Leita í fréttum mbl.is

Umhugsunarefni

Ég er ein þeirra sem fannst sérstakur fengur að því að fá fagmann eins og Evu Joly til að liðsinna við rannsókn á bankahruninu. Ég tel að okkur veiti ekki af allri þeirri utanaðkomandi ráðgjöf sem mögulegt er að fá, m.a. vegna umfangs rannsóknarinnar og einnig vegna þeirrar staðreyndar að við erum fámenn þjóð þar sem krosstengsl eru út um allt.

Ég er hins vegar talsvert hugsi yfir fjölmiðlaframgöngu Evu Joly í dag og velti fyrir mér hvernig stendur á henni. Sagt er að hún hafi átt góðan fund með sérstökum ríkissaksóknara í dag og að á morgun séu frekari fundarhöld ákveðin. Ekkert hefur fram komið um það að neitað hafi verið að fylgja ráðum hennar. Ekkert kemur fram um að neitað hafi verið að skoða ábendingar hennar um enn frekari fjárframlög. Þvert á móti fjármálaráðherra bendir á í viðtali með þessari frétt að þó hann haldi fast um útgjöld þá séu útgjöld til þessarar rannsóknar af þeim toga að þau yrðu skoðuð með sérstakri velvild. Í þessu sambandi hlýtur líka að vakna spurning hvort Eva Joly hafi komið óánægju sinni á framfæri við ráðherra ríkisstjórnarinnar áður en hún viðraði hana í fjölmiðlum.

Mér finnst þannig vanta skýringu á því af hverju Eva Joly velur þessa tímasetningu til að koma opinberlega fram með yfirlýsingar sem jafnvel má skilja svo að hún vilji hætta sem sérstakur ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara. Kannski skýrist það á morgun.

Og vonandi næst sú lending að við höldum áfram að njóta mikilvægrar leiðsagnar Evu Joly. Það skiptir miklu varðandi áframhald þeirra rannsókna sem hafnar eru og þeirra sem hljóta að vera í farvatninu. Það þarf að velta við hverjum steini.
mbl.is Skoða þörf á auknum útgjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það athugist að Eva Joly er juris en ekki lögfræðingur. Svipað og munurinn á maestra og meistari

Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 23:51

2 identicon

Við skulum ekki gleyma merg málsins; alvöru rannsókn á bankahruninu og sakfelling þeirra sem framið hafa glæpi ef rannsókn leiðir slíkt í ljós.

Ég þekki ekki Evu Jólý en mig grunar að það sé loka niðurstaðan sem skiptir hana máli fyrst og fremst en ekki hvort hún er höfð "til liðsinnis."

Liðsinnis!!! Eva Joly til liðsinnis! Það skiptir ekki máli haða sæti Eva er ráðin í, hún spilar fyrstu fiðlu í hverjum þeim darraðardansi sem hún mætir í.

Mér er nokk sama hvort "...hún hafi átt góðan fund með sérstökum ríkissaksóknara í dag og að á morgun séu frekari fundarhöld ákveðin." Jesús Há Kristur!

Málið er að hún sér deginum ljósara eins og allir Íslendingar að enginn alvöru vilji til rannsóknar er fyrir hendi og reynt er að þæfa málið og kæfa. Það myndi kannski virka á mig og þig. En ekki Evu.

Eva Joly hefur ákveðið að láta hart mæta þófi. Frá hennar bæjardyrum séð--og mínum--þá er kominn tími til, og þó fyrr hefði verið, að láta hanskana falla, hendur standa fram úr ermum og verkin tala. Klárt er að rannsókn á þessu máli verður erfið og viðamikil. Það er ekki nema fyrir töff menn (enn ófundnir á Íslandi) og konur að vinna slíkt verk.

Ég í sjálfu sér vorkenni þessum afdönkuðu kerfisköllum (og þó) sem verða í veginum fyrir henni. Hvern halda þeir að þeir séu að fást við?Eins og sagt er á amerísku, "they don´t know what hit them."

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 02:30

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og til að gera langt mál stutt þá er ég sammála hverju orði hjá Kristjáni Gunnarssyni.

Árni Gunnarsson, 11.6.2009 kl. 11:13

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er skemmtilegt að sjá, hversu svona hæglát kona eins og Eva Joly, er föst fyrir. Hún hefur nóg af áhugaverðum verkefnum, en hún lætur Ísland sig varða. Hún lætur ekki sinnulausa embættismenn ýta sér til hliðar, heldur kemur fram fyrir alþjóð og hrellir möppudýrin.

Þær tillögur sem Eva hefur fram að færa, eru ljóslega réttar. Ef það er eitthvað, sem almenningur bindur vonir við að embættismennirnir hafi rænu á að gera, þá er það lögsókn á hendur þeim sem stolið hafa fjármunum þjóðarinnar. Ekkert má spara til að þessu marki verði náð. Öðrum málum, sem stjórnkerfið er að fást við, verður örugglega klúðrað.

Ein af kröfum Evu, er að ríkissaksóknari víki úr starfi vegna augljósra og náinna tengsla við aðila bankahrunsins. Nú kemur í ljós að þessi embættismaður er ekki ábyrgur gagnvart neinum nema sjálfum sér. Það er enginn sem getur vikið honum úr starfi og til að sneiða hjá honum var skipaður "sérstakur" ríkissaksóknari.

Það blasir sem sagt við, að stjórnkerfið er svo spillt, að þegar þarf að nota það til gagnlegra hluta þá er það ekki hægt heldur þarf að skipa "sérstaka" embættismenn. Annað dæmi er kæra fyrrverandi forstjóra Fjármáleftirlitsins, á hendur eins nefndarmanns í "sérstakri" rannsóknarnefnd um efnahagshrunið.

Þessi "sérstaki" nefndarmaður hafði sagt í Ameríku, að ein af orsökum hrundins hafi verið vanhæfir embættismenn. Þarf að brennimerkja orðið "vanhæfur" á ennið á þessum forstjóra ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.6.2009 kl. 11:44

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Flugeldasýningar vekja ávallt kátínu meðal almennings, sem er um leið er blandin hræðslu við púðrið.

Júlíus Valsson, 11.6.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Áfram EVA!

Gísli Ingvarsson, 11.6.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband