Leita í fréttum mbl.is

Sannarlega ekki sæmandi

Það er gott að erlendir fjölmiðlar virðast í vaxandi mæli farnir að átta sig á þeim þvingunum sem Bretar og Hollendingar hafa beitt okkur gegnum styrkleika þeirra í alþjóðasamfélaginu. Það gefur auga leið að báðar þjóðirnar hafa beitt fullum þunga AGS gegn okkur sem og EB. Þess vegna hafa íslensk stjórnvöld talað með þeim hætti að við ættum ekki annarra kosta völ en að axla ábyrgðina á Icesave.

Vonandi skipta skrif af þessu tagi máli. Best af öllu yrði auðvitað ef bæði Bretar og Hollendingar myndu fallast á að setjast að samningaborðinu að nýju. Það má þó aldrei hafa þær afleiðingar að AGS og Norðurlöndin og aðrir sem ætla að lána okkur fjármuni, haldi áfram að halda þeim lánum í gíslingu, eins og greinilega hefur verið gert fram að þessu.


mbl.is Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikilvæg eru þessi skrif. En við bankahruninu voru viðbrögð ákaflega fumkennd og þá hefði verið mikilvægt að gera ekki skaðann meiri en orðið var. Í stað þess að ræða STRAX við Breta og Hollendinga þá voru þessi umdieldu neyðarlög sett sem kallaði á mjög hörð viðbrögð Breta með beitingu hermdarverkalögunum gegn Landsbankanum og gegn íslensku efnahagslífi sem fraus og lamaðist gjörsamlega.

Þessi mistök verða ábyggilega rannsökuð til hlýtar og kannað hver beri mesta ábyrgð sem væntanlega verður látinn sæta refsingu ef sannast.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.9.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Tek undir með þér Dögg.

Sigurður Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sammála þér.

Það er einhver ástæða fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu alls ekki dómstólaleiðinni sem við buðum þeim. Ástæðan er vitanlega óvissa með réttmæti kröfunnar. Þess vegna beita þeir sér fyrir því að við fáum hvergi lán nema klára samningana.

Grundvallaratriðið í þessu Icesave máli hlýtur að vera hvort við séum verra stödd ef ríkið borgar þessa kröfu eða gerir það ekki. Ég veit ekki til þess að það atriði hafi verið rannsakað áður en ríkisstjórnin skrifaði undir samninginn eða áður en Alþingi samþykkti ríkisábyrgðina. Eina sem ég hef heyrt eru upphrópanir ríkisstjórnarinnar um að allt fari til fjandans ef við „klárum“ ekki Icasave. Ætli slík úttekt liggi fyrir áður en þjóðaratkvæðagreiðslan far fram?

Oddgeir Einarsson, 1.9.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Núna er mikilvægt að nýta það hlé sem gefst, á meðan Bretar og Hollendingar ákveða nærsta leik. Við verðum að hefja öfluga upplýsinga-herferð, um alla Evrópu og raunar víðar.

Við þurfum að kæra Breta fyrir dómstólum fyrir beitingu hryðjuverka-laganna og misbeitingu AGS og ESB. Þótt við fáum ekkert út úr dómstólum, þá skapa málferli þrýsting á þá.

Því miður er líklega ekkert verið að gera í þessum málum. Ætlum við að láta einstaklinga eingöngu halda áfram að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Ætlar Íslendska ríkið að halda áfram að dorma ?

Dögg, eigum við að setjast að samningaborði ? Um hvað eigum við að semja ? Ef Bretar og Hollendingar vilja hafa af okkur fé, þá verða þeir að sækja það fyrir dómstólum. Þetta þarf auðvitað ekki að segja lögfræðingi.

Annars eru kröfur stjórnvalda í þessum löndum einnig marklausar, því að ríkin hafa ekki réttarstöðu til að sækja bætur í Tryggingasjóðinn. Það hafa einungis þeir sem áttu inneignir á Icesave-reikningum Landsbankans.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.9.2009 kl. 20:26

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er ljóst hvers vegna Bretar beittu okkur hryðjuverkalögunum: Þeir vildu viðræður við íslensk stjórnvöld en þeim var ekki svarað. Eftirleikurinn er eins og leikurinn kattarins að músinni.

Því miður brugðust íslensk stjórnvöld allt of seint við þessum vanda og þá var einfaldlega allt komið út í arfavitleysu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.9.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband