Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

I told you so ...

Þeir eru margir erlendu sérfræðingarnir sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum þessa daga af "ánægju" yfir því að hafa reynst hafa rétt fyrir sér. En auðvitað liggur í augum uppi að fullyrðingar af þessu tagi, frá þessum manni, sem og öðrum sem segjast hafa séð hrunið fyrir, þarf að skoða. Ég treysti því að þeir sem nú fá það verkefni að fara yfir hvað fór úrskeiðis skoði vandlega allar þær aðvaranir sem settar voru fram á síðustu misserum, hvort við þeim var brugðist og þá hvernig og ef ekki, af hverju ekkert var gert. Og síðan þarf að tryggja að þeir axli ábyrgð, í öllum skilningi þess orðs, sem ábyrgð eiga að axla.

Ég furða mig hins vegar á ummælum mannsins um að Norðmenn hafi takmarkaðan áhuga á að taka á sig byrðar vegna íslenska efnahagshrunsins. Höfum við eitthvað beðið þá um það? Ég veit ekki betur en að við höfum leitað eftir lánafyrirgreiðslu, hjá Norðmönnum og ýmsum öðrum. Höfum við beðið þá um að gefa okkur eitthvað? Ekki minnist ég þess.


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta

alveg sú umfjöllun sem við viljum um Ísland þessa dagana? Umfjöllun af þessu tagi gefur til kynna að hér sé einhvers konar upplausnarástand - sem er auðvita fjarri öllu sanni.

Við kusum í Alþingiskosningum fyrir rösku ári síðan til fjögurra ára. Að afloknum þeim kosningum var mynduð ríkisstjórn tveggja stjórnmálaflokka sem báðir fengu ágætis brautargengi í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ótrúlega góða kosningu, ekki síst í ljósi þess að hann gekk til kosninga eftir að hafa leitt ríkisstjórnir meira og minna síðustu 16 árin. Samfylkingin fékk talsvert lakari kosningu en væntingar stóðu til, lakari en í kosningunum 2003 og lakari en vænta mátti miðað við það að hún var á þeim tíma stjórnarandstöðuflokkur. En niðurstaðan var skýr í Alþingiskosningunum 2007: Þeir flokkar sem standa að sitjandi ríkisstjórn fengu mest fylgi kjósenda. Á þeim tíma treystu flestir kjósendur þessum tveimur stjórnmálaflokkum til að leiða þjóðina í gegnum hvað það sem fram undan væri og takast á við hvern þann vanda sem að höndum bæri.

Ríkisstjórnin er með traustan og mikinn þingmeirihluta. Af hverju er verið að kalla eftir að sitjandi ríkisstjórn flýji af hólmi þó kröfuglega blási á móti? Hvers konar ríkisstjórn og hvers konar stjórnmálamenn flýja af hólmi í mótbyr? Að mínu mati er það algert ábyrgðarleysi að efna til kosninga nú og einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að VG kalli eftir kosningum í þeirri veiku von að í kosningum nú tækist þeim loksins að fá upp úr kjörkössunum það sem þeir stundum hafa fengið í skoðanakönnunum. Sagan nefnilega sýnir að VG er miklu betri í að sigra skoðanakannanir en kosningar.

Vera kann að eitthvað geti réttlætt kosningar næsta vor, þó ég setji við það stórt spurningarmerki. Kosningar nú myndu á hinn bóginn einvörðungu auka á þann vanda sem við er að glíma og er hann þó ærinn fyrir.


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru greinilega

fleiri en Íslendingar búnir að tapa trúnni á gjaldmiðil sinn. Kannski verður það eitt af því jákvæða við fjármálakreppuna að hætt verður að styðja við vonlausa gjaldmiðla.
mbl.is Meirihluti Dana vill nú evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhugsunarefni

Allt sem fram fer á ríkisstjórnarfundum á að vera trúnaðarmál. Það er umhugsunarefni að upplýsingar um þessa bókun, ef réttar eru, skuli hafa lekið í fjölmiðla með þeim hætti sem raun ber vitni.
mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er glasið hálftómt eða hálffullt?

Ekki ætla ég að draga úr þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir. Þeir eru miklir og sennilega höfum við ekki enn fulla yfirsýn yfir þá. Í stöðunni er þó mikilvægt að tala kjark í þjóðina og draga fram það jákvæða. Að bera stöðuna í dag við móðuharðindin er fjarstæðukennt enda um atburði af allt öðrum toga að ræða (hér).

Ég var að glugga í ljóðabók Ólafs Ragnarsson Agnarsmá brot úr eilífð (útg. Veröld 2008), sem kom út í vor, skömmu fyrir andlát hans. Þar er þetta ljóð:

Þitt er valið
Hann er sífellt innan seilingar
þegar syrtir í álinn
kaleikur bölsýni og kjarkleysis,
fleytifullur af myrkri.

Fjær stendur bikar vonar og bjartsýni,
barmafullur af ljósi.
Teygðu þig í hann.

Einhvern veginn finnst mér skilaboðin í þessu ljóði eiga svo vel við nú um stundir. Ég held að við eigum að hafa þennan boðskap ofarlega í huga og fylgja honum í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 392476

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband