Leita í fréttum mbl.is

Hárrétt hjá Lilju Mósesdóttur

Það er hárrétt hjá Lilju Mósesdóttur, þingmanni VG að til almennra aðgerða verður að grípa vegna greiðsluvanda heimilanna. Það er einnig rétt hjá henni, og í samræmi við það sem ég bloggaði fyrr í dag, að stjórnvöld verða að sýna þar frumkvæði. Þetta frumkvæði þarf að koma strax og til aðgerðanna þarf að grípa svo fljótt sem verða má. Það hefur raunar dregist alltof lengi af hálfu stjórnvalda að horfast í augu við þessar augljósu staðreyndir. 

Staðreyndirnar liggja skýrar á borðinu. Allar forsendur fyrir lántökum þúsunda fjölskyldna vegna húsnæðiskaupa brustu vegna óðaverðbólgu og gengishruns. Á óðaverðbólgunni og gengishruninu bera þessar fjölskyldur enga ábyrgð, ekki frekar en þjóðin ber ábyrgð á Icesave þó hún verði að axla þá ábyrgð. 

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur aldrei verið talin áhættufjárfesting hér á landi. Þvert á móti hefur fjárfesting í íbúðarhúsnæði verið ein meginsparnaðarleið flestra. Þúsundir fjölskyldna standa frammi fyrir þeirri staðreynd að beinhörðu peningarnir sem settir voru í fjárfestingu íbúðarhúsnæðis eru brunnir upp. Höfuðstóllinn er horfinn. Stjórnvöld ákváðu strax að verja eignir á bankareikningum, umfram það sem skylt var. Eiga þeir sem áttu sparnað sinn í húsnæði ekki sambærilegan rétt á því að sú eign sé í einhverju varin?


mbl.is Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ástandið núna er orðið háalvarlegt og það á eftir að versna, fari yfirvöld ekki að gera eitthvað í málunum til þess að koma heimilum til hjálpar mun glæpatíðni rjúka upp úr öllu valdi hér á landi, þjófnaðir mun aukast margfalt einfaldlega vegna þess að fólk á nú þegar ekki fyrir mat út mánuðinn, og þessu fylgir mikil skömm.

það má jafnvel búast við að árásir ( jafnvel mannskæðar ) verði gerðar á fjármálastofnanir, stjórnarráðið og alþingi verði ekki eitthvað að gert, svokölluð greiðsluaðlögun er með öllu óskiljanleg og illa upp sett auk þess sem viðtal við manneskju frá ráðgjafa stofu heimilanna sannaði það að sú stofnun er ekki þarna til að hjálpa fólkinu í landinu heldur til þess að sjá til þess að ríkið fái nú örugglega sitt.

Aðilar sem leita til lögfræðinga sem bjóða aðstoð við greiðsluaðlögun þurfa að greiða dýrum dómi fyrir þá þjónustu og er jafnvel hótað þvi að verða settir aftast í bunkann greiði það ekki inná hjálpina. Ráðgjafastofa heimilanna fær hinsvegar greiddar 200.000 kr fyrir hvert mál og þeir sem þangað leita þurfa ekki að greiða krónu.

Steinar Immanúel Sörensson, 25.8.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Agla

Almennar aðgerðir í sambandi við greiðsluvandræði heimilanna eru nauðsyn. !

Ofangreint er það sem ég fékk út úr færslunni. Segir ekki mikið en hljómar fínt

Það sem ég er að velta fyrir nér í færslunni er hvort þú ert  hugsanlega að velta því fyrir þér hvort "stjórnvöld"  hafi gert rangt í að "verja eignir á bankareikningum,umfram það sem skylt var."  

Er ekki búið að margfullyrða  af "ríkisstjórninni" að inneignir á íslenskum innistæðureikningum séu tryggðar að FULLU  (þó lögum samkvæmt séu þær bara tryggðar að þessum frægu  20.000 plús  evrum)?

Ég er eins og við flest búin að missa áttirnar. Ein af spurningunum sem leitar á mig er hvað maður hefði átt að gera ððruvísi Ég byggði mitt hús, borgaði það. Hjálpaði börnunum í gegnum skólana. Lifði spart. Átti afgang. Setti hluta af afgangnum í hlutabréf sem eru  farin norður og niður en ég á samt  aura á  bankreikningnum mínum. Á ég engan rétt lagalega  nema þessar magrnefndu 20.000 evrur?

Hvaða eign er trygg í Íslandi í dag? Fjárfesting í íbúðarhúsnæði? Hlutabréf í ísl. fyrirtækjum? Inneign á sparireikning í íslenskum banka?

" Eiga Þeir sem áttu sparnað sinn í húsnæði ekki sambærilegan rétt á því að sú eign sé einhverju varin"? er spurningin sem þú endaðir færsluna á.

Mín spurning er hvaða rétt  þú telur þá eiga sem sem lögðu sparnað sinn inn á inneignar reikning hjá einhverjum  af íslensku bönkunu?

Agla, 25.8.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband