Leita í fréttum mbl.is

Feđur, til hamingju međ daginn

Sérstakur feđradagur, líkt og sérstakur mćđradagur, á sér langa sögu í nágrannalöndum okkar.

Í Bandaríkjunum er ţriđji sunnudagur í júní tileinkađur feđrum. Ţar í landi komu fram hugmyndir um sérstakan feđradag fyrir réttri öld, eđa áriđ 1909. Fyrsti feđradagurinn í Bandaríkjunum var ţó ekki haldinn fyrr en 10 árum síđar, 19. júní 1919 í Washington. Dagurinn var ţó ekki festur í sessi í öllum ríkjum Bandaríkjanna fyrr en međ sérstakri forsetatilskipun í tíđ Lyndon Johnson áriđ 1966. Richard Nixon gerđi daginn síđan ađ sérstökum viđurkenningardegi fyrir feđur međ yfirlýsingu áriđ 1972.

Í Noregi, Svíţjóđ og Finnlandi er feđradagurinn annar sunnudagur í nóvember. Danmörk miđađi lengi viđ ţennan saman dag en nú er hann haldinn hátíđlegur 5. júní ár hvert ţar í landi. Svíar hafa haldiđ upp á sérstakan feđradag allar götur frá árinu 1931 og Danir frá árinu 1935.

Liđlega 70 árum síđar, eđa áriđ 2006, var í fyrsta sinn hér á landi, haldiđ upp á sérstakan feđradag, annan sunnudag í nóvember. Sérstakur feđradagur á sér ţannig örstutta sögu á Íslandi. Er ţađ raunar sérstakt umhugsunarefni ađ ţađ skyldi taka okkur liđlega sjö áratugi ađ feta ađ ţessu leyti í fótspor helstu nágrannalanda okkar. Viđ erum nú vön ađ vera snögg ađ tileinka okkur ýmislegt sem gert er í útlöndum. Fyrsti mćđradagurinn var haldinn hátíđlegur hér á landi 1934, réttum aldarfjórđung eftir ađ fariđ var ađ halda slíkan dag hátíđlegan í útlöndum.

Kannski segir ţessi stađreynd allt sem segja ţarf um stöđu feđra í íslensku samfélagi fram til ţessa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Góđ grein og ég hlakka til ađ hlusta á ykkur á eftir.  Stađa feđra er hin hliđin á jafnréttisumrćđinni og sú hliđ ţarf meir  ađ fjalla um.

Gísli Gíslason, 11.11.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sćl Dögg, mig langar til ađ óska ţér til hamingju međ framgöngu ţína á ţinginu. Frumvarp ţađ sem ţú mćltir fyrir var tímamótarfrumvarp og ađ mínu mati löngu tímabćrt.
Međ kveđju,
KB

Kolbrún Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Gísli Guđmundsson

Sćl og blessuđ Dögg og ţakka ţér kćrlega fyrir kveđjuna til okkar feđra á ţessum degi.

Mig langar ađeins til ţess ađ vekja athygli á ţví ađ áđur hefur veriđ reynt ađ festa í sessi feđradag hér á landi. Ég man ekki nákvćmlega hvađa ár ţađ var en um 2002 held ég ţađ hafi veriđ sett á af ţáverandi jafnréttisnefnd Austur-Hérađs, núverandi Fljótsdalshérađ. Feđradagurinn var valinn ađ halda ađ vori eftir amerískri fyririrmynd og var vel kynntur í fjölmiđlum um land allt í tvö ár eđa svo en náđi ekki ađ festa sig ísessi utan Hérađs og fór svo ađ dagurinn fćrđist meir og meir innanhérađs árin ţar á eftir uns hann hjađnađi niđur.

Sá einstaklingur sem mest dreif ţessa hugmynd um feđradag áfram, hafđi veg og vanda ađ honum heitir Philip Vogler og rekur fyrirtćki hér á Hérađi sem nefnist Lingua.  Philip er merkismađur sem víđa hefur komiđ viđ í jafnréttismálum sem öđrum samfélagslegum málum.

Mig langar endilega til ađ halda á lofti viđleitni hans um stofnun feđradags á lofti ţví eftir ţví sem ég best veit ţá er hann sá fyrsti sem reyndi ađ koma feđradegi á hér á landi og telst ţví frumherji.

Vonandi festist feđradagurinn í sessi og fái jafnmikiđ vćgi í samfélaginu og mćđradagurinn.

Gísli Guđmundsson, 11.11.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Sigurđur Haukur Gíslason

Takk fyrir góđan fyrirlestur í dag á ráđstefnu um Réttindi barna viđ skilnađ sem Félag um foreldrajafnrétti stóđ fyrir.

Allir fyrirlesararnir voru sammála um ţađ ađ ástandiđ í ţessum málaflokki er ekki gott. Ég reikna ţví međ ađ frumvarp ţitt fái mikinn međbyr í ţinginu.

Sigurđur Haukur Gíslason, 11.11.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, til hamingju međ daginn í gćr - pabbar! .. Auđvitađ á ađ vera feđradagur eins og mćđradagur, ... ţó ţađ nú vćri!

Tek jafnframt undir orđ Kolbrúnar hér ađ ofan.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2007 kl. 09:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 391637

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband