Leita í fréttum mbl.is

Athyglisvert

Það er greinilegt af þessari umsögn nefndarinnar um umsækjendur að eina starfsreynslan innanlands sem nefndin telur máli skipta er starfsreynsla í Seðlabanka Íslands. Þá heldur varla vatni rökstuðningur nefndarinnar fyrir því að sami maðurinn geti talist mjög vel hæfur í starfaðstoðarseðlabankastjóra en ekki í starf seðlabankastjóra þó hæfnisskilyrðin séu þau sömu.

Nefndin staðfestir að við engan umsækjanda hafi verið rætt heldur einvörðungu aðila sem umsækjendur hafi bent á. Það er óskiljanlegt að ekki skuli talin ástæða til að ræða við umsækjendur og fráleitt að taka gild þau rök að það hefði orðið of tímafrekt. Er eitthvað tímafrekara að ræða við umsækjendur en umsagnaraðila?


mbl.is Mat á umsækjendum birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Líklega fer ekki meiri tími í að ræða við umsækjendur. Kannski er það spurning hvort nefndin hafi ekki treyst sér "faglega" til að ræða við umsækjendurna sjálfa; hrædd við að þekking umsækjenda væri meiri en þeirra?

Guðbjörn Jónsson, 24.6.2009 kl. 21:39

2 identicon

Það þarf ekkert að ræða við umsækjendur þegar það er ákveðið fyrirfram hverjir fái djobbið og sérvalið í nefndina með það í huga. Áhugavert að ekki hafi gefist tími til að tala við umsækjendur, sérstaklega m.t.t. þess að nefndin skilaði af sér fyrra matinu viku fyrr en hún þurfti.

Erla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Hlédís

Þakka góðan pistil, Dögg!

Bið að heilsa!

Hlédís, 25.6.2009 kl. 10:45

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Áhugaverð ábending Erla og nákvæmlega það sem málið snýst um. Það er fyrir löngu búið að ákveða hver á að fá þennan seðlabankastjórastól og allur þessi ferill er umbúðir til að reyna að láta þetta líta faglega út. Ég viðurkenni að ég hef hálfgerða skömm á þessu. Þá er bara betra að ráða pólitískt heldur en að reyna að láta hápólitíska ráðningu líta faglega út.

Og þú hefur sjálfsagt rétt fyrir þér Guðbjörn með það að hugsanlega hefur nefndin ekki treyst sér í viðtöl - af ótta við að þekking þeirra væri umtalsvert minni en umsækjandanna á þeim verkefnum sem seðlabankastjóri og aðstoðarseðlabankastjóri þurfa að glíma við.

Dögg Pálsdóttir, 25.6.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband