Mánudagur, 22. júní 2009
Þjóðstjórn
Því fyrr sem þessi ríkisstjórn fellur, því betra. Þá verður kannski loksins möguleiki á því að mynda þjóðstjórn, sem hefði átt að gera strax sl. haust.
Staðan er orðin sú að Samfylkingin treystir á stuðning stjórnarandstöðunnar í tveimur málum sem hún telur veigamikil, Icesave málinu og EB málinu. Á samstarfsflokkinn getur Samfylkingin ekki treyst. Það liggur fyrir.
Því verður ekki trúað að stjórnarandstöðunni detti í hug að styðja Icesave málið. Það eru allt of margar vísbendingar á lofti um það að Icesave samningurinn sé okkur svo óhagstæður að hann sé ekki hægt að samþykkja.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
Ekki er ég sammála þér í öllu, en í þessu er ég 100% sammála þér, enda þó ég hafi oftast aðrar skoðanir en þú veit ég að þú veist um hvað þú ert að tala.
Vonandi fer að koma að því að það komi þjóðarstjórn.
A.L.F, 22.6.2009 kl. 11:17
Ég vek athygl á þessari frétt Telegraph:
http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/
Það virðist vera, að matsstofnanri, séu við það að fella lánsmat Íslands aftur niður um flokk. Eftir því sem ég man best, þíðir C flokkur, að talið sé að viðkomandi aðili sé í mikilli hættu á að verða gjaldþrota.
Lægsti flokkurinn, er D. Í D, eru skuldbindingar, sem álitnar eru tapað fé.
Ef af Ísland verður lækkað niður í C, þá þíðir það að lánshæfisstofnanirnar meta það svo, að líkur á gjaldþroti Íslands, séu verulegar og fari vaxandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 13:07
Þarna er ég svo sannalega sammála þér Dögg Pálsdóttir. kær kveðja. konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 22.6.2009 kl. 13:27
Ekki hef ég alltaf verið sammála þér Dögg en nú er ég það. Til að hægt sé að taka alvöru ákvarðanir sem skipta þjóðina máli, þarf að stokka stjórnkerfið upp og að því þurfa allir flokkar að koma. Nú, þegar virkilega þarf að láta sverfa til stáls, veitir ekkert af öllu okkar fólki við stjórnvölinn. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki staðið undir væntingum þjóðarinnar um breytingar, gagnsæi og sanngirni og stjórnkerfið er enn sligað af allt of miklum ráðherra-balance. Þrátt fyrir fögur fyrirheit virðast engar breytingar vera í aðsigi. Þær breytingar verða ekki nema allir setjist að borðinu.
Helga Sigrún Harðardóttir, 22.6.2009 kl. 13:45
Dögg:
Ögmundur Jónasson orðaði þetta við mig í haust á einhverjum þeim ótal funda sem við í stjórn BSRB áttum vegna ástandsins.
Á þessum tíma fannst mér þingmeirihlutinn vera svo mikill að ekki væri þörf á að mynda þjóðstjórn. Ögmundur átti ekki við það, heldur að við þessar aðstæður væri það best fyrir íslensku þjóðina að leggja pólitískt argaþras til hliðar og að allir flokkar kæmu að landstjórninni. Þannig gæti enginn flokkur skorast undan ábyrgð og verði í því lýðskrumi, sem einkennt hefur stjórnmálin allt frá því í haust - enginn stjórnmálaflokkur undanskilinn!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.6.2009 kl. 15:42
Ég tel þjóðstjórn, vera ómögulega.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 16:17
Trú mín á stjórnmálamenn er með öllu horfin, endanlega.
Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 17:36
Sammála þér með þessi mál Dögg, þjóðstjórn hefðum við átt að virkja strax í haust þar hefði náðst þjóðarsátt um hvernig tækla ætti hlutina og hefðum við þá getað tekið strax á málum, en ekki vera kasta boltanum á milli flokka eins og gert hefur verið til þessa með miður góðum árangri.
Í þessari stöðu er það eina sem virkar er þjóðstjórn!!!
Góðar stundir.
Pétur Steinn Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 17:36
Þjóðstjórn hefði verið, enn lamaðri, en núverandi stjórn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 18:07
Ekki krækiber í helvíti að slík stjórn komi til greina né yrði nokkurn tímann sátt um hana. Hún myndi innihalda Sjálfstæðisflokkinn og honum er alls ekki treystandi til þess að hugsa um hagsmuni þjóðarinar heldur er þarna verið að hugsa um að komast að völdum til að tryggja hagsmuni herrastéttar auðmanna og kvótagreifa. Auk þess hefur sá flokkur ekki sýnt nokkra raunverulega iðrun á þeim hörmungum sem hann vísvitandi leidd þjóðina í, og á því ekki að fá að koma nálægt stjórn ríkisins næstu áratugi.
