Leita í fréttum mbl.is

Rýr frétt

Það eru innihaldsríkar fréttirnar sem þjóðin fær af gangi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Þarf heilan aðstoðarmann í að segja: "Vinnan gengur vel og í samræmi viðáætlun."? Hvaða áætlun? Þá áætlun að ljúka stjórnarmyndunarviðræðum á einni viku? Nú er nákvæmlega vika frá kosningum og enn bólar ekkert á að viðræðunum sé að ljúka.

Á visir.is er sagt frá því og haft eftir áhrifamanni innan VG að hann reikni með að flokkarnir komist að samkomulagi um að þjóðin fái að taka afstöðu til aðildarsamnings við Evrópusambandið að loknum viðræðum við sambandið. Það sé í anda stefnu VG að þjóðin fái að ráða í stórum málum eins og þessum, þótt flokkurinn breytti í sjálfu sér ekki afstöðu sinni til sambandsins. 

Augnablik. Er VG búin að taka kollsteypu í afstöðu sinni á þeirri viku sem liðin er frá kosningum? Þá var aðalmálið ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um árangur viðræðna, enda held ég að engum hafi dottið annað í hug en að um þá niðurstöðu yrði þjóðin að kjósa. Áhersla VG hefur verið þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort ganga eigi til viðræðna við EB. Samfylkingunni hefur að því er virðist tekist að beygja VG í þessu prinsipmáli þeirra. Sem er áhugavert að heyra og umhugsunarefni af hverju ekki er talið ástæða til að skýra frá því í frétt um gang viðræðnanna.

Vonandi gengur jafnvel að finna lausnir á brýnum og aðkallandi vanda heimila og fyrirtækja í landinu. Þjóðin bíður.


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband