Leita í fréttum mbl.is

Skammarleg framkoma

Hvað vilja þessir róttæku stúdentar? Að við tökum hér við öllum flóttamönnum og virðum ekki alþjóðlegar reglur sem við höfum undirgengist? Við erum þátttakendur í alþjóðlegu regluverki sem segir nákvæmlega hvað gera skuli varðandi flóttamenn. Að leyfa sér að segja dómsmálaráðherra morðingja fyrir að fylgja því regluverki er forkastanlegt og ólíðandi. Maður skammast sín fyrir framkomu þessa fólks og undrast að ráðherra skyldi þurfa að hverfa af vettvangi fremur en þeir sem mótmæltu. 
mbl.is Gerðu hróp að ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skammarlegt er skárra en grimmd.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála þér Dögg. Þetta er lýður, í besta falli kjánar..

hilmar jónsson, 16.10.2009 kl. 19:05

3 identicon

Ekki regluverki, heldur viðmiðum. Auk þess réttlæta lög og skipanir aldrei hegðun, blind hlýðni er afkvæmi fasisma. Framkoma Rögnu var skammarleg. Með þessum aðgerðum var hún kannski að verða fyrir 1/1000 af því óréttlæti sem hún veitir öðrum. Vonandi kemur það vitinu fyrir hana.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:15

4 identicon

1. Hvað vilja þessir róttæku stúdentar?

Að yfirvöld brjóti ekki á mannréttindum fólks.

2. Að við tökum hér við öllum flóttamönnum [?]

 Að mál ALLRA flóttamanna séu skoðuð frá siðferðilegu sjónarhorni, já. Að senda flóttafólk úr landi fyrir að vera með falsað vegabréf er útúr snúningur.

3. og virðum ekki alþjóðlegar reglur sem við höfum undirgengist?

Öskra hefur enn ekki undirgengst neinar alþjóðlegar reglur sem eru siðferðislegar rangar og mun ekki gera það í komandi framtíð. 

4. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu regluverki sem segir nákvæmlega hvað gera skuli varðandi flóttamenn.

Alþjóðlega regluverkið er ómannúðlegt og SÞ hafa bent yfirvöldum á það slæma ástand sem ríkir í  flóttamannabúðum í Grikklandi.

5.  Að leyfa sér að segja dómsmálaráðherra morðingja fyrir að fylgja því regluverki er forkastanlegt og ólíðandi. 

Að Dómsmálaráðherra leyfi sér að samþykkja brottflutning þessa einstaklinga aftur til yfirvalda sem reyndi að myrða þá fyrir pólitískar skoðanir þeirra á grundvelli þess að þeir hafi ekki myndað vina- eða fjölskyldutengsl á Íslandi.... er morð. Enginn getur haft slíkt vald yfir fólki.

6. Maður skammast sín fyrir framkomu þessa fólks og undrast að ráðherra skyldi þurfa að hverfa af vettvangi fremur en þeir sem mótmæltu.

Þú ert lögmaður og átt fasteignasölu. Þú ættir að skammast þín fyrir það en ekki framkomu fólks sem berst fyrir því að mannréttindi séu virt.

ÖSKRA! (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:23

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Að fela sig á bak við regluverk hefur áður verið reynt. Þeir sem framkvæmdu illverk nasista á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar fylgdu líka regluverkinu en fengu bágt fyrir það samt eftir stríð. Og þú Dögg sem lögmaður ættir að vita betur; þetta er ekkert regluverk sem þjóðir eru tilneyddar að fylgja. Þeim er fullkomlega heimilt að láta eigin heila og hjarta ráða.

Jón Bragi Sigurðsson, 16.10.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: kallpungur

Öskra er skilgetið afkvæmi slælegs uppeldis vinstrisinnaðra foreldra og skeytingaleysis annara. Fólks sem skyndilausna hugsjónir og grunnhyggni hefur dæmt til ævarandi heimsku. Þó skal ég ekki dæma um ákvarðanir dómsmálaráðherra í þessum málum. Kannski hefði verið betra að rannsaka og dæma endanlega hér heima en að láta aðra fyrra okkur ábyrgð í málum þessa fólks. Ekki ætla ég að ákvörðunin hafi verið auðveld. En við hverju búumst við af skrifræðis- ákvörðunum evrópuvædds embættismanna kerfis. Taki nú hver til sín sem vill.

kallpungur, 16.10.2009 kl. 19:47

7 identicon

Ef við leyfym fólki sem kom í landið á fölsuðum vegabréfum að vera áfram endum við í verri stöðu en Danmörk..

 Vilja flokksmenn "Öskra" fá skotárásir á hverjum degi?

Valdís (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:11

8 identicon

Öskra?? Hver eru inngönguskilyrðin í þennan hóp heimskingja?  Bíddu á greinarhöfundur að skammast sín fyrir að selja fasteignir og vera lögmaður?  Sem sagt þegn samfélags sem einhverju skilar tilbaka er heiðarlegur.  Djöfulsins heimska er í þessum ógeðfelldu samtökum hyskis. 

Við fórum að lögum í þessu tilfelli og það er EKKERT sem styður það að þetta fólk verði myrt er heim er komið.  Þetta fólk er ekki okkar vandi, langt því frá.  Okkur er heimilt að gera hlutina eftir okkar höfði og efast ég ekki um að þessi ákvörðun sé tekin eftir vel athugað mál.  Þorri flóttamanna sem hingað kemur "týnir" vegabréfum er yfirleitt á flótta undan réttvísinni.

Öskra eru öfgasamtök sem meginþorri samfélagsins fordæmir og tekur ekki mark á en ekki voga ykkur að skíta út þegna samfélagsins sem borga að fullu skatta og skila sínu, það er þurfalingum eins og ykkur ekki sæmandi!

Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:21

9 identicon

Þetta grímuklædda hyski heitir stundum Shaving Iceland eða eitthvað annað , var umhverfisráðherra nokkuð komin til að líkna draslinu ?

axel (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:22

10 identicon

Mér finnst furðulegt að íslensk stjórnvöld hafi efni á að eyða pening í að fjármagna stríð í löndunum sem þessir flótta menn komu frá og neita síðan að taka við afleiðingum þess.

Hefur fólk hér einhverja hugmynd um af hverju flóttamenn eru flóttamenn ?

páll þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:44

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Vel mælt Páll....

En kæri Baldur, Dögg er nú ekkert sérstakur matvinnungur þjófélagsins með fleiri hundruð milljóna gjaldþrot í málferlum, en það er nú ekki það versta sem fólk getur gert og hefur akkúrat núll með þetta að gera.

"Við" studdum stríðið í Írak heils hugar, með opinberum stuðning DO og HÁ og með fjármunum og liðsflutningar fóru hér fram í gegnum okkar Keflavíkurflugvöll.

Einn þessara flóttamann misst föður sinn í þessu stríði, við berum ábyrgð á því.

Dómsmálaráðherra sendir fólk í opinn dauðann og ómannúðlegar aðstæður, og er svo að fara að tala sólahrig seinna um mannréttindi? Finnst háttvirtum lögfæðingnum og fyrrum alþingismanni það ekkert skrítið? Sem nota bene var flokksbundinn og virkur pólitíkus þegar foringinn hen nar samþykkti þetta ólöglega stríð í mínu nafni.

Skömmin er slík.

Einhver Ágúst, 17.10.2009 kl. 01:39

12 identicon

Ég mótmæli þessum fordómum, eins og koma til dæmis fram hjá ÖSKRA, að fólk sé sent í opinn dauðann þegar það er sent heim til sín og að segja það hvað eftir annað, þegar fólk er sent nauðugt til síns heima að stjórnvöld þar bíði eftir því að drepa það. Það er mjög þreytandi að sjá þessa alhæfingu svo ótrúlega oft. Hvað með þá íslendinga sem hafa reynt að setjast ólöglega að í Bandaríkjunum og verið handsamaðir og reknir heim með skömm? Hafa einhverjir mannréttindasinnar vorkennt þeim? Hvernig fyndist okkur ef það væri talið mannréttindabrot að senda íslendinga nauðuga til Íslands? Ef fólk er með fölsuð skilríki eða lýgur til nafns eða þjóðernis, þá hefur það eitthvað að fela. Ég trúi því ekki að það hafi aldrei neinn glæpamaður forðað sér undan réttvísinni til annarra landa, til dæmis Íslands. Það að pabbi einhvers sé skotinn sannar ekkert um heiðarleika sonarins.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 03:55

13 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Tek undir með þér Dögg, það er mér óskiljanlegt hvernig þessir mótmælendur láta, þeir eru ekkert annað en anarkistar sem vita ekkert hvað þeir vilja, bara að mótmæla til að vera öðruvísi en aðrir!

Guðmundur Júlíusson, 17.10.2009 kl. 16:57

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef það er ámælisvert að ónáða Rögnu þar sem til hennar næst og hrópa á hana þegar hún ætlar að tala um mannréttindi í kjölfar afar ómannúðlegra ákvarðanna hennar, þá nær skalinn ekki yfir þann glæp okkar sem Ragna ákveður í okkar nafni af geðþótta sínum þar sem hún þarf það alls ekki, að henda 19 ára pliti frá Írak sem hér hefur eignast marga vini eins og hverju öðri rusli í rennuna.

Persónulega myndi ég tjá mig með öðrum hætti en hér er til umræðu en eftir að hafa kynnst þessu máli all vel get ég alls ekki áfellst þá sem „trufla“ ráðherra sem annars hefur greiðastan aðgang allra íslendinga til að tala við þjóðina eins og aðrir ráðherrar, en hælisleitendur hafa engann slíkan vettvang til að tjá sig.

Annars er mín afstaða hér: http://hehau.blog.is/blog/hehau/

Helgi Jóhann Hauksson, 17.10.2009 kl. 16:58

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef það að „ónáða“ ráðherra og „trufla“ er „skammarleg framkom“  hvað er þá framkoma okkar við Noor Al-Azzawi 19 ár piltinn frá Írak sem kom hingað rétt orðinn 18 ára til að leita hælis frá ofsóknum þeirra sem vildu drepa hann og föður hans og fjölskyldu fyrir að faðir hans aðstoðaði herliðið okkar og USA í Írak - sem við sprengdum aftur á fornöld?

Engin lög eða reglur eða samningar hvetja ráðherra til að senda piltinn í burtu eða aðra sem hafa þurft að bíða lengi, hvaðþá skylda hann til þess. Þvert á móti túlkar flóttmannahjálp sameinuðu þjóðanna skyldur okkar þannig að engann ætti að senda í burtu á grundvelli Dyflinarsamningsins eftir meira en 3ja mánaða bið - en Ragna gerði það samt og skýlir sér bak við heimild sem ætluð er til að tryggja að allir eigi rétt á málsmeðferð einhversstaðar.

Á vef Rauða kross Íslands má lesa skýrslu þar sem sagt er frá því að Grísk stjórnvöld leggja 50 þúsund flóttmannönum og hælisleitendum til aðeins 300 svefnpláss.

Kristur sagði: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“

Helgi Jóhann Hauksson, 17.10.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 389904

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband