Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Sunnudagur, 15. mars 2009
Glæsilegt hjá Ragnheiði Elinu en...
Niðurstaðan í Suðurlandi er glæsilegur sigur hjá Ragnheiði Elínu. Kjósendur prófkjörsins kjósa hins vegar á ný Árna Johnsen og virðast búnir að steingleyma því að almennir kjósendur flokksins í kosningunum 2007 strikuðu hann út í þeim mæli að hann hrapaði niður um eitt sæti og minnstu munaði að hann hrapaði tvö ef ég man rétt.
Aldrei slíku vant er árangur kvenna í Suðurlandi góður þannig að í efstu fjórum sætunum eru þrjár konur og einn karl. Skemmtileg tilbreyting hjá Sjálfstæðisflokknum og greinilegt að sunnlendingar eru kvenlægari en t.d. Reykvíkingar. Sömuleiðis virðast kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafa viljað sjá breytingar því tveir sitjandi þingmenn eru látnir víkja fyrir tveimur nýjum frambjóðendum.
Ragnheiður Elín sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 15. mars 2009
Engar breytingar og uppgjör
Þegar þessi færsla er skrifuð veit ég ekki annað um árangur minn í prófkjörinu en það að ég náði ekki einu af 12 efstu sætunum. Yfirkjörstjórn sýnir okkur, sem náðum lakari árangri en þeim, ekki þá tillitsemi að senda okkur heildarniðurstöðuna eftir að talningu lauk.
Ég leitað eftir stuðningi í 2., 3. eða 4. sætið á listanum. Þeim árangri náði ég ekki. Fjarri því. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telja greinilega að listinn í Reykjavík verði sigurstranglegri án mín. Það eru skilaboð sem ekki verða misskilin af minni hálfu. Ég mun ekki aftur gefa kost á mér á þessum vettvangi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Af því þarf hvorki flokkurinn, meðframbjóðendur mínir né kjósendur að hafa áhyggjur.
Ég fann þó fyrir mjög miklum stuðningi við framboð mitt. En sá stuðningur var, miðað við niðurstöðuna, ekki nægilega mikill til að árangur næðist.
Öllum þeim sem studdu mig dyggilega í þessu prófkjöri vil ég þakka stuðninginn af heilum hug. Þeim sem árangri náðu í prófkjörinu óska ég innilega til hamingju.
Það verður að viðurkennast að það kemur talsvert á óvart að í sjö efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru engir aðrir en sitjandi þingmenn. Miðað við háværar kröfur um breytingar verða ekki aðrar ályktanir af þessu dregnar en þær að kjósendur í prófkjörinu séu býsna ánægðir með frammistöðu sitjandi þingmanna. Hvort hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins verði sammála því mati í kosningunum sjálfum leiðir tíminn einn í ljós.
Það vekur líka athygli að hjá Sjálfstæðisflokknum er konunum sem fyrr að mestu raðað neðst. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík treysta konum illa til forystu, a.m.k. þeim konum sem kost á sér gefa. Ólöf Nordal nær 4. sæti en í því sæti var Guðfinna síðast. Ásta Möller nær aftur 7. sæti. Erla Ósk skýst upp í 8. sæti og Sigríður Andersen vermir aftur 10. sætið. Þannig er ein kona í sex efstu sætunum en þær eru þó orðnar fjórar í 10 efstu sætunum. Flokkurinn fékk 9 þingmenn í síðustu kosningum í Reykjavík, þar af tvær konur. Miðað við skoðanakannanir sýnist mér að það breytist ekki mikið.
Svo verður ekki betur séð en að samhengi sé milli útgjalda í prófkjörsbaráttunni og árangurs. Það eru mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina.
Ég hét því að gefa upp upp kostnað minn vegna þessa prófkjörs. Hér kemur hann:
Sjálfstæðisflokkur, kynningarblaðið Framboð í Reykjavík 50.000 kr.
Sjálfstæðisflokkur, listi yfir flokksbundna ...................... 15.000 kr.
Útvarp Saga vegna viðtals ........................................... 53.535 kr.
INN sjónvarpsstöð vegna viðtals ................................ 74.700 kr.
Smink vegna sjónvarpsviðtals .................................... 6.848 kr.
Auglýsingakubbur á mbl.is .......................................... 38.844 kr.
Hönnun auglýsingakubbs á mbl.is .............................. 13.695 kr.
Tvær auglýsingar í Morgunblaðinu 13. og 14. mars ..... 174.300 kr.
Veitingar á fundum með stjórnum (ca.)........................... 5.000 kr.
Veitingar fyrir þá sem hringdu 9. - 12. mars (ca.)............. 10.000 kr.
Samtals ............................................................... 441.922 kr.
Ég var ekki með kosningaskrifstofu og bar því engan kostnað vegna þess. Ég var ekki með kosningastjóra og greiddi því engin laun vegna þess. Engum greiddi ég fyrir að hringja út fyrir mig og engin hringiver voru rekin á mínum vegum. Ég var ekki með flokksskrána á tölvu, eins og ég sá á ferð minni um kosningaskrifstofur í gær, að einhverjir frambjóðendur voru með. Allir sem fyrir mig unnu gerðu það í sjálfboðavinnu. Enginn auglýsingablöð eða auglýsingaspjöld voru prentuð vegna framboðs míns að öðru leyti en því að ég keypti auglýsingasíðu í kynningarblaði sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út. Engin sms-skilaboð voru send út á mínum vegum. Hönnun auglýsingar í kynningarblaðið Framboð í Reykjavík var gerð í sjálfboðavinnu og sama auglýsingin var notuð í Morgunblaðinu. Ýmis aðstoð vegna heimasíðu og bloggsíðu og hleðslu efnis á þær var unnin í sjálfboðavinnu.
Illugi sigraði í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 14. mars 2009
Fyrstu tölur
Miðað við fyrstu tölur þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af því að hafa náð almennilega á blað hjá kjósendum í prófkjörinu í Reykjavík hjá Sjálfstæðisflokknum. Allt bendir til að árangur minn verði lakari en síðast.
Verði þetta niðurstaðan er ekkert við því að segja. Eins og ég bloggaði fyrr í dag: Kjósendur ráða. Þeirra dómi verður að taka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. mars 2009
Nú ráða kjósendur
Ein meginkrafa búsáhaldabyltingarinnar var breytingar. Nú um helgina fá kjósendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna tækifæri til að gera breytingar þegar þeir velja frambjóðendur á lista flokkanna fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl nk.
Ég gef kost kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og leita ég eftir stuðningi kjósenda í 2., 3. eða 4. sætið. Nánari upplýsingar um mig má finna hér á bloggsíðu minni, á heimasíðu minni www.dogg.is og á kynningarsíðu Sjálfstæðisflokksins www.profkjor.is.
Kjósum nýtt fólk á Alþingi.
Kjósum fólk með reynslu og þekkingu.
Kjósum fólk sem þorir og getur.
Líflegasta prófkjörshelgin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. mars 2009
Er ekki verið að grínast?
Ég fer að verða langþreytt á því að blogga um misrétti í skipun í nefndir. Ég hélt nú að hið háa Alþingi væri lengra komið en þetta. Hvernig dettur mínum flokki í hug að tilnefna fjóra karla í nefndina? Ég skil það svo að þingflokkurinn sé að tilnefna í nefndina. Hvað hefði flokkurinn þurft marga fulltrúa til að pláss væri fyrir konu? Treystir þingflokkurinn engri konu til að sitja í þessari nefnd? Samþykkti þingflokkurinn þetta virkilega? Konurnar líka? Ég sé að hinir þingflokkarnir, að Framsóknarflokknum undanskildum, eru ekkert skárri.
Hvað ætlum við konur að láta bjóða okkur þetta lengi? Ég bloggaði hér fyrir stuttu um fund á vegum lagadeildar Háskóla Íslands, sem fagnar þennan vetur aldarafmæli undir yfirskriftinni Svarar kröfum tímans. Þá var fundur um framtíð laganáms. Fjórir framsögumenn. Allt karlmenn. Fundarstjórinn líka karlmaður. Ungir menn í lagadeild HÍ hraunuðu yfir mig og skömmuðu mig fyrir að leyfa mér að gera við þetta athugasemd. Það væri svo erfitt að fá konur. Hið klassíska svar þegar þessi mál ber á góma.
Fyrr í vikunni fékk ég annað fundarboð frá lagadeild HÍ. Nú átti að fjalla um stjórnarskrána og stjórnlagaþing. Aftur engin kona, hvorki framsögumaður né fundarstjóri. Ég viðurkenni að ég hreinlega fann ekki hjá mér þrek til að blogga aftur. En nefni þetta í tengslum við þessa makalausu karlanefnd hjá þinginu.
Ef löggjafarvaldið, sem setur jafnréttislögin, gengur með þessum hætti fram í jafnréttismálum þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir virði þessi lög. Eftir höfðinu dansa limirnir.
Konur. Við eigum eitt svar. Það eru prófkjör í mörgum kjördæmum um helgina. Með atkvæðaseðlinum getum við sýnt skoðun okkar á svona framferði.
Þingkonur mótmæla karlanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 13. mars 2009
Og ...?
Svigrúm til stýrivaxtalækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. mars 2009
Eftirlit með kostnaði við prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. mars 2009
Skemmtileg saga úr hversdagslífinu
Ofursölustúlka verðlaunuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Í boði skattgreiðenda
Ég hef fengi mikil og góð viðbrögð á viðtalið við mig á Útvarpi Sögu sl. þriðjudag. Fyrir þá sem vilja hlusta þá er tengill á það hér til hægri á síðunni.
Þar sagði ég frá innsetningarmáli sem ég var að flytja fyrir dómi sl. mánudag. Þar eru málavextir þeir að foreldri hefur tálmað umgengni frá því í september 2007. Í maí 2008 lagði sýslumaður dagsektir á foreldrið,5.000 kr. á dag í 100 daga. Tilgangur dagsekta er að þrýsa á foreldri að láta af umgengnistálmunum. Í staðinn fyrir að hætta að tálma umgengni þá greiddi foreldrið 50 þús. kr. á 10 daga fresti, tíu sinnum, samtals 500 þús. kr.
Umbj. minn hafði þá það eina úrræði að fara i innsetningu, sem þýðir að barn er skv. dómsúrskurði tekið með valdi til að umgengni verði. Héraðsdómur samþykkti innsetningu vegna sumarleyfis barnsins með umbj. mínum. Innsetningin fór fram í júlí 2008. Það var ótrúlega áhrifamikil sjón þegar barnið hljóp í fangið á foreldri sínu, sem það hafði ekki fengið að hitta í liðlega níu mánuði. Barnið var svo í þrjár vikur hjá umbj. mínum alsælt og glatt.
En foreldrið sem barnið býr hjá hélt áfram að tálma umgengni svo aftur þurfti að krefjast dagsekta og aftur þurfti að biðja um innsetningu. Sýslumaður úrskurðaði foreldrið núna í dagsektir 15.000 kr. á dag og í úrskurðinum er skýrt talið að foreldrið sé að tálma umgengni. Enn hafa dagsektirnar ekkert að segja og foreldrið borgar til sýslumanns 105.000 kr. í viku hverri, frekar en að lata umgengnina halda áfram.
Aftur var farið í innsetningarmál. Bregður þá svo við að í ljós kemur að foreldrið sem búið er að borga 2 m.kr. úr eigin vasa (eða annarra) frekar en að stoppa að tálma umgengni, fær gjafsóknarleyfi frá dómsmálaráðuneyti til að grípa til varna, en foreldrið vill reyna að stöðva innsetninguna.
Mér er óskiljanlegt hvað réttlætir gjafsóknarleyfi til foreldris sem hagar sér með þessum hætti. Með annarri hendinni er þessu foreldri refsað af ríkinu fyrir umgengnistálmanir með álagningu dagsekta. Með hinni hendinni verðlaunar ríkið þetta foreldri fyrir tálmanirnar með því a veita því gjafsóknaleyfi til að reyna að stöðva innsetninguna. Er þó krafan um innsetningu afleiðing brota þessa foreldris á opinberum úrskurði.
Lái mér hver sem vill - en mér finnst þetta fáránlegt. Þetta mál hefur sýnt mér að verkfæri laganna vegna alvarlegra umgengnistálmana eru algerlega bitlaus. Það þarf að finna ný verkfæri sem duga þegar kemur að umgengnistálmunum. Tilefnislaus umgengnistálmun eins og hún er í þessu máli er mannréttindabrot sem enginn á að komast upp með. Við því verður að bregðast með breytingu á barnalögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Snarir í snúningum
Það er greinilegt að í Bandaríkjunum vita menn hvernig unnið er í fjársvikamálum. Þeir eru ekkert að hangsa yfir hlutunum. Þeir ganga hratt og örugglega til verks og vita af því að almenningur er að fylgjast með og ætlast til aðgerða.
Á sama tíma gerast hlutirnir löturhægt hér. Þó er búið að stofna rannsóknarnefnd Alþingis og embætti sérstaks saksóknara. Allt eru það skref í rétta átt. En betur má ef duga skal.
Augljóst virðist að margt af því sem gerðist í aðdraganda hrunsins mun á endanum verða talin refsiverð brot, s.s. fjársvik. Heimsókn og ráðgjöf Evu Joly virðist hafa sett kraft og ákveðna drift í gang þessara mála hér á landi.
Það þarf að velta við hverjum steini. Almenningur krefst þess. Almenningur ætlast til þess. Almenningur fylgist með framvindu þessara mála.
Ákærum fyrir fjársvik fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi