Laugardagur, 9. maí 2009
Hanna Ingólfsdóttir Johannessen
Hönnu kynntist ég Barnaverndarnefnd Reykjavíkur eftir sveitarstjórnarkosningarnar 1982. Báðar komum við nýjar inn í nefndina þetta vorið og sátum þar saman í þrjú ár eða til 1985 þegar ég sagði af mér formennsku vegna brottfarar til útlanda. Hanna var áfram í nefndinni fjölmörg ár
Þá eins og nú var nefndin pólitískt skipuð í þeim skilningi að stjórnmálaflokkarnir sem áttu fulltrúa í borgarstjórn tilnefndu fulltrúa í nefndina. En þar sleppti pólitíkinni. Í nefndinni var gengið til verka með málefni barna að leiðarljósi. Allir flokkarnir lögðu mikinn metnað í að tilnefna hæft og að jafnaði reynslumikið fólk til starfa í nefndinni. Að jafnaði segi ég því seint verður sagt að ég hafi verið reynslumikið á þessum tíma. Aðrir nefndarmenn voru það á hinn bóginn og sýndu því aðdáunarvert umburðarlyndi að til formennsku var valinn nýútskrifaður lögfræðingur. Til mín hefur sjálfsagt verið leitað fyrir þá sök að kandidatsritgerð mín var á sviði barnaverndar og fól í sér allnokkra úttekt á störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafði ég m.a. bent á nokkur lausatök sem virtust vera á lögfræðilegri hlið starfa barnaverndarnefndar Reykjavíkur.
Á þessum vettvangi kynntist ég Hönnu og mörgum öðrum mikilhæfum einstaklingum. Það er ekki auðvelt að sitja í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Þar eru teknar ákvarðanir sem oft eru mjög sársaukafullar fyrir fjölskyldur, en nauðsynlegar, þegar hagur barna er hafður að leiðarljósi. Allar ákvarðanir nálgaðist Hanna fumlaust og í krafti þeirra reynslu sem hún hafði af margvíslegum störfum sínum á sviði mannúðarmála. Fyrir mig sem formann var ómetanlegt að hafa reynslumikla konu sem Hönnu, og aðra nefndarmenn, innanborðs, í öllum störfum nefndarinnar, en ekki síst þegar kom að erfiðum ákvörðunum.
Um svipað leyti hóf ég að starfa með Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Þar var Hanna einnig þungamiðja í starfi. Síðan höfum við Hanna bara alltaf þekkst. Þótt oft liðu mánuðir og jafnvel ár milli þess sem við hittumst þá var Hanna svo einstök kona að það var alltaf eins og við hefðum síðast hist í gær. Í prófkjörinu í mars sl. kom hún í morgunkaffi á heimili mitt þar sem ég bauð stjórnarmönnum í hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en hún sat í stjórn hverfafélagsins í vesturbæ um margra ára skeið. Mér þótti sérstaklega vænt um að hún skyldi gefa sér tíma til að sækja þennan fund sem ég boðaði til. Nokkrum dögum síðar hittumst við í Valhöll, einnig í tengslum við prófkjörið. Í samtali okkar bar margt á góma, eins og endranær. Vænt þótti mér um hversu hrifin hún sagðist hafa orðið af útsýninu úr stofunni hjá mér, þar sem Esjan blasir við í allri sinni dýrð. Síst af öllu hvarflaði að mér að þetta væri okkar síðasti fundur.
Hanna skilur eftir sig vandfyllt skarð alls staðar sem hún lét til sín taka. Sjálfstæðiskonur hafa misst einstakan og ötulan liðsmann. Mestur og stærstur er þó missir feðganna og fjölskyldunnar. Þeim sendi ég hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen.
Útför Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.