AK-72, 22.6.2009 kl. 18:56
Mér líst vel á Þjóðstjórn. Erfiðar ákvarðanir eru framundan og þar þurfa þingmenn að setja þjóðarhag fram yfir flokkshagsmuni eða eitthvað argaþras til þess eins að vera á móti hugmyndum vegna þess að ekki kæmi hún frá réttum flokkum.
Eina leiðin til að vinna okkur út úr þessum fjanda er að vinna saman og sætta okkur við að ekki hafa allir sömu skoðun þótt öll viljum við komast útúr þessu þannig að flestir verði sáttir. Þjóðstjórn getur sætt bæði þing og þjóð og sýnt fram á að með samstöðu getum við unnið okkur út úr óstandinu.
Offari, 22.6.2009 kl. 19:10
Það er ekki fræðilegur möguleiki, að slík stjórn gæti komið sér saman, um nokkurn hinn minnsta grundvöll að stefnu,,,eða hefur enginn hér, fylgst þó ekki nema smá með umræðunni á Alþingi undanfarið.
Það er eins og fólk sé, á sitthvorri plánetunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 20:09
Ég hef meiri trú á Íslendingum og Íslenskum þingmönnum en Einar virðist hafa. Það vita allir að þetta verður að gera í sátt við þjóðina, það vita allir að eina leiðin út úr þessu óstandi er að við stöndum saman bæði þjóð og þing.
Sveitarstjórnir eru farnarað gera þetta, Alþingi getur líka gert þetta lagt niður vopnin og skoðað allar leiðir á tilits hvaðan leiðin kemur. Allir okkar þingmenn vilja leysa vandan og hafa það sameiginlega markmið þótt leiðirnar séu misjafnar.
Offari, 22.6.2009 kl. 20:23
Efast um að þjóðstjórn myndi virka, en utanþingsstjórn gæti gert það.
Villi Asgeirsson, 22.6.2009 kl. 21:00
Þjóðstjórnir eru ólíklegar til þess að virka, en kannski líklegri núna en nokkur önnur lausn, aðallega af því að þá yrði einungis átt við aðalmálin sem máli skipta, ekki t.d. loftslagskvóti eða önnur gæluverkefni 1,2 og 3. Fyrst Icesave- höfnun, svo lánamál og aðrar afleiðingar. Nóg að gera!
Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 22:42
Þú talar af viti.
Kjartan Magnússon, 23.6.2009 kl. 00:14
Það er orðið nokkuð ljóst að Samfylkingin er hundflöt fyrir Bretum og ESB.
Illu heilli þá er Samfylkingin búin að keyra VG í undanhald varðandi ESB svo það er rangt hjá þér að Samfylkingin þurfi aðstoð ykkar í því máli. Þá er Icesave málið eftir og þar getið þið komið Saumevrópufylkingunni til aðstoðar. Allavega lætur fylkingin að því liggja að hún geti notað hluta af Sjálfstæðisflokknum. Helst er talað um Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Mín skoðun er sú að slíkt liðhlaup myndi skaða hagsmuni Íslands. Ný ríkisstjórn þyrfti nauðsynlega að setja íslenska hagsmuni á oddinn, ekki veitir af.
Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 00:27
Ég er sammála þér. Nú ættu alþingismenn að ýta pólitísku karpi til hliðar og sameinast í því að leysa vandamálin. Ástandið er mjög alvarlegt.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.6.2009 kl. 01:09
Það er sorglegt að sjá þig tala um flokka, eins og það skipti einhverju máli lengur, en það er það eina sem kemst að hausnum á ykkur, flokkurinn.
Allir sem hafa einhverja hugsun, vita að þinn flokkur bera mesta ábyrgð á öllu ruglinu, sama hvað þið reynið að klóra ykkur út úr því.
Ykkur væri nær að hætta þessu kjaftæði, viðurkenna sekt ykkar og stuðla að lausn málsins.
Þjóðstjórn, afhverju talaðir þú ekki um það þegar þinn flokkur var í stjórn, ef það er þörf á þjóðstjórn núna þá var sú þörf líka til staðar þá.
kop, 23.6.2009 kl. 04:55
Þó við séum stundum á öndverðum meiði þá er ég þér hjartanlega sammála núna.
Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 23.6.2009 kl. 05:46
Þjóðstjórn er engin lausn á neinu. Hverjir sitja í svoleidis stjórn sem a) eru ekki Þegar á Þingi og b) thurfa ad reida sig á hid sama Þing? Ætlardu kannski ad leysa upp alÞingi? Gerist kannski eitthvad í hausnum á manni vid ad fara í ríkisstjórn sem fær mann til ad vera 100% sammála....varla.
Gísli Ingvarsson, 24.6.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.