Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsagt þörf á því

Það er sjálfsagt þörf á því að endurskoða reglur um skipun embættismanna, ekki síst ráðuneytisstjóra. En það er hjákátlegt að heyra stjórnmálamenn kvarta yfir því hvernig málum er háttað í þessu tilliti. Hverjir skipa ráðuneytisstjóra? Það eru ráðherrarnir sem gera það. Það eru því ráðherrar sem ákveða hverju sinni hvort þeir skipi í embætti ráðuneytisstjóra útfrá faglegum forsendum eða forsendum sem hafa á sér meiri pólitískan blæ.  Flóknara er það ekki. Ráðherrar geta engum öðrum en sjálfum sér um kennt mislíki þeim núverandi staðs mála.
mbl.is Vill endurskoða reglur um embættismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru þeir ekki æviráðnir? En auðvitað er það broslegt þegar ráðherrar kveinka sér undan lögum og reglugerðum. Þeir eru hluti af löggjafarþinginu.

Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 08:40

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Alveg rétt.Auðvitað þarf að hafa einhvern sem tryggir samfellu í starfi í ráðuneyti.Er ekki á því að ráðuneytisstjóri verði n.k. aðstoðarmaður ráðherra.Vandinn er auðvitað sá hve mikið spillingin hefur grafið um sig og allir eru meira og minna samdauna henni. Efast ekki um það eitt augnablik að Baldur og Bolli hafa skynjað ráðningu sína ´´faglega´´ þó að við hin  höfum tengt hana við flokksskírteini. Við erum bara svo miklir plebbar að kannski er okkur ekki bjargandi því spillingin kostar þjóðfélagið formúu á ári. Vitlaus og dýr innkaup. Vinveittur verktaki keyptur í verkin og svo verða aukaverkin svo dýr að verkið endar í að kosta 500% meira en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á.

Einar Guðjónsson, 12.6.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Bumba

Hvað á svona lagað eiginlega að þýða? Er þetta vesalings fólk sem kosið var á þing fyrir skemmstu svo veruleikafirrt að það átti sig engan veginn á skyldum sínum og embætti? Spyr sá sem ekki veit. Mér er farið að blöskra svo gjörsamlega hvernig sumir haga sér á hinu háa Alþingi Íslands að mér er stundum orða vant. Og hvað sumt þetta fólk getur látið út úr sér á almannafæri. Þetta þætti ekki fagleg hegðun í öðrum siðvæddum löndum. Með beztu kveðju.

Bumba, 12.6.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 392214

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband