Laugardagur, 20. júní 2009
Mikilvæg skilaboð Obama
Það er ekki nóg að hvetja feður. Það þarf líka að hvetja mæður til að viðurkenna enn betur mikilvægi feðra og hleypa feðrum í enn ríkari mæli að uppeldi barna. Enn eru alltof margir feður í þeirri stöðu að fá ekki nema takmarkað tækifæri til að koma að uppeldi barna sinna. Þá er ég að tala um þá feður sem vilja og geta. Ég er ekki að tala um þá feður sem hvorki nenna né geta. Ég hef margsinnis sagt að vannýttasta auðlind samfélagsins þegar kemur að uppeldi og umönnun barna er tími feðra.
Staðreyndin er sú að að uppeldi barna þurfa báðir foreldrar að koma með virkum hætti, hvort sem foreldrar búa saman eða ekki. Eru ekki einhver skilaboð í því að til að til verði barn þurfa bæði kynin að koma að máli? Þýðir það ekki líka að bæði kynin þurfa og eiga að koma að uppeldi þessara sömu barna? Og svo ekki verði snúið út úr orðum mínum, eins og svo rík tilhneiging er til að gera þegar þessi mál ber á góma, þá er ég ekki að tala um vanhæfa foreldra, feður eða mæður. Ég er að tala um þau tilvik þegar báðir foreldrar eru hæfir og góðir foreldrar sem vilja sinna foreldrahlutverki sínu af samviskusemi og alúð.
Sem betur fer er skilningur samfélagsins á mikilvægi feðra þegar kemur að uppeldi og umönnun barna smátt og smátt að aukast. Sífellt fleiri foreldrar gera sér grein fyrir mikilvægi beggja þegar kemur að uppeldi barnanna. Viðhorf þjóðfélagsins er að þessu leyti að taka breytingum, í rétta átt. Það skiptir miklu að forystumenn eins og Obama veki máls á réttarstöðu feðra og aðkomu þeirra að uppeldi barna sinna. Það hjálpar þróuninni.
Obama hvetur feður til að standa sig í stykkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Athugasemdir
góð grein hjá þér og þú átt þakkir skilið fyrir að berjast fyrir þessum málstað. Hvað er að frétta af frumvarpinu þínu um að dómarar megi dæma sameiginlegt forræði? Það væri gaman að fá einhverja grein frá þér hvað er að ske í þessum málum og hvers sé að vænta.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:18
Það er fljótlegt að segja frá stöðu frumvarpsins míns. Ég lagði það fram öðru sinni í apríl sl. Það síðan dagaði uppi þegar þinginu var slitið. Það er nefnd að störfum á vegum dómsmálaráðherra sem m.a. fékk það verkefni að kanna fýsileika þess að setja í lög svokallaða dómaraheimild. Hvenær sú nefnd lýkur störfum er ómögulegt að segja en ég geri mér vonir um að nefndin muni leggja fram lagabreytingar sem muni lögfesta dómaraheimildina.
Dögg Pálsdóttir, 20.6.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.