Leita í fréttum mbl.is

Bjartsýni?

Það eina þessa dagana sem eykur þjóðinni bjartsýni eru þessir yndislegu sumardagar sem við höfum notið a.m.k. hér á suðvesturhorninu. Það væri synd að segja að ríkisstjórnin væri að auka bjartsýni okkar. Þvert á móti. Ríkisstjórnin er ekki alveg jarðtengd. Hún virðist ekki skilja vandann sem fjölskyldur og fyrirtæki glíma við. Hún áttar sig ekki á því að þetta gengur ekki nema með einhvers konar afskriftum skulda.  Maður veltir fyrir sér hvað þurfi til að ríkisstjórnin opni augun og fari að grípa til aðgerða sem duga.

Það er ekki nóg að tala um bjartsýni. Það þarf með aðgerðum að blása bjartsýni í brjóst landsmanna. Það eru engar vísbendingar um það að þessi ríkisstjórn ætli að gera það.


mbl.is Jóhanna Guðrún fyrirmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er ekki alveg sáttur við að nota orðið afskriftir. Afskriftir eiga sér stað þegar lánveitandi lánar t.d. út á viðskiptahugmynd sem svo gengur ekki upp og t.d. félag verður gjaldþrota.Gjaldþrot hlutafélags að mínu viti er

eðlilegur hlutur en tilgangur með þeim er m.a. að lágmarka persónulega  áhættu eigenda þeirra. Án þeirra yrðu engar framfarir. Hér var hinsvegar skipulega unnið gegn skuldurum með sviksamlegum hætti með vitund og vitneskju ríkisstjórna.Ríkisvaldið ætlar hins vegar að halda svindlinu upp á skuldarana.

Einar Guðjónsson, 18.5.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæl Dögg

Áttu bréf í Exista?

Á blogginu mínu er tillaga sem eg sendi og ætlast til að verði borin upp fyrst á hluthafafundi Exista í næstu viku.

Sjá nánar á blgginu mínu.

Kveðja

Guðjón

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Afskrifa skuldir, já hljómar vel.... en ekki sannfærandi úr penna lögfræðings. Sú stétt manna hefur ekki á sér það orð að fara hógværum eða mjúkum höndum um skuldara.

Eru auknar og  harðnandi innheimtuaðgerðir lögmanna, þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um annað, sá bjartsýnisinnblástur, sem þú telur á skorta í þjóðfélaginu?

Gengur stofan þín, DP lögmenn, á undan með góðu fordæmi og afskrifar skuldir?

Ráðleggur þú viðskiptavinum þínum að afskrifa hluta krafna áður en þú tekur þær til innheimtu? Hafa DP lögmenn lækkað vel þroskaða innheimtutaxta stofunnar til að koma til móts við ástandið í landinu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband