraði sem hægt er að una við?


mbl.is Meira en ár síðan rannsókn hófst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem vefst

fyrir mér í þessu máli er að skv. fréttum er um að ræða skuld vegna láns sem umræddir aðilar eiga að hafa fengið hjá bankanum við kaup þeirra á Landsbankanum á sínum tíma. Einhvern veginn minnir mig að meginástæðan fyrir því að þessir aðilar fengu að kaupa Landsbankann, en ekki aðrir áhugasamir, hafi verið sú að þeir komu með peninga frá útlöndum og það var talið svo hagstætt. Nú er sagt að þeir hafi tekið lán fyrir a.m.k. hluta kaupverðsins. Var það þá vitleysa eftir allt saman að kaupverðið væri staðgreitt með erlendum fjármunum?
mbl.is Öryggi starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur

mun krefjast hins sama fyrir sína hönd, verði orðið við óskum umræddra aðila um helmings niðurfellingu skulda. Fái almenningur ekki sömu fyrirgreiðslu, þá getur allt gerst.
mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Af þessu má ráða að stjórnvöld, þ.e.Seðlabankinn og FME gerðu sér grein fyrir því strax í janúar 2008 að Icesave-reikningar Landsbankans gætu orðið íslensku þjóðinni stórhættulegir. Þá verður að spyrja: Af hverju gerðu þessi stjórnvöld ekki neitt til að koma þessum reikningum undir reglur viðkomandi landa? Af hverju gerði FME ekkert þegar Landsbankinn byrjaði Icecave-útrásina í Hollandi í maí 2008? Búið er að sýna að hollensk stjórnvöld höfðu miklar áhyggjur af þróun mála og gerðu ítrekaðar tilraunir til að aðvara íslensk stjórnvöld. Allt virðist þetta staðfesta hversu steinsofandi þeir voru sem áttu að vera glaðvakandi á vaktinni. Og hver á að bera ábyrgð á því?
mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa til vandamál

Það er erfitt að skilja af hverju slitastjórnin kaus að taka þessa afstöðu ef flötur var á því að leysa málið með þá væntanlega lögjöfnun. Einhvern veginn hefði maður haldið að slitastjórnin ætti að reyna að leysa vandamál fremur en að búa þau til. Og ekki sýnir þessi afstaða mikinn skilning á stöðu starfsmanna sem gengið hafa útfrá því sem vísu, eins og flestir launamenn gera, að laun greiðist um mánaðarmót.
mbl.is Launalausir vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýringa þörf

Hvað getur verið svo merkilegt í fundargerðum frá samningafundum vegna Icesave-málsins að það réttlæti alla þessa leynd?


mbl.is Fá ekki Icesave-gögnin í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það svo

að það sem AGS vill, það verður? Það kemur í ljós í dag þegar næsta ákvörðun um vexti verður tilkynnt.
mbl.is AGS vill ekki stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert óvænt í þessu

Það er ekki við öðru að búast en að fylgi við ríkisstjórnarflokkana dvíni og það hratt. Ekkert af því sem ríkisstjórnin er að gera er mjög til vinsælda fallið.

Fróðlegt verður að sjá hvort Samfylkingin missi kjarkinn aftur því það gerði hún svo sannarlega í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum eftir hrunið þegar fylgið fór að reitast af henni í skoðanakönnunum.

Þegar upp kom sú staða að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar naut ekki lengur fylgis meirihluta kjósenda í skoðanakönnunum töldu VG algerlega ljóst að boða yrði til kosninga. Hvað ætli að Samfylking og VG telji rétt að gera nú þegar stjórnin sem þeir telja að kjósendur hafi beðið um í kosningunum virðist ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þeirra? 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunirnir

Hagsmunir Evrópusambandslandanna af því að innlánatryggingatilskipunin væri túlkuð með þeim hætti sem þau vildu voru miklir. Löndin ákváðu að knýja fram, með illu eða góðu, sína túlkun. Í þeirri viðleitni var greinilega öllum meðölum beitt. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir okkur hvernig þessi lönd, þ.á m. Norðurlöndin, sem við höfum talið til okkar vinaþjóða, snerust gegn okkur að þessu leyti. Það er líka áleitin spurning hvort þessa stöðu, þ.e. hversu mikilvæg hin "rétta" túlkun var þessum ríkjum, hefði ekki einhvern veginn mátt nýta í okkar þágu, því ekki er að sjá að það hafi með neinum hætti verið gert.

Umrætt minnisblað er hluti gagna sem nú hafa verið birt í tengslum við frumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Af skjalayfirlitinu má sjá að birt eru fjölmörg áhugaverð skjöl sem mögulega munu varpa skýrara ljósi á alla þessa atburðarrás. Það er þakkarvert að almenningi skuli nú loksins treyst til að sjá skjölin, en auðvitað hefði átt að vera búið að birta þau fyrir löngu.

Í frétt á visir.is kemur fram að 24 skjöl séu eingöngu sýnd þingmönnum af því að viðsemjendur okkar samþykki ekki að almenningi séu sýnd þau gögn. Geta viðsemjendur okkar ákveðið hvaða gögn almenningur á Íslandi fær að sjá og hvaða gögn almenningur fær ekki að sjá þegar þessi sami almenningur er sá sem mun bera ríkisábyrgðina á endanum? Einhvern veginn skilur maður ekki hvernig íslensk stjórnvöld geta fallist á kröfur af þessu tagi.


mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 391721

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband