Leita í fréttum mbl.is

Að viðurkenna vandann

Það virðist sem ríkisstjórninni sé fyrirmunað að viðurkenna þann almenna greiðsluvanda sem er hjá venjulegu fólki. Fólki sem tók húsnæðislán í samræmi við greiðslumat bankanna. Þar var ekki um neinar glæfralegar lántökur að ræða. Gengishrun og óðaverðbólga hafa gerbreytt forsendum. Viðskiptaráðherra virðist ekki jarðtengdur og hafa nákvæmlega engan skilning á vandanum. Fjármálaráðherra sýnir í fréttinni að það er smávon til að hann sé að vakna til meðvitundar um það hver staða mála sé. Á pressan.is eru í dag tvær fréttir sem eru að mínu mati dæmigerðar um það sem er í gangi og sem ríkisstjórnin vill ekki vita af. Annars vegar er umfjöllun vegna greinar sem Sólveig Sigríður Jónasdóttir skrifaði í Morgunblaðið í dag. Hins vegar er samtal við Bubba. Því fyrr sem ríkisstjórnin horfist í augu við að það þarf almennar aðgerðir því betra. Síðan þarf að taka á vanda þeirra sem verst eru staddir. Í almennum aðgerðum felst að leiðrétta höfuðstól vísitölubundinna lána sem og gengislána þannig að sú algerlega ófyrirséða þróun lendi ekki af þessum mikla þunga á lántakendum.
mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Dögg, ég held bara að Sjálfstæðisflokkurinn hafi náð að eyðileggja Samfylkinguna til frambúðar með samstarfinu.

Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband